Ráðunautafundur - 12.02.1983, Blaðsíða 25
85
Þarna virðast ærnar ekki hafa náð að byggja upp næringarforóa
þrátt fyrir góða bötun á fengieldinu, og hafa þvi þurft að
ganga of nærri sér á útmánuðum til eðlilegrar fósturmyndunar.
3. Frjósemi.
Tafla 4 sýnir meóallambafjölda pr. á sem bar, eftir árum
og flokkum. Fjölda geldra áa, einlembna, tvílembna og þri-
lembna, í hverjum flokki hvert ár, má sjá i viðaukatöflu 7.
Tafla 4. ÁHRIF MEÐFERÐAR A FRJÓSEMI ÁNNA.
Lömb fædd p'r á sem bar, leiðrétt fyrir aldri
og fangdegi.
Flokkur Ar '79 Tala - '80 Ar '80 Tala - '81 Ai 81 Tala - '82 Tala öll ár
1. 50 1.78 50 1.64 45 1.74 145 1.72+0.037
2. 48 1.84 49 1.75 47 1.78 144 1.79+0.038
3. 49 1.90 46 1.70 50 1.73 145 1.78+0.037
4. 50 1.75 45 1.77 46 1.71 141 1.74+0.038
Samtals 197 1.82 190 1.72 188 1.74 575 1.76
Meóalskekkja á flokkum innan ára er: 0.064-0.067.
Meóalfrjósemi allra flokka var 1.76 lömb fædd pr. á, og hvorki
var marktækur munur á árum né flokkum. Þannig náóist fylli-
lega sambærileg frjósemi i töðuflokkunum, miðað við flokka
1 og 4, sem er i fullu samræmi við niðurstöóur Stefáns Aðal-
steinssonar o.fl. (1981), þar sem borin var saman fóörun áa
á heyi meó og án kjarnfóðurs á þremur tilraunabúum. Það er
þó athyglisvert, að þetta skyldi takast síöasta árið, þrátt
fyrir hinar miklu aflagningu ánna i nóvember, en hafa ber
i huga, aó öll árin var gefið gott hey um fengitímann, og
átu töðu-ærnar til jafns vió fóðurblönduflokkinn, mælt i FE.
4. Lambavanhöld.
Fjöldi lamba, sem misfórust á einhvern hátt, hefur verió
flokkaður eins og tafla 5 sýnir.