Ráðunautafundur - 12.02.1983, Blaðsíða 71
131
Sprinkler ZA" gerð. Úðararnir voru hafðir í 1,5 m hæð og
þrýstingi £ rörunum haldið stöðugum í 2,5 kg/cm2. Úrkoma
við þennan þrýsting var 4 mm á klst.. Vökvað var eftir svo-
nefndum "tension" mælum, sem komið var fyrir á 10 cm dýpi
innan og utan vökvunar. Vökvun var hafin þegar mælarnir sýndu
300 mb þrýsting (sog) og þá oftast vökvað með 4 mm, og síðan
strax aftur þegar mælarnir sýndu 300 mb. Að nota 300 mb sem
viðmiðun var gert að erlendri fyrirmynd. Má eflaust um það
deila hvort sá viðmiðun sé rétt í svo grofum jarðvegi, hvort
ekki eigi að vökva fyrr. Regnmæli var komið fyrir á svæðinu
og fylgst með úrkomu reglulega.
Athugunin hófst ekki fyrr en 3. júní, en um mánaðarmótin
maí/júní voru miklar rigningar (um 30 mm á Hvanneyri). Eins
mun klaki hafa haldið uppi raka fram yfir miðjan júní. Mæl-
ingar á úrkomu og eins því hvenær var vökvað eru sem hér segir
Úrkoma Vökvað
Jún£ 1.-7. (óv£st, l£kl. 20-30 mm) 0 mm
- 8.-14. 3 nun 4 -
- 15.-21. 3 - 0 -
- 22.-28. 2 - 12 -
Júl£ 29.- 5. 14 - 16 -
- 6.-12. 5 - 8 -
- 13.-19. 15 - 4 -
- 20.-26. 61 - 0 -
- 27.-29. 10 - 0 -
113 mm (143?) 44 mm
Ef þetta væri gert upp eins og dæmið fyrir Hvanneyri
hér að framan, hefði líklega mátt vökva heldur meira. Þó
er erfitt að fullyrða þar um, þar skiptir máli hvernig úr-
koman sem kom um mánaðarmótin maí/júní er reiknuð. En eins
og fyrr var greint frá voru hér notaðir "tension" mælar til
að vökva eftir.
Sláttur var svo þann 29. júlí, en kalblettir vaxnir veg-
arfa gerðu það að verkum, að einungis var hægt að slá einn
ókalinn reit .innan vökvunar. Þv£ verður að hafa £ huga, að
hér er um athugun án endurtekninga að ræða.