Ráðunautafundur - 12.02.1983, Blaðsíða 53
- 113
hráefna sem nefnd hafa verið er einnig hægt -og æskilegt að nota
nokkuð af kjötmjöli og góðu fiskimjöli £ loðdýrafóðrið, að ó-
gleymdri fitu og lýsi.
Þessi fóðurefni sem nefnd hafa verið geta vandalaust verið
meira en 90% af fóðri loðdýranna, þannig að aðeins er þörf á
sára litlum fóðurinnflutningi til þeirra.
Skipulag fóðurframleiðslu
Fiskúrgangur er gjarnan 60-70% af fóðri loðdýra hér á landi.
Það er því ljóst að hagkvæmast er að hafa loðdýraræktina sem næst
verstöðvunum, þannig að fóðurflutningar séu.í lágmarki. Einnig
er mikilvægt að geymslukostnaður á hráefnum sé í lágmarki. í
flestum tilfellum veður þó ekki komist hjá því að frysta veru-
legt magn af sláturúrgangi, vegna þess hversu árstíðabundin
slátrunin er.
Hins vegar er rétt að skipuleggja loðdýraræktina þannig að
sem minnst þurfi að frysta af fiskúrgangi.
Þörfinni fyrir fóður í loðdýraræktinni er mjög misskipt á
árið. Hún er mjög lítil frá miðjum nóvember fram í maí-júní, en
eykst þá mjög og nær hámarki í október.
Sé ætlunin að byggja loðdýraræktina sem mest á ferskum fisk-
úrgangi er þv£ framboðið á honum £ október góður mælikvarði á
hæfni staða til loðdýraræktar.
Til að kanna þetta hefur verið gerð athugun á magni fisk-
úrgangs á hinum ýmsu stöðum. Athugunin byggir á skýrslum Fiski-
félags Islands fyrir árin 1980 og 1981, en þær eru birtar £ rit-
inu Útvegur. Reiknað er með að 40% af lönduðum afla af þorski,
ýsu og ufsa falli til sem loðdýrafóður. £ töflu 1 er sýnt hversu
margar refalæður hvert svæði getur framleitt út frá þeim úrgangi
sem til fellur £ október, ef fiskúrgangur er 70% af fóðrinu.
Hverri læður fylgja 1/5 högni og 8 hvolpar.
Þessar 38000 refalæður þurfa með öllu u.þ.b. 21000 tonn af
fiskúrgangi á ári, en það eru 10-15% af þv£ sem til fellur.
Þessar læður munu hins vegar framleiða u.þ.b. 23000 skinn.
Ef auka á loðdýraræktina verulega umfram þetta þarf að koma
til geymsla á fóðri yfir lengri eða skemmri t£ma. Það þýðir £
flestum tilfellum að frysta verður fóður en það er mjög dýrt.