Ráðunautafundur - 12.02.1983, Blaðsíða 94
154
Samband meltanleika við þroskastiq o.fl»
í 1. töflu er m.a. sýndur meltanleiki við skrið annars
vegar og 20. júlí hins vegar. Þar kemur fram, að
meltanleiki vallarfoxgrass er allbreytilegur 20. júlí. Hins
vegar er hann litlu breytilegri við skrið en vænta mátti með
tilliti til meðalskekkju uppskerutalanna. Að vísu er
aukalega nokkur skekkja vegna ðnákvæmni 1 mati á skriðdegi.
Ef skrið er í raun ákveðið upp á viku en ekki dag, eykur það
skekkju meðaltalsins úr 0,31 í 0,37. Til samanburðar er
innbyrðis breytileiki meðaltalnanna, sem gæfi litlu hærri
meðalskekkju eða 0,39. Má líta á niðurstöðuna sem
staðfestingu þess, að skrið vallarfoxgrass sé ágæt
vísbending um meltanleika þess. Aðrar grastegundir munu
almennt vera með lægri meltanleika á þeim tíma sem
vallarfoxgras skríður.
Sumarið 1979 var kalt og var vöxtur vallarfoxgrass um
tveim vikum seinna á ferðinni en 1980, en náði þó sama
hámarki síðsumars. Jafnmiklu munar hve, sami meltanleiki
fannst síðar að sumrinu 1979 en 1980. Má segja að
meltanleikinn hafi verið hinn sami við sömu sprettu bæði
ár in.
Á því tímabili, sem hér var tekið til uppgjörs, fellur
meltanleiki vallarfoxgrass að mestu línulega. Umtalsverð
frávik frá beinni línu fundust þð 1 tilraun nr. 440-77
sumarið 1979. Þetta atriði hefur þð ekki verið fullkannað í
uppgjöri.
Um aðrar tegundir en vallarfoxgras skiptir nokkuð I tvö
horn, hvort meltanleikinn er jafnt fallandi með tíma eða
ekki, þ.e. hvort frávik finnast frá beinnar línu sambandi.
Þau frávik, sem eru frá beinni línu, eru að jafnaði
ðregluleg fremur en að fall meltanleikans sé vaxandi eða
minnkandi með tlma (2. gráðu líking).