Ráðunautafundur - 12.02.1983, Blaðsíða 29
89
5. Vaxtarhraði lamba.
Tafla 7 sýnir vaxtarhraða lamba frá fæóingu til rúnings*
Einlembingar i 2. og 4. flokki uxu marktækt hraðar en ein-
lembingar i 3. flokki (u.þ.b. 20 g/dag), en ekki var raunhæfur
munur á einlembingum i l.,2. og 4. flokki. Hvað tvilembinga
snertir var vaxtarhraóinn mestur i 4. flokki, 276 g/dag,
samanborið við 255-260 g/dag í hinum flokkunum, og er sá
munur marktækur (p < 0.01). Þegar öll lömb eru umreiknuó í
tvilembinga er vaxtarhraðinn í 4. flokki 22 g/dag meiri en
i 3. flokki (p < 0.01) og að jafnaði 13 g/dag meiri en í 1.
og 2. flokki (p < 0.05). Rétt er að benda á, að vaxtarhraði
einlembinga i 2. flokki, sem fékk 500 g af fóðurblöndu á
dag eftir burðinn, var 17 g/dag (p < 0.05) meiri en í 3.
flokki, sem aldrei fékk annað en töðu. Aftur á móti var nær
enginn munur á vaxtarhraða tvilembinga i sömu flokkum. Þannig
virðist þessi fóðurblönduskammtur hafa nægt sem uppbót á
ónóga vetrarfóðrun fyrir einlembur en ekki tvílembur.
Raunhæft samspil reyndist vera milli árs og burðar (einl.
tvil.), þ.e. vaxtarhraói einlembinga var nánast hinn sami
öll árin, en marktækur munur kom fram á tvílembingum, sem uxu
best sumarið 1980. Þetta er glöggt dæmi um það, hve einlemb-
ingar eru ónæmari fyrir umhverfisáhrifum en tvílembingar.
Tafla 8. VAXTARHRAÐI LAMBA EFTIR RPNING.
Öll lömb reiknuó sem tvilembingar. Leiðrétt
fyrir sömu þáttum og i töflu 7.
EFTIR FLOKKUM Ahrif Ara
Flokkur Tala g/dag Ar Tala q/dag Raunh.+
1 158 238+3.4 1980 210 233+3.0 a
2 161 234+3.5 1981 201 242+3.4 b
3 161 231+3.6 1982 235 228+2.9 a
4 166 235+3.4 Samt. 646 235+1.8
Mismunandi bókstafir tákna raunhæfan mun (p < 0.05) milli
flokka.