Ráðunautafundur - 12.02.1983, Blaðsíða 87
147
hverri, meltanleiki 20. júlí, sem er að jafnaði nálægt miðju
athuganatíma, og meltanleiki við skrið, þar sem skriðdagur
féll innan eða nærri athuganatímanum og var þekktur. Þess
skal getið, að skriðdagur hefur verið misvel ákvarðaður og
sjálfsagt ekki alltaf með sama mðti.
í tilraun nr. 440-77 og 515-80 er notað meðaltal
tveggja fyrri áburðartímanna, en þeim seinasta sleppt, og
þess vænst, að með því fáist tölur sambærilegri við aðrar
tilraunir.
í töflunni er gefin tölfræðileg nákvæmni hinna ýmsu
stærða, sem þar eru reiknaðar. Ekki er hún þð alltaf fundin
með sama mðti. í niðurstöðum frá Gunnari Ólafssyni og
Jðhannesi Sigvaldasyni (1976, tölur lesnar af línuriti) er
eingöngu við frávik frá beinu línunni að styðjast við mat á
skekkjunni. Hið sama á við um 440-77, þðtt þar sé unnt að
koma við öðru uppgjöri, en I tilraunum nr. 515-80 og 509-80
er eingöngu notuð tilraunaskekkja. í þeim var meltanleikinn
ákvarðaður á sýni af hverjum reit, þannig að um
endurtekningar í venjulegum skilningi er að ræða.
Aðferðirnar eiga þð að gefa sömu niðurstöðu, þegar
meltanleikinn fylgir I raun beinni línu, en annars gefur
fyrri aðferðin hærra mat á skekkju og væntanlega réttari.
Tilraun nr. 269-70 hefur nokkra sérstöðu, þar sem tekið
er meðaltal mælinga á tveimur stofnum I tilraunum á þremur
stöðum og I tvö ár á tveimur stöðum og þrjú ár á einum stað
(aðeins annar stofninn eitt árið). Rlkjandi þáttur 1 matinu
á skekkju þess stuðuls er breytileiki hans milli tilrauna og
frá ári til árs. Er það skýringin á þvl, hve há skekkjan á
honum er. Önnur meðalfrávik sýna einungis þá ðvissu I mati
á meltanleikafalli sem er vegna ðöryggis I sýnatöku og
mælingu á meltanleika og e.t.v. vegna frávika frá beinni
llnu.