Ráðunautafundur - 15.02.1993, Blaðsíða 13
5
Lyfjanotkun
Oft er á það bent að í nútíma búfjárrækt, og þá einkum í þeim greinum hennar þar sem þröngt
er á dýrunum og kröfur eru gerðar til hámarksafurða ("intensive" ffamleiðsla), séu mun meiri
sjúkdómavandamál og lyfjanotkun en þar sem rúmt er á gripunum í húsi eða á beitilandi
("extensive" framleiðsla). í lífrænni eða umhverfisvænni búfjárrækt er leitast við að halda
lyfjanotkun í lágmarki með góðri umhirðu, hreinlæti og skynsamlegum búskaparháttum, hvort
sem er á húsi, t.d. með því að láta ungviði ekki fara á mis við mótefni úr broddmjólk
móðurinnar, eða á beitilandi, t.d. með skiptibeit til að draga úr hættu á ormasýkingu (10). Með
öðrum orðum þá er lögð áhersla á fyrirbyggjandi aðgerðir til að tryggja sem best heilsufar.
Notkun lyfja til að örva vöxt og breyta vefjahlutfóllum eða auka mjólkumyt hefur víða erlendis
vakið upp harða gagnrýni, ekki síst meðal neytenda. Notkun vaxtarhvetjandi efna á borð við
sýklalyf (antibiotics) mun vera all útbreidd, t.d. í svínarækt, og ýmiss konar hormónar
(steroids) hafa verið notaðir m.a. við nautakjötsframleiðslu, bæði með og án leyfis stjómvalda.
Um þessar mundir er mikið rætt um útbreiðslu nokkurra ólöglegra lyfja í búfé, svo sem hins
vaxtarhvetjandi clenbuterols og hormóna sem auka mjólkumyt (BST). Fregnir ffá Svíþjóð og
fleiri löndum herma að veruleg smyglstarfsemi sé í gangi í Evrópu með þessi efni (22). Af
margvíslegum erlendum heimildum má ráða að verksmiðjubú séu helstu notendur lyfja og
hormóna. Reyndar virðast flestir vankantar nútíma búfjárframleiðslu endurspeglast í
verksmiðjubúskap (12, 23) en hér að ffaman hefur verið vikið að sumu því sem helst er
gagnrýnt. Auk þess má ætla að hætta á mengun og útbreiðslu sjúkdóma á borð við Salmonellu
aukist eftir því sem búin stækka og fleiri gripir em saman komnir á einum stað.
Annað
Hér hefur aðeins verið stiklað á stóm og margt fleira mætti tilgreina sem talið er gagnrýnivert í
nútíma búfjárrækt Ég minni einkum á tvennt sem oft veldur áhyggjum þeim sem láta sig varða
vemdun og velferð dýra. Annars vegar er það flutningur og hins vegar slátrun búfjár. Víða
erlendis er búfé flutt til slátmnar um langan veg, jafnvel á milli heimsálfa, og mun aðbúnaður
ekki ætíð sem skyldi. Fækkun sláturhúsa er sums staðar áhyggjuefni. Langflutningar fara því
vaxandi, bæði innan landa og á milli þeirra. Dýravemdarsamtök í Bretlandi reyna nú að fá
stjórnvöld til að banna flutning búfjár til slátmnar á meginlandi Evrópu og jafnffamt vtija þau
að reglur um flutninga innanlands verði hertar. Sömu aðtiar gagnrýna iðulega aðbúnað í
sláturhúsum og aðferðir við slátrnn svo sem þær sem tengjast trúarlegum athöfnum. Af öðmm
baráttumálum umhverfisvemdarsamtaka víða um lönd sem tengjast búfjárrækt á einn eða annan
hátt mætti nefna gagnrýni á notkun dýra við tilraunir og andstöðu við nýbúgreinar á borð við
fiskeldi og loðdýrarækt, bæði vegna dýravemdar- og mengunarmála.