Ráðunautafundur - 15.02.1993, Blaðsíða 261
253
Nokkrar breytingar urðu á röð stofnanna miðað við röð við merkingu, en sömu stofnamir
héldu þó forystunni að Laxárvatnsstofninum undanskildum. Ölvesvatnsstofninn bar af allan
tilraunatímann og virtist halda yfirburðum í vexti út tímabilið. Eini hópurinn sem sýndi
sambærilegan vöxt er þrílitna bleikjan, sem óx mjög vel eftir merkingu en náði þó ekki sama
þunga og Ölvesvatnsstofninn í lokin. Aðrir stofnar sem sem héldu góðum vexti allan tímann
voru Grenlækjarbleikja, Hólableikja og Litluárbleikja sem voru einnig næsthæstir við
merkingu. Ennfremur sýndu stofnar úr Hrútafjarðará, Miðfjarðará og Eldvatni góðan vöxt og
bættu stöðu sýna í samanburðinum miðað við merkingarþunga. Sunnlensku stofnamir úr
Brúará og Soginu komu mjög illa út úr samanburðinum á öllum tímum.
Sáralitlar breytingar urðu á þungaröð stofnanna frá október ’91 og fram í júlí ’92,
enda sýnir uppgjör á vexti á því tímabili sérstaklega óveralegan mun milli stofna.
í 8. töflu era dreifniliðir fyrir stofna og víxlhrif (interaction) milli stofna og stöðva í
uppgjöri á þunga. Þar er einnig sýnt hversu hátt hlutfall þess breytileika sem eftir er þegar
búið er að fjarlægja áhrif stöðva og upprana, skýrist af stofnamun og víxlhrifum stofna og
stöðva.
8. tafla. Dreifniliðir (variance components) í uppgjöri á þunga og vexti bleikjustofna
ásamt hlutfalli breytileika sem skýrist af hveijum þætti.eftir að leiðrétt hefur verið fyrir
stöðvamun og uppruna seiða.
Þáttur Október ’91 Þungi Júlí ’92
Dreifnil. Skekkja % breytil. Dreifnil. Skekkja % breytil.
Stofh 0,2173 0,08382 34,76 02050 0,08103 2727
Stofn x stöð 0,02234 0,004565 4,00 0,03543 0,009287 5,70
Leifar 02259 0,004236 02640 0,007650
Þáttur Október ’91 Vöxtur frá merkingu Júlí ’92
dreifnil. skekkja % breytil. dreifnil. skekkja % breytil.
Stofn 0,1344 0,05264 26,16 0,1442 0,05839 21,0
Stofn x stöð 0,02519 0,004915 5,43 0,03971 0,009947 6,85
Leifar 0,1957 0,003669 02472 0,007166
Allar tölur eru reiknaðar á ln skala.
Dreifniliðir fyrir stofna era svipaðir á báðum vigtunartímum en skekkja (dreifniliður leifa) er
hærri í júlí bæði fyrir vöxt og þunga og stofnaáhrifin því hlutfallslega minni í júlf. Munurinn
stafar af áhrifum kynþroska sem farið var að gæta í júlí. Þegar föst hrif af kynþroskaeinkunn
í október vora tekin inn í líkanið í uppgjöri á vexti fram í júli, lækkaði skekkja um 14% og
dreifniliður fyrir stofna hækkaði um 12%. Sama og engar breytingar urðu á dreifniliðum í
uppgjöri fyrir október við það að taka inn áhrif kynþroskaeinkunnar.
Breytileiki sem skýrðist af stofnamun var hlutfallslega hærri fyrir uppgjör á þunga en
vexti, sem er eðlilegt þar sem stofnamunur var veralegur við merkingu. Breytileiki vegna