Ráðunautafundur - 15.02.1993, Blaðsíða 128
120
verið settar upp um 1928. Bændur hafa unnið að sumum þessara verkefna með Land-
græðslunni eða Landgræðslan styrkt bændur til aðgerða, m.a. með því að láta þeim í té
girðingarefni, en bændur síðan séð um uppsetningu girðingarinnar og um sjálfa uppgræðslu
landsins. Segja má almennt, að ffam til þess tíma að áburðarflugið hefst, um 1958, sé enginn
föst regla hvemig þetta var unnið. Oft lét Landgræðslan fræ og áburð á móti vinnuframlagi.
Eftir að áburðarflugið kom til sögunnar margfaldaðist afkastagetan og tilkoma Þjóðargjafar-
innar 1975-1979, gerði það kleift að takast á við miklu stærri verkefni en áður. Þá tekst
samvinna Landgræðslunnar við mörg sveitarfélög hér í sýslu um áburðardreifíngu á afrétti og
heimalönd og dæmi þess að einstakir bændur tengdust þessu samstarfi beinL Aðalreglan var
sú, að Landgræðslan styrkti áburðarkaup með tonni á móti tonni, lét í té ffæ, væri þess þörf, og
sá um að dreifa áburðinum með flugvél. Fyrir um þremur ámm hóf Landgræðslan að bjóða
bændum að styrkja þá til ræktunar bithaga í heimalöndum. í fyrstu var þetta aðeins hjá fáeinum
útvöldum, en á sl. sumri var þetta mjög almennL Þá tóku 47 bændur þátt í þessu starfi. Dreift
var 140 tn af tilbúnum áburði og var mest magn á býli 8 tn. í þessum viðskiptum fá bændumir
greitt ffamlag kr. 25.000,00 frá Landgræðslunni á helming þess áburðar sem dreift er. Þá
greiðir Landgræðslan kr. 10.000,00 á tonn vegna flutnings og vinnu við dreifíngu áburðarins.
Er það greitt eftir að staðfesting berst frá bónda, að dreifingu sé lokið. Ennfremur leggur
Landgræðslan til fræ, þar sem þess er þörf. Áburðarmagn á ha er 200-250 kg og fræmagn um
40 kg af húðuð ffæi. Mest er notað af túnvingli, vallarsveifgrasi, beringspunti og snarrótarfræi.
Land það sem er valið í þessa ræktun er að mestu gróðurvana. Tilgangurinn er að gera
bændum kleift að hafa fé lengur í heimalöndum og létta þar með beitarálagi á afréttum og
viðkvæmum gróðurlendum. Ekki er fast form á því hvemig bændur komast inn í þetta
samstarf. Þeir geta annað hvort snúið sér til búnaðarsambandsins um milligöngu eða að þeir
snúa sér til beint til Landgræðslunnar eða hún til þeirra. Á síðustu tveimur áratugum hefur
verið vaxandi skilningur meðal bænda á gróður- og landvemd. Ég tel, að þeir bændur séu í
miklum meirihluta, sem í dag vinna að uppgræðslu og landvemd með einum eða öðmm hætti.
Heymoði og heyrusli er ekið á ógróið land. Mörg dæmi er um að búfjáráburði sé dreift á
ógróið land og til em bændur, sem hafa það fyrir reglu að fara þannig með allan sinn
búfjáráburð. Árangur þessa starfs er líka mjög góður. Umhverfi bæjanna breytir um svip og
afrakstur uppgræðslunnar skilar sér í vasa bóndans í auknum fallþunga dilka og gerir unnt að
stytta beitartíma í affétti og á viðkvæmum beitilöndum.
Á liðnum ámm hefur búnaðarsambandið komið að fjölmörgum málum með Land-
græðslunni. Hest þeirra hefur tekist að leysa á farsælan hátt, þar sem fúilt tillit hefur verið
tekið til hagsmuna landsins og þess fólks, sem nýtir það hveiju sinni.
Auðvitað er ekki alltaf hægt að gera allt á þann veg, sem hugurinn stendur til hveiju
sinni. Ræður þar mestu, að fjármagn er oft naumt skammtað. Mestu skiptir samt, að unnið sé í
samráði við fólkið í hémðunum, þá lætur árangurinn sjaldnast á sér standa.