Ráðunautafundur - 15.02.1993, Blaðsíða 69
61
FORSAGA VERKEFNIS OG FYRRIMÆLINGAR
Verkefni þetta má rekja til ársins 1980 er Danir og Svíar hófu samvinnu um mælingar á málmum
í mosasýnum sem safnað var í Svíþjóð, Danmörku og á Grænlandi. Markmið þeirra var að
ákvarða styrk þungmálma í þurrlendisumhverfi í þessum löndum og að staðsetja helstu
uppsprettur þungmálmamengunar. Niðurstöðumar voru síðan bomar saman við sambærilegar,
eldri rannsóknir frá Noregi, Danmörku, Finnlandi, Vestur-Þýskalandi og Póllandi. Samanburður
niðurstaðna þessara rannsókna reyndist erfiður vegna þess að aðferðir voru ekki nægilega vel
samræmdar, t.d. var ólíkum mosategundum safnað og þá var söfnunartími breytilegur. Nauð-
synlegt var því að samræma aðferðir og var unnið að því af nefhd sem starfar á vegum Norrænu
ráðherranefndarinnar. Skipaðir voru sérfræðingar frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð
til að vinna það verk.
Árið 1985 var aftur farið út í víðtæka mosasöfnun og var þá reynt að sníða af helstu
agnúana sem áður höfðu komið í ljós. Að þessu sinni var aðeins safnað tveimur mosategundum,
Hylocomium splendens (skógatildri) og Pleurozium schreberi (hnsamosi), sem báðar eru
þurrlendistegundir og fmnast í skógum og á heiðum. Sýnataka fór eingöngu fram að sumarlagi
og var söfnunin mun víðtækari en áður, en hún náði til Danmerkur, Grænlands, Svíþjóðar,
Finnlands, Noregs, Svalbarða og norðurhluta Vestur-Þýskalands. Sumarið 1983 safnaði
danskur rannsóknamaður 14 mosasýnum hér á landi vegna þessa verkefnis. í mosunum var
síðan mælt arsen, blý, jám, kadmíum, kopar, króm, kopar, nikkel, vanadfum og zink.
Niðurstöður komu út í skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar árið 1987 (Ruhling o.fl. 1987) og
birtist þar í fyrsta sinn heildaryfirlit um magn þungmálma í þurrlendisumhverfi á Norðurlöndum.
Sýni ffá íslandi voru þó of fá til að draga upp mynd af styrk og útbreiðslu þungmálma á
þurrlendi hér á landi, en meðaltöl voru birt í töflu.
Aðferðir sem beitt var við verkefnið 1985 reyndust vel og var ákveðið að endurtaka
söfnunina með sama sniði árið 1990. Jafnframt skyldi stefnt að því að víkka söfnunarsvæðið út
til vesturhluta Sovétríkjanna og að fá ísland til fullrar þátttöku.
Nokkrar aðrar mælingar hafa verið gerðar á magni þungmálma f mosum hér á landi.
Árið 1978 söfnuðu þýskir vísindamenn sýnum af mosunum Racomitrium lanuginosum og R.
canescens, einkum af Reykjanesi og svæðinu kringum Reykjavík, en einnig af suðvesturlandi
austan Hellisheiðar og af hálendinu meðfiram Kjalvegi allt norður á Auðkúluheiði. í þessum
sýnum var mælt blý, jám, kadmíum, kopar, króm, mangan, nikkel og zink, auk nokkurra
mengandi kolvetnisefnasambanda (Schunke og Thomas 1983, Thomas og Schunke 1984). í
nágrenni við Grundartanga í Hvalfirði var árið 1978 safnað sýnum af mosunum Racomitrium
lanuginosum og Hylocomium splendens og einnig vora tekin þar jarðvegs- og úrkomusýni.
Sýnatakan fór fram áður en málmblendiverksmiðjan tók til starfa á Grandartanga og var liður í
mengunareftirliti. í öllum sýnunum vora mældir málmamir blý, jám, magnesíum, mangan,
natríum, nikkel, kadmíum, kopar, króm og zink (Jón Eldon 1983).