Ráðunautafundur - 15.02.1993, Blaðsíða 53
45
græðlingamir meðhöndlaðir 2-svar sinnum á græðlingabeði (undir plasti) og síðan úðað
vikulega eða 2. hveija viku. Áður en sveppnum er úðað, er úðað yfir plöntumar með
hreinu vatni, til að auka loftrakann.
I Svíþjóð hefur gefist vel að vökva undir borðin með koparsúlfati (þ.e. snefilefnaáburður)
til að drepa lirfur sem falla til jarðar. Miða mætti við að vökva út 4 g á og að nota
mikið vatnsmagn.
7.4. Sníkjuvespa og "ránmý" gegn blaðlús
Snikjuvespa:
Fullvaxnar sníkjuvespur (Aphidius matricariae og A. colemani) eru um 2 mm langar, með
grannt rnitti og langa fálmara. Báðar þessar tegundir eru fjöldaframleiddar til notkunar gegn
blaðlús í gróðurhúsum og líkjast hvor annarri mjög mikið, þannig að erfitt er að greina þær í
sundur. Auðveldast er að greina þær í sundur á "múmíunum", þar sem múmíur A. matricariae
em glansandi og ljósbrúnar, en múmíur A. colemani em Ijósbleikar. Þessar tvær tegundir
sækja dátitið misjafnlega í mismunandi tegundir blaðlúsa. Báðar ráðast þær á ferskjublaðlús,
en A. colemani hefur auk þess reynst þokkalega gegn gúikublaðlús (Aphis gossypii), t.d. í
pottaplöntum í Svíþjóð.
Sníkjuvespan verpir eggjum sínum inn í blaðlýsnar og fer allur þroskunarferillinn fram
inni í lúsunum. Sýkt blaðlús bólgnar út og litur hennar verður gráleitur. Gera má ráð fýrir að
hvert kvendýr veipi um 100 eggjum sem ná að þroskast í fiillvaxin dýr við góðar aðstæður.
Þroskunarferillinn frá eggi yfir í fullvaxta dýr tekur bara 13,5 sólarhringa við 21 C. Æskilegur
hiti er á bilinu 13-21°C, en við hærri hita en 21°C dregur úr varpi vespunnar.
Sníkjuvespan er seld sem sýktar múmíur, oft í flöskum. Hægt er að láta flöskuna
standa opna á gólfinu á skuggsælum stað, eða hengja hana upp, þannig að vespumar fljúgi upp
úr henni eftir því sem þær klekjast ÚL Einnig mætti hella innihaldinu á litlar skálar, sem stæðu í
skugga undir plöntunum. Sníkjuvespan þolir mörg plöntulyf illa (sjá töflu).
"Ránmý":
Fullvaxið ránmý er um 3 mm langt og líkist litlu bitmýi Fullvöxnu dýrin lifa á hunangssafa, en
oft er erfitt að sjá þau því þau eru mest á feiii á nóttunnL Kvendýrin verpa eggjum sínum inn í
blaðlúsaþyrpingar og verpir hvert kvendýr um 100-150 eggjum. Lirfumar era "orange" litaðar
(og stundum gulleitar), 2-3 mm langar þegar þær em fullvaxnar og em án greinilegs höfuðs og
bols. Nýklaktar lirfur leita uppi blaðlýs og drepa þær með því að sjúga sér næringu úr þeim.
Lirfumar geta líka sprautað eitri inn í blaðlýsnar og drepið þær, án þess að sjúga sér næringu úr
þeim. Hver lirfa þarf á um 10 blaðlúsum að halda fyrir þroska sinn, en ekki er óalgengt að
hver lirfa drepi 20-80 blaðlýs (mismunandi eftir stærð lúsanna). Kjörhiti er 23°C, en við þann
hita ljúka lirfumar 4 lirfustigunum sínum á um 5 dögum. Við langan dag gengur púpunin
hraðast fyrir sig (10-14 dagar). Ránmýið fer í dvala þegar daglengdin er undir 16 klst, en
mjög litla lýsingu (1,2-2 W/m^) þarf til að dýrin nemi það sem langan dag.