Ráðunautafundur - 15.02.1993, Blaðsíða 156
148
skeiðin. Þegar notuð er aldursflokkun kúnna í árum voru allar kýr átta ára og eldri settar í
einn flokk. Við greiningu á áhrifum tímalengdar frá burði var tími ffá burði flokkaður eftir
mánuðum og allar kýr þar sem þessi tímalengd var orðin 11 mánuðir eða meira settar í einn
flokk.
Rétt er að vekja athygli á því að mæling á frumutölu er stærð sem á engan hátt hefur
normaldreifingu heldur dreifíngu sem er mjög skekkt þar sem skalinn teygist mjög langt með
tillití til hærri gilda. Þessar mælingar eru því í eðli sínu fremur margfeldismælingar. Þegar
unnið er úr slikum tölum er þess vegna mikið notað að umbreyta tölum og vinna með
lógaritma mælinganna í stað mæligildanna sjálfra. Úrvinnsla á því formi sýnir oft mun skýrar
hin eðlilegu áhrif ýmissa þátta. í þessari athugun er því unnið með bæði formin, þ.e. mælingar
á ffumutölu og logaritma mælinganna.
HLUTFALLSLEG ÁHRIF EINSTAKRA ÞÁTTA
I 2. töflu er gefið yfirlit um hlutfallsleg áhrif einstakra þátta í módelinu á frumutölu. Þar sést
að allir þættir hafa raunhæf áhrif til skýringar. Áhrif búa eru mikil sem sýnir að þættir í
umhverfi á búunum hafa gríðarlega mikil áhrif. Ætla má að þar sé munur á milli búa í
júgurbólgusmiti lang mest ráðandi þáttur þó að þættir eins og breytileiki í förgun gripa og
ýmsir fleiri hafi þar vafalítíð einnig áhrif. Gífurlega mikil áhrif koma fram ffá einstökum
gripum innan búa. Af skilgreindum kerfisbundnum þáttum er það aldur kúnna sem hefur
langsamlega mest áhrif. Þessar tölur gefa nokkuð líka mynd og Emanuelson fékk í
hliðstæðum rannsóknum í Svíþjóð.
2. tafla. Fervikagreining á frumutölu og logaritma hennar. Eftir hreinsun.
Df Frumutala F % breytileiki Logfrum. F %breytileiki
Bú 49 12,082*** 5,62 14,562*** 7,63
Kýr:bú 3.027 3,671*** 28,76 4,568*** 32,38
Manfb 10 2,986*** 0,08 7,325*** 0,17
Aldurár 6 153,769*** 2,39 266,232*** 3,74
Nyt lin 1 333,941*** 0,86 322,094*** 0,75
Nyt quad Skekkja 1 23.574 78,315*** 0,20 46,915*** 0,11
AHRIF TIMALENGDAR FRA BURÐI
Þessi áhrif voru metin með að flokka tímalengd frá burði að mælingu frumutölu í mánaðabil.
Þegar unnið var með módel þar sem aldur var mældur í árum og einnig var tekið tillit til
nythæðar, mældust áhrif af þessum þætti hverfandi Ktil og þau voru á engan hátt regluleg.
Þegar hins vegar var unnið með tölur flokkaðar eftir mjólkurskeiðum koma fram meiri áhrif og
þau áhrif eru þá orðin mjög regluleg þannig að ffumutala hækkar eftír því sem Iíður frá burði.
Þennan mun virðist erfitt að skýra nema sem bein aldursáhrif í seinni greiningunni vegna þess