Ráðunautafundur - 15.02.1993, Blaðsíða 127
119
Skógræktín studdi þetta framtak. Bæði með framlagi tíl girðinga eða með plöntum. Við
setningu laga um nytjaskógrækt frá 17. maí 1984, opnast leið fyrir Skógrækt ríkins að styrkja
þá sem vilja koma upp Ujálundum á landi sínu og ekki eiga kost á stuðningi skv. öðrum
greinum laganna. Þessi styrkur má nema 30 hundraðshlutum af girðingarkostnaði á hvem
lengdarmetra í girðingu. Þá segir í þessum lögum: í þeim héruðum landsins, þar sem
skógræktarskilyrði eru vænleg, styrkir ríkissjóður ræktun nytjaskóga á bújörðum, eftir því sem
fé er veitt á fjárlögum hveiju sinni og nánar í ákvæðum þessa kafla, enda verði skógræktin
þáttur í búskap bænda eða jarðeiganda.
Síðan er kveðið á um að styrkur þessi megi nema 80 af hundraði stofnkosmaðar við
undirbúning skógræktarlandsins, þ.m.t. girðingar og vegagerð, plöntur og gróðursetning. f 30.
gr. sömu laga segir ennfremur: Skógrækt ríkins hefur yfirumsjón með ræktun nytjaskóga sem
stofnað er til samkvæmt lögum þessum. Nefnd þriggja manna skal vera Skógrækt ríkisins til
aðstoðar við undirbúning og framkvæmd skógræktaráætlunar skv. a-lið 25. gr. Skal nefndin
skipuð fulltrúum Skógræktar ríkisins, viðkomandi búnaðarsambands og skógræktarfélags, enda
sé félagið aðili að Skógræktarfélagi Islands. Fulltrúi Skógræktar ríkisins skal vera formaður
nefndarinnar. Eftir þessum lögum hefur síðan verið unnið á þann veg, að nefnd heimaaðila
skiptir úthlutuðu fé milli nytjaskógabænda, sem áður hafa verið samþykktir af nefndinni og
Skógrækt ríkisins. Árið 1985, sem var fyrsta árið sem unnið var eftir þessum lögum, var
fjármagn til ráðstöfunar á svæði Bsb. Suður-Þingeyinga kr. 400.00,00, en á sl. ári var
heildarfjárveitíng kr. 1.520.352,00, þar af fóru kr. 1.044.000,00 til kaupa á 41.750 plöntum, en
kr. 476.352,00 voru greidd í vinnulaun. Plantað var í 16,0 ha hjá 9 bændum. Á síðasta ári var
vinnureglum breytt á þann veg, að nú verða væntanlegir skógabændur sjálfir að girða lönd sín,
en fá úthlutað plöntum og fá greitt fyrir vinnu við útplöntun.
Samstarf milli Skógræktar ríkisins og heimaaðila hefur alla tíð verið mjög gott. Náið
samstarf er um sameiginlega hagsmuni beggja aðila og skipulega unnið að málum af hálfu
Skógræktarinnar og mikill áhugi þeirra um að hafa samráð við aðila búnaðarsambands og
skógræktarfélags um málefni sem snerta hagsmuni þessara aðila.
Samskipti Landgræðslunnar, bænda og búnaðarsambands, hafa löngum verið mikil og
samstarf þessara aðila, lengst af mjög náið og gott. Þó má um það segja, að formfesta yfir því
samstarfi er ekki með sama hætti og í samskiptum okkar við Skógræktina.
Samskipti bænda og Landgræðslunnar á sér langa sögu í þessu héraði (Suður-
Þingeyjarsýslu).
Suður-Þingeyjarsýsla er á eldfjallasvæði og jarðvegur þar víða mjög þurr og fokgjam.
Sandur, sem á upptök sín norðan Vamajökuls, blandaður gosefnum, berst norður yfir landið,
og hefur í tímans rás valdið stórfeldu tjóni á afréttum og heimahögum.
Mikil vamarbarátta hefur verið unnin. Landgræðslan hefur á löngu tímabili komið upp
26 landgræðslugirðingum í sýslunni, flestum í Mývatnssveit Fyrsm girðingamar munu hafa