Ráðunautafundur - 15.02.1993, Blaðsíða 309
301
erlendar niðurstöður (t.d. Burtt og Hill 1990). Meltanleiki grass reyndist 64,6% (4. mynd).
Meltanleiki trénis, sýruþvegins trénis, lífræns efnis og sykra í lúpínunni sýndu þetta sama
mynstur. Hjá ösku, próteini, fitu og sápuþvegnu tréni var meltanleikinn hæstur í júnflúpínunni.
Þessi munur var marktækur hjá próteini (P<0,001), tréni (P<0,001), sápuþvegnu tréni (P<0,05),
sýruþvegnu tréni (P<0,05), lífrænu efni (P<0,001) og sykrum (P<0,05) (5. mynd).
f lúpínum eru efnasambönd sem
tilheyra beiskjuefnum (alkaloids). Þar er
á ferðinni afar fjölskrúðugur flokkur
vamarefna lúpínunnar, sem inniheldur nú
vel yfir 6000 þekkt efnasambönd (Ralphs
og Wifliams 1988, Wink 1983, Waller og
Nowacki 1978). Beiskjuefni í plöntum
hafa m.a. verið skilgreind sem beisk efni
sem innihalda kolefnishringi og
köfnunarefni, og hafa lífeðlisfræðileg
eða lyfjafræðileg áhrif á dýr (Waller og
Nowacki 1978). Má benda á beiskjuefnin kaffein, nikótín, morfín og stryknín, en margir
þekkja verkan þeirra af eigin raun - eða annarra. í lúpínunni eru svokölluð kínólín beiskjuefni
(quinolizidine alkoloids). Grunneinkenni þeirra er kfnólínhringtengt köfnunarefni. Þessi
flokkur beiskjuefna hefur verið talinn svo einkennandi fyrir lúpínuættkvíslina að hann er oft
nefndur einu nafni "lúpínubeiskjuefni", þó þau megi finna víðar, ta.m. í kartöflum (Keeler
1989). Hér hafa fundist allt að átta mismunandi beiskjuefni í alaskalúpfiiunni, þijú þeirra eru
þekkt, lúpanín, spartein og 17-OH lúpanín, en ekki er vitað með vissu hver hin fimm eru.
Öruggt má telja að þar séu á ferðinni afleiður lúpaníns (Sigurður Ingason, munnlegar
upplýsingar).
Beiskjuefni teljast öll eitruð. Reynt hefur verið að raða þeim eftir því hversu eitruð þau
eru og telst lúpanín þeirra eitraðast en spartein kemur næst í röðinni (Jécsai o.fl. 1986).
Banvænn skammtur hryggdýra hefur verið áætlaður um 300 mg/kg (Gordon og Henderson
1951) en munur á milli tegunda er vafalaust mjög mikill. Þekkt eituráhrif lúpínu eru
lystarleysi, minnkuð fijósemi, fósturskaðar, krampar, örmögnun, tímabundin lömun, óreglulegur
andadráttur og truflun miðtaugakerfis, sem lýsir sér t.d. í banvænni öndunarlömun (Bourke
1992, Panter o.fl. 1992, Yanai 1990, Gordon og Henderson 1951). Hér á landi eru engin þekkt
dæmi um dauða búfjár af völdum lúpínu, og ekki Ifldegt að svo verði. Ástæðumar eru m.a.