Ráðunautafundur - 15.02.1993, Blaðsíða 316
308
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1993
Haustfóðrun feitra sláturlamba
Bragi Líndal Ólafsson
og
Emma Eyþórsdóttir
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
INNGANGUR
Sem kunnugt er fellur hluti sláturlamba í verði á hveiju hausti vegna of mikillar fitu. Á síðustu
fimm árum hafa að meðaltali ríflega 10% af dilkakjötsframleiðslunni í landinu flokkast í
svokallaða fituflokka, þ.e. DIB og DIC (1. tafla). Á sumum landsvæðum getur þetta verið
verulegt vandamál, ekki síst þar sem rúmt er í högum og beitiland gott. Til þess að forðast verð-
fellingu hefur helsta ráðið verið að slátra lömbunum yngri, það er að segja áður en fitusöfnun
á skrokk verður veruleg, annað hvort með því að seinka sauðburði eða hefja slátrun fyrr.
1. tafla. Skipting dilkakjötsframleiðslu 1988-1992 á undirflokka í DI.1'
% af dilkakjötsframleiðslu
Flokkur 1988 1989 1990 1991 1992 Verð haust 1992 kr/kg
DI* 8,00 5,40 3,41 3,01 2,41 429,35
DIA 77,31 78,85 76,52 75,44 78,79 422,81
DIB 7,21 8,07 11,00 10,35 8,41 388,00
DIC 1,04 1,18 2,41 2,45 2,04 364,05
1) Byggt á Arbók landbúnaðarins 1989-1992 og upplýsingum frá
Framleiðsluráði landbúnaðarins.
Hugsanlega eru til önnur úrræði. Það er orðið vel þekkt á síðasta áratug að bæði ær
og kýr geta í töluverðum mæli notað orku af fituforða líkamans til mjólkurmyndunar. Hitt
er minna þekkt, og reyndar á rannsóknastigi, að svo virðist sem bæði sauðfé og nautgripir geti
notað orku úr líkamsfitu til próteinmyndunar og þar með vöðvavaxtar (0rskov 1991). Sé
þörfum fyrir uppsogað prótein fullnægt skiptir minna máli þó orkuþörfum sé ekki fullnægt
í fóðri. Ef til vill er rökréttara að líta á skrokkfitu sem eitt form af fóðurorku fremur en
ónýtanlega afurð til ama fyrir neytendur. Samkvæmt þessum kenningum ætti að vera hægt
að megra of feitar skepnur án þess að vöðvar rými og jafnvel ætti vöðvavöxtur að geta átt sér
stað á sama tíma og fita í skrokknum minnkar.