Ráðunautafundur - 15.02.1993, Blaðsíða 46
38
þeirra. Þegar meindýr finnast er staðurinn merktur og nytjadýrum dreift þar eins fljótt og
kostur er og fylgst vandlega með þessum svæðum á næstu vikum.
V. ÞOL NYTJADÝRA GAGNVART PLÖNTULYFJUM
Þegar ákveðið er að beita lífrænum vömum gegn meindýrum, er mjög mikilvægt að gera sér
grein fyrir því, að nytjadýrin eru mun viðkvæmari fyrir plöntulyfjum en meindýrin. Notkunar-
möguleikar plöntulyfja eru því mjög takmarkaðir, sérstaklega þegar notaðar eru fleiri en ein
tegund nytjadýra og mikilvægt að fylgja nákvæmlega ráðleggingum um notkun plöntulyfja.
Hvað varðar þol einstakra nytjadýra gagnvart mismunandi plöntulyfjum vísast til 1. töflu.
Mjög mikilvægt er að hafa í huga, að ýmis lyf geta haft skaðleg áhrif á nytjadýrin í
marga daga og jafnvel vikur eftir meðhöndlun.
VI. STAÐAN OG FRAMTÍÐARHORFUR
Síðastliðið sumar jókust notkun lífrænna vama mjög hér á landi, einkum gegn meindýrum við
ræktun grænmetis í gróðurhúsum. í heild má segja að árangurinn hafi yfirleitt verið
þokkalegur gegn spunamaurum og myndi ég ætla að árangurinn verið mun betri á næsta sumri,
sökum nýrri og hentugri umbúða um ránmaurinn. Árangurinn gegn mjöllús hefur oft verið
góður og einnig all góður gegn blaðlús. Hins vegar er reynsla manna af ránmaur gegn tripsi
blendin. Nokkur dæmi em um mjög góðan árangur og einnig um að ránmaumum hafi
mistekist að meira eða minna leyti.
Ástæður misjafnlegrar reynslu manna geta verið margvíslegar. Algeng mistök era að
meindýrin uppgötvast of seint, þannig að nytjadýrunum er dreift of seint og jafnvel í of litlu
magni. Önnur algeng mistök era þau, að loftslagsþættimir eru ekki sem heppilegastir fyrir-
nytjadýrin, t.d. að loftið sé of þurrt og of heitt í húsunum. Sé rétt að málum staðið, væri oft
hægt að halda spunamaur, tripsi, mjöllús, blaðlús og sorgmýi í skefjum með lífrænum vömum,
en gera má ráð fyrir að blaðlúsin geti stundum orðið erfið viðureignar, svo og blómatrips og
bómullarmjöllús.
Eftir því sem menn hafa náð tökum á lífrænum vömum gegn meindýrum, hefur áhuginn
farið ört vaxandi fyrir því að finna svipaðar lausnir gagnvart sveppasjúkdómum. Sú vinna er
komin talsvert á veg og er megin áherslan enn sem komið er lögð á jarðvegssveppi sem
leggjast á rætur plantnanna. Ástæða þess að þeir eru teknir ffarn yfir sveppi sem leggjast á
blöðin er tvfþætt. í fyrsta lagi virka fá lyf gegn mörgum jarðvegssveppum og því brýnt að
leita annarra leiða. I öðra lagi er jarðvegurinn rakur samanborið við loftið og hentar því
væntanlega betur fyrir þær lífverar sem kæmu til greina í þessum tilgangi. Dæmi um sjúkdóma
sem nú er unnið með að finna lífrænar vamir gegn eru t.d. grámygla, Fusarium, Phytopthora,
Pythium, Rhizoctonia, Selerotinia, Selerotium og Verticiliium. Sumir þessara sjúkdóma
leggjast einkum á plöntur í gróðurhúsum, en aðrir á plöntur utandyra. Sökum þess hve
árangur nytjadýranna er háður umhverfisþáttunum, er helst að vænta árangurs í gróðurhúsum.