Ráðunautafundur - 15.02.1993, Blaðsíða 16
8
kanna, m.a. sem liði í viðleitni til að auka atvinnu og efla byggð í sveitum landsins. Hvað
búfjárræktina varðar sérstaklega vantar eflaust eitthvað á í öllum greinum hennar til að uppfylla
almennar kröfur um "grænan” eða umhverfisvænan búskap, jafhvel í sauðfjárræktinni sem
virðist komast einna næst því að teljast umhverfisvæn eða lífræn búgrein. Að þessu leyti hefur
þróunin í þeirri grein og flestum öðrum verið jákvæð á seinni árum og því er ástæða til
bjartsýni. Meðal framfaraspora má nefha gildistöku laga um búfjárhald nr. 46/1991, setningu
reglugerða við þau lög um aðbúnað og heilbrigðiseftirlit á svúiabúum nr. 219/1991 og um
loðkanínurækt nr. 263/1991, reglugerð við önnur eldri lög um hænsnahald í búrum nr.
125/1986 og um alifuglarækt o.fl. nr. 428/1990, staðfestingu samþykkta fyrir mörg sveitarfélög
um búfjárhald og takmörkun á lausagöngu búfjár að ógleymdri eflingu búfjáreftirlits og
forðagæslu um land allL Mikið hefur verið unnið við endurskoðun dýravemdarlaga nr.
21/1957 og munu ný lög vera væntanleg á næstunni. Þá má nefha að landbúnaðarráðherra
skipaði nefnd fyrir rúmu ári til að undirbúa samningu reglugerðar um aðbúnað og umhirðu
hrossa, brýnt mál sem varðar bæði velferð dýra og gróðurvemd. Á sama tíma og stórlega hefur
dregið úr beitarálagi vegna sauðfjárfækkunar, einkum á viðkvæmustu svæðum landsins, hefur
hrossum verið að fjölga um land allt og tengjast nú flest ofbeitarvandamálin þeirri þróun (31,
32, 33). Þar að auki er meðferð útigangshrossa víða ábótavant, vandamál sem varðar líka
umhverfisvemd (34). Minnt er á Hina íslensku jarðabók sem unnið hefur verið að um skeið
undir forystu Búnaðarfélags íslands og Framleiðsluráðs landbúnaðarins. í hana vantar einkum
upplýsingar um stærð, gæði og beitarþol einstakra heimalanda jarða. Sá upplýsingabanki gæti
m.a. komið að góðu gagni við bætta skipulagnmgu framleiðslunnar með hliðsjón af
umhverfisvemd í anda þess búvörusamnings sem nú er í gildi. Enn meiri áherslu þarf að leggja
á rannsóknir, fræðslu og leiðbeiningar til þess að renna styrkari stoðum undir umhverfisvænan
búskap. Hvað annan opinberan stuðning varðar þarf m.a. að ræða hvort unnt sé að stuðla að
umhverfisvænni landbúnaði með því að ijúfa, a.m.k. að einhvetju leyti, tengsl á milli beinna
stuðningsgreiðslna og ffamleiðslu, t.d. í sauðfjárræktinni, þ.e. með svipuðum hætti og t.d. er
gert í Bretlandi þar sem umhverfisvemd er tengd byggðavemd í æ vaxandi mæli eins og vera
ber (35).
LOKAORÐ
Að lokum bendi ég á að það er mótsagnakennt að reikna stöðugt með því að bændur lækki
framleiðslukostnað eggja, kjöts og mjólkur samhliða kröfum samfélagsins um stóraukna
umhverfisvemd. Það verður ekki lengur vikist hjá því að taka umhverfiskostnaðinn með í
dæmið. Þróun undanfarinna áratuga sýnir að margt í nútíma búfjárrækt, sérstaklega í
verksmiðjubúskapnum, uppfyllir ekki ýmis grundvallarskilyrði umhverfisvænna búskaparhátta.
Skoðanir eru skiptar um ýmislegt sem gagnrýnt er og að sumu leyti er búfjárrækt
umhverfisvænni en hún var fynr á tímum. Við verðum að staldra við og reyna að átta okkur á
stöðunni. Að mínum dómi er opinber umræða um umhverfismál íslensks landbúnaðar alltof