Ráðunautafundur - 15.02.1993, Side 201
193
fyrsta árið, þegar tegundimar voru enn nokkuð hreinar í reitunum reyndist Lavang
vallarsveifgras vera besti svarðamauturinn en Leikvin língresi sá versti. Það kom ekki fram
í heildaruppskemnni því þetta sumar reyndust reitir með Leik túnvingli gefa mesta uppskera.
Áhrif granna vora ekki merkjanleg önnur ár enda gróðurfarið orðið nokkuð einsleitt.
NITURNÁM
Nitur var mælt í uppskeranni öll árin og því er unnt að reikna heildarapptöku niturs. Upptaka
niturs breytist milli ára í samræmi við breytingar á heildarappskera (2. tafla), er fyrsta árið
um 110 kg N/ha, fellur niður í tæp 40 kg N/ha árið 1988 en er orðin 169 kg N/ha árið 1991.
Niturapptakan er að jafnaði minnst á þeim reitum sem oftast vora slegnir.
2. tafla. Heildarupptaka niturs við mismunandi sláttutímameðferð (sjá 1. töflu), hlutfaU smára í heildaruppskeru,
áætlaö %N í smára og nitumám hans.
Sláttu- meðferð 1987 1988 1989 1990 1991 Mt.
A 100 34 55 81 172 88
B 99 37 73 121 167 99
C 127 40 67 92 169 99
Mt. 109 37 65 98 169 96
SED 2,9 2,7 3,4 7,7 6,7
% smári 35,6 5,4 10,2 37,6 54,4 34,6
%N„fri 4,79 4,18 4,61 4,21 4,41 4,37
Nitumám kg/ha 55,2 3,3 12,0 53,6 103,6 42,8
í tilraun sem gerð var á Koipu 1986 reyndist við slátt 14. ágúst hlutfall N í hvítsmára
vera tvisvar sinnum meira en í túnvingli og 87% af N í smáranum var komið úr loftinu
(Friðrik Pálmason, munnl. upplýsingar). Hlutfallið kynni þó að verða annað við aðrar
aðstæður, td. ef fyrr væri slegið. Ef notaðar era þessar niðurstöður er unnt að áætla nitumám
smárans og kemur þá í Ijós að það er um 55 kg N/ha fyrsta sumarið, fellur augljóslega niður
í næstum ekkert annað sumarið en er orðið rúm 103 kg N/ha síðasta árið. Þar sem nitur var
ekki mælt beint í smáranum heldur metið má vera að nitumámið sé eitthvað ofmetið.
Mjög fáar mælingar era til á nitumámi belgjurta hérlendis en nitumám í fóðurlúpínu
hefur mælst á bilinu 2-214 kg N/ha (Friðrik Pálmason, 1986) og í Alaskalúpínu um 40 kg
N/ha (Friðrik Pálmason, munnl. upplýsingar). Venjulegur túnskammtur af tilbúnum áburði
er um 100 kg N/ha og síðasta árið nær smárinn að nema sambærilegt magn niturs úr loftínu.