Ráðunautafundur - 15.02.1993, Blaðsíða 90
82
Aðskotaefnum er skift niður í undirflokka og eru þessir helstir: lyfjaleifar,
klórsambönd þar á meðal PCB-efni, málmar, útrýmingarefni, plöntulyf, örgresilyf, auk efna
eins og sveppaeiturs, geislavirkra efna, plastefna o.þ.l.
í þessum könnunum sem gerðar hafa verið hefur megin áhersla verið lögð á að mæla
þau efni sem mestar líkur eru á að finnist í sláturafurðum. Það eru sýklalyf, sníklalyf (orma-
og baðlyf), þungmálmamir blý, kadmíum, kvikasilfur og arsen, auk vaxtaraukandi lyfja og
hormóna.
Fyrstu mælingar á aðskotaefnum í sláturafurðum á vegum yfirdýralæknisembættisins
hófust 1974, þegar mæld voru klórkolefnissambönd í mör sláturlamba og síðar í mör
fullorðinna kinda. Þetta var gert til að kanna hvort eftirstöðvar baðlyfs fyndust í afurðunum
eftir þrifabaðanir þar sem notað var Gammatox (Lindan). Upp úr 1981 voru svo gerðar
mælingar á magni blýs og kadmíum í lifur og kjöti lamba. Skipulagðar mælingar á
aðskotaefnum í sláturafurðum hófust haustið 1989 og hafa staðið yfir síðan.
Hér á eftir fylgir listi yfir þau efni sem mæld hafa verið síðastliðin 3 ár:
Efni Magngreiningamörk
Thyreostatics 200-400 mg/kg
Zeranol 1 pg/kg
Trenbolon 1 pg/kg
Stilbenes 10 pg/kg
Ivermectin 5 pg/kg
Lífræn fosfórefni <0,01-0,5 mg/kg
Lindan 1 pg/kg
HCB 1 pg/kg
Heptachlor 0,1 pg/kg
Chlordane 1-2 pg/kg
sDDt 5 pg/kg
PCB 10 pg/kg
Efnin sem talin eru upp hér á undan hafa öll verið undir mælanlegum mörkum.
Hæstu gildi sem mæld voru í hveijum flokki:
Þungmálmar
Blý Kadmium Kvikasilfur Arsen
mg/kg mg/kg PPb PPb
Lömb:
Lifur 0,064 0,033 8 <9
VöÖvi <0,01 0,003 <5 <9
Naut:
Lifur 0,087 0,091 30 37
Vöðvi 0,01 0,006 <25 30
Svín:
Lifur 0,024 0,018 51 <30
Vöðvi 0,034 <0,002 34 <9
Hross:
Lifur 0,090 0,028 29 <30
Vöðvi 0,14 0,003 <25 <30