Svava - 01.07.1898, Qupperneq 32

Svava - 01.07.1898, Qupperneq 32
28 ERU þAD FORLÖG, HENDING, HAMINGJA, EDA IIVADÍ Strax sem hann er komiim til heilsu, tekur hann aftur að vinna. Peningarnir, sem hann var búinn að safna saman, fóru í veikindunum, og nú er þyngra fyrir að ná í þá aftur. En haun lætur ekki hugfallast, Hann verður að vinna því meira, teygja daginn því lengra inn í nóttina. En nú lcoma harðindi og vinna fæst ekki. Hann verður aftur að fara að lifa af því litla, sem hann hefir lagt fyrir, og þar eð ein bár a er sjaldan stök, bætast veikindi ofan á alt annað. Hann lætur ekki hugfallast samt. Iiann heldur áfram uns hann er orðiu maður aldraður og of gamall til að læra, ‘Forlögin' hafa komið honum á kné. Tökum svo annan mann til dæmis— væskil-menni 0°: slóða. Hæfileikarnir eru ekki miklir, áræðið því minna. En liamingju-gyðjan hefir orðið ástfangin af honum, og honum gengur alt að óskum. Heimska hans verður hon- um til sigurs; axasköftin veita honum auðæfi. Ætli hann sór að sigla í norðurátt, fellur á ágætur sunnan vindur; vilji hann halda suður, er norðanáttin þegar komin. Ætli liann að halda skemtisamkomu undir beru lofti, má óhætt treysta því, að þann daginn verður yndælis veður, þótt stöðugt rigni í mánaðar-tíma fyrir og eftir samkomuna. Mark Twain segir ágæta sögu af því,livernig frægur, onskur, hershöfðingi komst til vegs og metorða. Mað-

x

Svava

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svava
https://timarit.is/publication/1264

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.