Svava - 01.07.1898, Síða 34
30 ERU þAD FORLÖG, HENDING, HAMINGJA, EDA HVADÍ
skýra, og sem gerir hamÍDgju og hepni að öðru og meiru
en tómri tilviljan, er sá margreyncli sanuleikur, að hepni
og óhepni er alls ekki skift jafnt meðal mannanna.
Sumum fylgir hepnin stöðugt. Nær sem jþeir draga
upp sogl, er það fult hagstreðum vindi. Þeir þurfa ekki
að róa. Aðrir herjast sem óðir íæru gegn ósigrandi of-
urvaldi óhappa og slysa. Það þýðir ekkert hvað sem þeir
taka til hragðs. Á einum degi eyðileggur óhepnin það,
sem þeir voru að koma á fót heilt ár. Allir vita, að þessu
er svona varið. Allir þekkja dæmi upp á ■ slíkt. Hér er
t. d. skipstjóri, er ætíð hefir veður og vind eftir óskum;
aftur er' annar skipstjóri, er aldrei frer góðan hyr, nema
þegar hann liggur á höfn og er að ferma eður afferma
skip sitt.
Hvernig á að gera sér grein fyrir þcssul Náttúru-vís-
indin geta hér ekkert hjálpað oss. Þf.ð á ekkert skylt
við þeirra lög. Það er einmitt engum lögum samkvæmt,
heldur heinlínis einræði. Buddhatrúin getur heldur ekki
fikýi't það, því hamingjan eltir oft varmenni, en óhöpp
ágætismenn. Ekki tjáir heldur aðtileinka ‘forsjóninni'
það að öllu leyti, því það hefir ekki minstu agnar-ögn
af siðferðis-einkunnum til að bera, enga tilfinning fyrir
dygð og gæðum. Morðinginn getur verið mesti lánsmað-
ur, og valmennið hinn mesti óláns-huokki itndir sólunni.