Svava - 01.01.1900, Blaðsíða 43

Svava - 01.01.1900, Blaðsíða 43
SVAVA 327 IV,7.] ísinn var á sífeldum hrakningi fram og aftur. Jafn- óðum sem vindurinn rann suður í og þiðnaði, suerist hann á liæli sólarsinnis norður fyrir, og var þá lníð og kuldi undir eins á hraðbergi. Veðuráttin var sem eyrðarlaus hugur villuráfandi manns, sem snýst um sjálfan sig úti á veglausri auðn. Eftir hlákuna tók þó aldrei fyrir jörðina, sem var einkar kjarngóð sökum hlífðarinnar, sem hún hafði not- ið af snjónum liðlangan veturinn. En beitin nýttist ekki að sama skapi, vegna stormanna og kuldans. Féð varorð- ið veiklað og þollaust, og kulsamt mjög, vegna hold- þynkunnar. Sumarið eftir stóð svo látandi bréfkafli í einu blaðinu: Langadal á Jónsmessu 18...—: Loksins er nú tíðin bötnuð til fuls, að því sem ætla má, og kominn góður gróður, enda er mál til komið. Þetta vqi' hefir vorið eitt hið allra ervjð- asta, sem komið hefur leingi — sífeldir kuldar og stakt gróðrarleysi fram um fardaga. Eénaður gekk illa undan vetrinum og hafa orðið mikil vanhöld á honum á ýmsar lundir. Gemlingar hafa misfarizt mjög úr lungnaveiki og sjúkleikum, sem stafa af bilaðri meltingu og illu og ónógu fóðri, og unglamba

x

Svava

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svava
https://timarit.is/publication/1264

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.