Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 12
Helgarblað 13.–16. maí 201612 Fréttir Glerborg ehf • Mörkinni 4, 108 Rvk. • S: 565 0000 • Opið 8-17 virka daga • www.glerborg.is Fáðu þéR SvalaGleR FRá GleRbORG FyRiR SuMaRið 2291 árf ðregalgeps &nupílsrelg ,raggulg ,relG 2291 árf ðregalgeps &nupílsrelg ,raggulg ,relG 2291 árf ðregalgeps &nupílsrelg ,raggulg ,relG Fáðu tilboð! Stjórnvöld Sýna aflandS- krónueigendum á Spilin n frumvarp kynnt í næstu viku n Opinn gluggi í fjórar vikur n Hvati að sem flestir taki þátt n Stórauknar heimildir lífeyrissjóða Í slensk stjórnvöld munu í næstu viku sýna aflandskrónueigendum á spilin þegar fjármála- og efna- hagsráðherra kynnir frumvarp í tengslum við margboðað útboð Seðlabanka Íslands til að leysa út allt að 300 milljarða aflandskrónueignir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mun þá gera grein fyrir frumvarp- inu, sem fjallar um umgjörð um svo- nefnda stöðugleikareikninga, á ríkis- stjórnarfundi, samkvæmt heimildum DV, og í kjölfarið verður það lagt fyr- ir Alþingi. Frumvarpinu fylgir ítarleg greinargerð, rétt eins og þegar stjórn- völd lögðu fram frumvarp um 39% stöðugleikaskatt á eignir slitabúanna fyrir tæpu ári, þar sem útlistaðar eru hinar laga- og efnahagslegu röksemd- ir að baki þeim aðgerðum sem stjórn- völd telja nauðsynlegt að grípa til svo hægt sé að halda áfram með haftalos- unarferlið. Fallist aflandskrónueigendur, sem eru að stærstum hluta aðeins fjór- ir erlendir fjárfestingarsjóðir, ekki á skilyrði stjórnvalda til að taka þátt í gjaldeyrisútboði Seðlabankans munu þeir enda með fé sitt á slíkum stöð- ugleikareikningum til langs tíma á engum eða neikvæðum vöxtum. Sumir sjóðanna hafa gefið í skyn að undanförnu að þeir muni kjósa að fara þá leið enda telji þeir þann val- kost hugsanlega betri en að skipta á krónueignum sínum fyrir erlend- an gjaldeyri úr forða Seðlabankans á gengi sem er tugprósentum lægra en skráð gengi krónunnar. Þá hafa sjóð- irnir látið erlenda og íslenska ráðgjafa kanna ítarlega hvaða lagalegu úrræði þeir kunni að hafa gagnvart íslensk- um stjórnvöldum komi sú staða upp. Yfir 100 milljarða heimild Aflandskrónuútboðið er næsta stóra skrefið – á eftir uppgjöri slitabúa föllnu bankanna – í heildstæðri áætl- un stjórnvalda um losun fjármagns- hafta sem var fyrst kynnt í Hörpu í júní á liðnu ári. Í útboðinu mun aflandskrónueigendum sem kunnugt er annars vegar bjóðast að losna strax með fé sitt úr landi í gegnum gjald- eyrisforða Seðlabankans með veru- legu álagi eða hins vegar að skipta á eignum sínum fyrir ríkisskuldabréf í krónum til 20 ára með útgöngugjaldi fyrstu sjö árin eða skuldabréfi til með- al langs tíma í evrum. Þeir fjárfest- ar sem fallast ekki á þessa afarkosti stjórnvalda enda með krónueignir sínar á stöðugleikareikningum. Verði niðurstaðan sú að einhver hluti aflandskrónueigenda verði eftir legukindur (e. hold-outs) mun það engu breyta um áform íslenskra stjórnvalda að koma fram með að- gerðir sem miða að því að lyfta höft- um á íslenska lífeyrissjóði, fyrirtæki og heimili. Stefnt er að því í kjölfar gjaldeyrisútboðs Seðlabankans, sem mun fara fram í næsta mánuði, að stórauka heimildir lífeyrissjóða til er- lendra fjárfestinga – að öllum líkind- um þannig að þeir geti fjárfest fyr- ir samtals meira en 100 milljarða á ársgrundvelli. Frá því að haftaáætl- un stjórnvalda var kynnt á síðasta ári hefur Seðlabankinn í tvígang veitt líf- eyrissjóðunum heimild til að fjárfesta erlendis, samtals fyrir 30 milljarða. Hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóð- anna er um þessar mundir aðeins um 22% en til lengri tíma litið er talið æskilegt að það sé í kringum 50%. Ljóst er því að erlend fjárfestingaþörf sjóðanna á komandi árum hleypur á mörg hundruð milljörðum króna. Bjartsýnar væntingar Eftir að frumvarpið um stöðugleika- reikninga verður samþykkt að lög- um verður opinn gluggi í um fjórar vikur fyrir hina erlendu fjárfestingar- sjóði til að losna út með eignir sín- ar og greiða verulegt álag fyrir slíkan forgang út úr höftum. Þannig verð- ur sá möguleiki fyrir hendi, áður en sjálft útboðið á að fara fram, að þeir geti átt beint í gjaldeyrisviðskipt- um við Seðlabankann þar sem þeir bjóðast til að selja krónueignir sínar fyrir erlendan gjaldeyri á gengi sem stjórnvöld telja ásættanlegt í ljósi stöðu þjóðarbúsins og næstu skrefa við að losa um höft á Íslendinga. Fulltrúar fjárfestingarsjóðanna, sem eru meðal annars bandarísku vog- unarsjóðirnir Autonomy Capital og Discovery Capital, hafa í þeim efn- um haft væntingar um að Seðlabank- inn verði reiðubúinn að selja þeim gjaldeyri úr forða bankans á gengi sem er í kringum 170 krónur gagn- vart evru. Engar líkur eru hins vegar á því að stjórnvöld geti fallist á útgöngu aflandskrónueigenda á slíku gengi, samkvæmt heimildum DV. Í opinberum fjárhagsupplýsing- um frá sjóðunum má í sumum til- fellum sjá að þeir telja sjálfir að markaðs virði þessara krónueigna sé um 40% lægra miðað við skráð gengi íslensku krónunnar. Með öðrum orð- um vænta þeir þess að við útgöngu úr höftum verði gengið í gjaldeyrisvið- skiptum við Seðlabankann um 195 krónur gagnvart evru. Hversu mikið verður gengið á gjaldeyrisforða bank- ans í fyrirhuguðum aðgerðum til að leysa út aflandskrónueigendur ræðst að stórum hluta af því á hvaða gengi þeim verður hleypt út. Fyrir innlenda aðila skiptir þetta miklu máli enda mun niðurstaðan í útboði Seðlabank- ans hafa bein áhrif á það hversu langt verður hægt að ganga í kjölfarið til að losa um höft á Íslendinga. Gjaldeyris- forði Seðlabankans var í lok mars- mánaðar um 736 milljarðar en sá hluti forðans sem er óskuldsettur nam um 400 milljörðum. Innbyggður hvati Í frumvarpi fjármálaráðherra um stöðugleikareikninga er gert ráð fyrir því, samkvæmt heimildum DV, að hinir erlendu fjárfestingarsjóð- ir hafi hagsmuni af því að sem flestir aflandskrónueigendur kjósi að losna með eignir sínar strax út fyrir höft í gegnum gjaldeyrisforða Seðlabank- ans. Þannig gætu þeir fengið hag- stæðara útboðsgengi en ella eftir því sem fleiri aðilar kjósa þann valkost og þá um leið eru auknar líkur á að ekki verði neinar eftirlegukindur hópi aflandskrónueigenda samhliða að- gerðum stjórnvalda. Þeir erlendu aðilar sem halda utan um nánast allar aflandskrónur í eigu eða vörslu erlendra fjármála- fyrirtækja, einkum ríkisskuldabréf og innlán að fjárhæð um 230 millj- arðar króna, eru vogunarsjóðirnir Discovery Capital, Autonomy Capital ásamt sjóðastýringarfyrirtækjunum Loomis Sayles og Eaton Vance. Í sum- um tilfellum hafa þessir sjóðir, meðal annars Loomis Sayles, verið eigendur að slíkum krónueignum fyrir setningu fjármagnshafta haustið 2008. Mun al- gengara er hins vegar að sjóðirnir hafi keypt aflandskrónur eftir setningu hafta – eigendum þeirra hefur verið heimilt að selja þær öðrum erlendum aðilum – og var aflandsgengið í slík- um viðskiptum stundum á bilinu 250 til 300 krónur gagnvart evru. Ljóst er því að sumir sjóðanna munu hagnast umtalsvert á fjárfestingu sinni. Áhætta ríkisins lágmörkuð Vinna við aflandskrónuútboðið hefur verið á borði Seðlabankans allt frá því Hörður Ægisson hordur@dv.is Sumir af umsvifamestu eigendum aflandskróna hafa að undanförnu meðal annars leitað til íslenskra ráðgjafa til að greina betur lagalega stöðu sína í aðdraganda útboðsins. Þannig hefur Pétur Örn Sverrisson, lögmaður sem hefur unnið fyrir slitabú gamla Lands- bankans (LBI) undanfarin ár, starfað sem ráðgjafi fyrir hönd erlendra sjóða í hópi aflandskrónueigenda. Í samtali við DV í lok síðasta mánaðar sagði hann að hlutverk sitt væri að „kanna réttarstöðu“ sjóðanna í tengslum við fyrirhugað útboð Seðlabankans. Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur og eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Reykjavík Economics, hefur einnig verið fenginn til að aðstoða aflandskrónueigendur við að útbúa greiningar um efnahags- stöðu Íslands í tengslum við gjaldeyrisuppboð Seðla- bankans. Þá hafa aflandskrónu- eigendur leitað til alþjóðlegu lögmannsstofunnar Morrison & Foerster (MoFo) til að gæta hagsmuna þeirra, samkvæmt heimildum DV. Lögmannsstofan þekkir vel til aðstæðna hérlendis og áætlunar stjórnvalda um losun hafta en MoFo var helsti lögfræðilegi ráðgjafi gamla Landsbankans síðustu ár. Veita aflandskrónueigendum ráðgjöf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.