Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 50
Helgarblað 13.–16. maí 201650 Menning Líkamleg og hugvíkkandi Listahátíð n Þrítugasta Listahátíð í Reykjavík n Pólitík líkamans í forgrunni n Hanna Styrmisdóttir stýrir hátíðinni í fjórða sinn U m næstu helgi hefst Lista- hátíð í Reykjavík í þrítug- asta sinn. Fjölmargir stórir viðburðir og frumsýningar fara fram og heimsþekktir listamenn sýna listir sínar á þeim rúmlega tveimur vikum sem hátíð- in stendur, 21. maí til 5. júní. Hátíðin í ár ber yfirskriftina „Síðari hluti“ því annað árið í röð er unnið að því að rétta hluta lista- kvenna á hátíðinni. Þó að þær séu sjálfstæðar mynda hátíðirnar í fyrra og í ár eins konar heild og hlutarn- ir tveir marka á sama tíma þáttaskil í sögu Listahátíðar, en ákveðið hef- ur verið að hún verði aftur að tvíær- ingi – eins og hún var frá stofnun árið 1970 til 2005. DV spjallaði við Hönnu Styrm- isdóttur, listrænan stjórnanda há- tíðarinnar, og spurði hana um há- tíðina í ár, um jafnrétti í listum, um hvort Listahátíð eigi ennþá er- indi við íslenskt menningarlíf og hennar eigin framtíð eftir fjögur ár í starfinu. Síðari hluti kvennaársins Margar helstu menningarstofnanir landsins notuðu tækifærið í fyrra, á hundrað ára kosningaafmæli ís- lenskra kvenna, og einbeittu sér sérstaklega að list kvenna. Þegar rýnt var í tölur yfir listakonur sem höfðu komið fram á Listahátíð í Reykjavík á árunum 1970 til 2012 varð ljóst að verulega hallaði á þær: í myndlistinni voru konur 30% þátttakenda, í heimstónlist voru þær 40% og aðeins 9% á popptón- listarsviðinu (í bókmenntum var reyndar óvenjulega mikið jafnræði með kynjunum þar sem konur voru 55% þátttakenda). „Við vildum nota þetta tækifæri til að breyta áherslum hátíðarinnar,“ útskýrir Hanna Styrmisdóttir. „Hlutur kvenna á henni hefur ekki verið jafn góður og karla og við vildum nota þetta tækifæri til að byrja að snúa því við. En við vildum ekki bara lyfta konum upp í eitt ár og fara svo aftur í sama farið,“ seg- ir hún. Því var ákveðið að tileinka konum hátíðina tvö ár í röð í þeirri von að jafnvægið yrði smám saman meira. „En þetta er sjálfstætt framhald. Hver hátíð er algjörlega sitt eigið fyrirbæri,“ segir Hanna. Tónninn á hátíðinni í ár er þannig kannski ekki jafn herskár og í fyrra, þegar femíníski lista- hópurinn Guerilla Girls vakti máls á bágri stöðu kvenna í íslenskum kvikmyndaiðnaði í opnunargjörn- ingi hátíðarinnar, en listakonur eru þó sérstaklega áberandi á há- tíðinni. Hanna nefnir til dæmis Terri Lyne Carrington, fyrstu konuna til að hljóta Grammy-verðlaunin fyr- ir instrumental-djassplötu, en hún hefur fengið til liðs við sig nokkrar af færustu djasslistakonum heims og munu þær koma fram á tón- leikum í Hörpu. Þá sýnir belgíska myndlistarkonan Berlinde de Bru- yckere teikningar og skúlptúra í Listasafni Íslands, UR_, ný ópera eftir Önnu Þorvaldsdóttur verð- ur frumsýnd, auk nokkurra nýrra listasýninga eftir íslenskar mynd- listarkonur. Líkaminn í forgrunni Það er þó ekki síður í umfjöllun- arefnum verka á hátíðinni sem ákveðin pólitísk afstaða er falin. „Þegar ég fór að vinna þessa há- tíð fór ég að hugsa æ meira um mannslíkamann – líkamann sem grunninn að öllum okkar hug- myndum um frelsi og mann- réttindi,“ segir Hanna og bendir á hvernig mörg verkanna á hátíðinni í ár noti líkamann þannig sem vett- vang pólitískra vangavelta. Hvort sem það er nauðgun Lucreciu sem er eitt meginatriðið í verki G.F. Händels sem Sigríð- ur Ósk Kristjánsdóttir syngur brot úr, spurningar um heilann og góð- mennsku í dansverkinu Play með Shantölu Shivalingappa og Sidi Larbi Cherkaoui, líkamlegir skúlp- túrar Berlinde de Bruyckere eða áherslan á dansinn sem er sérstak- lega áberandi á hátíðinni í ár. Einn stærsti viðburður hátíð- arinnar verður flutningur San Francisco-ballettsins á verkum Helga Tómassonar, en á hinum enda dansrófsins verður götudans- hópurinn FlexN. „Það er eiginlega ekki hægt að sýna meiri breidd í dansinum á einni hátíð,“ segir Hanna Hún bendir einnig á hvernig hinn einstaki dansstíll Flexing, sem verður sýndur í opnunarverki há- tíðarinnar, hefur á undanförnum árum öðlast aukið pólitískt vægi í huga Flex-frumkvöðulsins Reggie Roc. Eftir morð lögreglu á ungum bandarískum blökkumönnum og uppgang mannréttindahreyfingar- innar Black Lives Matter hefur hann séð hvernig flexing getur ver- ið valdeflandi og hjálpað ungu fólki að tjá og túlka persónulega upplif- un sína, meðal annars af rasisma og fátækt. Mér fannst opnunaratriðið einmitt vera vel til fundið vegna hinnar miklu grósku sem er í götu- dansi á Íslandi í dag, meðal annars hjá ungum Íslendingum sem eru af erlendu bergi brotnir. „Já, það skiptir svo miklu máli að sjá lífsreynslu sína og upplif- un endurspeglaða í menningunni. Ég hugsaði mikið um þetta í fyrra í tengslum við höfundar- verk kvenna og þá ritskoðun sem þær hafa orðið fyrir. Ég hef heyrt margar konur tala um að þær hafi misst áhugann á að sækja menn- ingarviðburði af því að þær sáu ekki reynslu sína endurspeglaða í verkunum. Ungt fólk þarf líka að sjá reynslu sína endurspeglaða í hátíð eins og Listahátíð.“ Þverfagleg sveitahátíð Hanna segir að sýningar á verkum Helga Tómassonar rími einnig við annað markmið hátíðarinnar í ár, en það er að líta til baka yfir farinn veg, nú þegar Listahátíð í Reykjavík er haldin í þrítugasta skipti. Hún var haldin í fyrsta skipti árið 1970 en meðal hvatamanna að stofnun hennar voru hljómsveitar- stjórinn Vladimir Ashkenazy og Ivar Eskeland, forstjóri Norræna hússins. Á þeim tíma var mjög lítið um að vera í íslensku menningarlífi, það voru algjörar undantekningar ef er- lendir listamenn komu til landsins og engar reglulegar lista- og menn- ingarhátíðir haldnar í borginni. Há- tíðin gerði sér því far um að sinna öllum listformum, en það segir Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Mér sýnist þetta hafa gerst, þegar framboðið hefur aukist á síðustu árum hefur breiddin samt alltaf verið að minnka. Mynd SiGtryGGur Ari Vill stuðla að frumsköpun Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi, segir mikilvægt að skerpa á áherslum Listahátíðar í Reykjavík, meðal annars með því leggja áherslu á frumsýningar og frumflutning, panta verk og gefa listamönnum tækifæri til að þróa verk yfir lengri tíma. Mynd SiGtryGGur Ari Poolborð með borðtennisborði Ásamt því sem þarf til að sPila Pool verð: 75.514 kr. 180x90 cm. Pingpong.is - Suðurlandsbraut 10, Reykjavík - Sími 568 3920 & 897 1715
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.