Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 18
Helgarblað 13.–16. maí 201618 Fréttir Dómur fallinn um veiðirétt í Staðará n Áratugalangar deilur um veiðirétt leiddar til lykta n Staðastaður á allan réttinn V iðurkennt er að allur veiði- réttur í Staðará fyrir landi jarðarinnar Staðastaðar […] beggja vegna árinnar frá Snæfellsnesvegi niður að sjó, tilheyri óskipt prestseturs- jörðinni Staðastað.“ Þetta kemur fram í dómsorði í máli Kirkjumála- sjóðs gegn félagi landeiganda á jörðinni Tröðum á Snæfellsnesi. Áratugalangar deilur hafa staðið um veiðirétt í ánni. Sumarið 2013 greindi DV frá því að til handalög- mála hefði komið við bakka árinn- ar. Það gerðist þegar landeigandinn að Tröðum, eða menn á hans veg- um, höfðu afskipti af veiðimönnum sem fengið höfðu veiðileyfi hjá leigu tökum árinnar. Kærur voru árið 2013 lagðar fram vegna þeirra afskipta. Þá hafa veiðimenn lýst því að þeir hafi ekki fengið frið við veiðar í ánni. Enginn veiðiréttur Dómur er nú fallinn í málinu sem sker úr um veiðiréttinn, nema málinu verði áfrýjað til Hæsta- réttar. Héraðsdómur Vesturlands kvað upp dóminn en málið snerist annars vegar um það hvort Traðir eigi land að Staðará en hins vegar hvort Traðir eigi veiðirétt í ánni. Kröfu um viðurkenningu á landa- merkjum var vísað frá dómi en dómurinn komst að þeirri niður- stöðu að Traðir eigi engan veiðirétt í Staðará. Óheimilt að skilja veiðiréttinn frá Niðurstaða héraðsdóms er sam- bærileg dómi sem féll í Hæsta- rétti í mars. Þar var úrskurðað að samkvæmt vatnalögum frá árinu 1923 sé óheimilt að skilja veiðirétt frá lögbýli í búrekstri. Dómarnir hverfðust um skilgreiningu á hug- takinu landareign í skilningi laga en það telst jörð þar sem stundaður er búrekstur. Í öðru málinu fyrir Hæstarétti, máli Lambhaga, var veiðiréttur spildu sem seldur var úr jörðinni fyrir tæpum 90 árum, dæmdur ólög- mætur jafnvel þó að um hann væri kveðið í kaupsamningi. Lögmaður Lambhaga, sem vann málið, Guð- jón Ármannsson, sagði við Morgun- blaðið þegar málið kom upp: „dómurinn staðfestir endanlega þá meginreglu að það er óheimilt að skilja veiðirétt frá bújörð.“ Guðjón var í máli Staðarár verj- andi landeigandans að Tröðum, sem tapaði veiðiréttarmálinu í raun á þessari sömu lagagrein – þ.e. að óheimilt hafi verið að skilja veiðirétt frá bújörðinni Staðastað. Hann byggði málsvörnina á að í byggingarbréfi fyrir Traðir frá ár- inu 1947 hafi sagt berum orðum að jörðinni fylgdi veiðiréttur í Staðará. Íslenska ríkið hafi verið í fullum rétti til að fella úr gildi ákvæði landskiptanna frá árunum 1939 og 1941, þar sem ekki er kveðið á um veiðirétt. Á það féllst dómur- inn ekki. Traðir (land sem áður hét Traðir og Traðarbúð) var hjáleiga frá Staðastað. „Verður ekki annað séð en að íslenska ríkinu hafi, þrátt fyrir að vera eigandi bæði hinnar leigðu jarðar Traða og Traðarbúðar og prestsetursins Staðastaðar, verið óheimilt, með tilliti til fram- angreindra lagaákvæða, að ráð- stafa hluta veiðiréttar Staðastaðar frá jörðinni á þennan hátt,“ segir í dómnum. RÚV greindi frá því í mars að áður nefndir dómar Hæstaréttar gætu haft víðtæk áhrif á veiðirétt víða um land. Dómur héraðsdóms rennir stoðum undir þá fullyrðingu. Óljós og ónákvæm krafa Stefnandi, Kirkjumálasjóður, krafðist þess jafnframt að skipting jarðarinnar Staðastaðar og Traða væri viðurkennd samkvæmt fyrrnefndum landskiptum frá 1939. Þeirri kröfu vísaði dómurinn frá án þess að taka hana efnislega fyr- ir. Frávísunin var á þeirri forsendu að kröfugerð Kirkjumálasjóðs hafi verið „svo óljós og ónákvæm að ekki sé unnt að leggja efnisdóm á hana“. Í kröfunni voru þulin upp GPS-hnit landamerkjanna án þess að lýsing á staðháttum fylgdu með. „Hvergi er hins vegar í kröfugerðinni vísað til staðhátta í landslagi og engin til- raun gerð til að rökstyðja tilgrein- ingu hornpunktanna,“ segir meðal annars í dómi héraðsdóms. DV ræddi við Guðjón Arngríms- son á þriðjudag sem staðfesti að umbjóðandi hans, eigandinn Traða, hygðist áfrýja dómnum. Ingi Tryggvason, lögmaður Kirkju- málasjóðs í málinu, sagði í sam- tali við DV að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvert framhaldið yrði hvað varðaði landamerkjadeiluna. Lögmönnum málsaðila ber saman um að ár gæti liðið þar til niður- staða Hæstaréttar hvað varðar veiðiréttinn gæti legið fyrir – að undangenginni áfrýjun stefnda. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Neðsti hluti Staðarár Dómurinn kveður á um að höfuðbólið Staðastaður, efst til vinstri á myndinni, eigi allan veiðirétt að ánni alveg niður að sjó – af báðum bökkum árinnar. Staðará Um er að ræða nokkuð gjöfula silungsveiðiá á Snæfellsnesi. Nú liggur fyrir dómur sem kveður á um hver á veiðiréttinn. „Dómurinn staðfestir endan- lega þá meginreglu að það er óheimilt að skilja veiðirétt frá bújörð. Staðastaður Örugg hýsing gagna Traustur rekstur tölvukerfa Sérhannaðar hugbúnaðarlausnir Hádegismóum 4 · 110 Reykjavík · 547 0000 · premis.is Við erum alltaf með lausnir Við sérhæfum okkur í uppsetningu og þjónustu við fyrirtæki sem vilja nýta sér kosti Office 365. Við erum svo sannarlega á heimavelli þar enda höfum við aðstoðað á annað hundrað fyrirtæki og sveitarfélög í vegferð þeirra í Office 365. SharePoint OneDrive CRM Office 2016 Yammer Exchange Skype for businessDelve Power BI ÞETTA ER OKKAR HEIMAVÖLLUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.