Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 51
Helgarblað 13.–16. maí 2016 Menning 51 Líkamleg og hugvíkkandi Listahátíð n Þrítugasta Listahátíð í Reykjavík n Pólitík líkamans í forgrunni n Hanna Styrmisdóttir stýrir hátíðinni í fjórða sinn Hanna vera einkenni á smábæja- og sveitahátíðum á meðan borgarhá- tíðir séu yfirleitt sérhæfðari. „Hátíðin varð að vera þverfagleg því hér var ekkert annað í gangi. En það hefur gert að verkum að hátíð- in sker sig mjög mikið úr. Það eru nokkrar hátíðir þverfaglegar á svip- aðan hátt og Listahátíð en slíkar hátíðir hafa þá einhverja ákveðna áherslu og skýran fókus,“ segir Hanna. „Ég hef mest horft til Manchester International Festival sem einbeit- ir sér að nýjum verkum: hún hef- ur frumkvæði að því að panta verk, frumsýna verk og leiða saman lista- menn úr ólíkum og oft óvæntum átt- um. Þar sem þetta er áherslan er fólk lítið að velta fyrir sér hvort eitthvað heitir myndlist, sviðslist eða tónlist.“ Framboðið eykst en breiddin minnkar Á þeim 46 árum sem hátíðin hefur verið haldin hefur umhverfið gjör- breyst. Framboðið af menningar- viðburðum hefur aukist ævintýra- lega, sérstaklega frá og með árinu 2000 þegar Reykjavík varð ein af menningarborgum Evrópu. Árið 2005 var ákveðið að gera hátíðina árlega, þar sem annað hvert ár yrði einblínt á myndlist með stórum alþjóðlegum myndlistarsýning- um. En af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna kostnaðar og minni tekjumöguleika, rann þetta fyrir- komulag fljótt út í sandinn. Mikilvægi og stærð Listahátíð- ar hefur verið umtalsvert minni undanfarinn áratug en lengi fram- an af. Eðli málsins samkvæmt hef- ur ekki verið hægt að halda úti jafn veglegri dagskrá þegar hátíðin er haldin árlega, auk þess sem fram- lög til hátíðarinnar hafa minnkað og á sama tíma hafa glæsilegir list- viðburðir orðið daglegt brauð fyr- ir Íslendinga. En þó að framboðið í Reykjavík hafi aukist stórkostlega segir Hanna það ekki endilega hafa skilað sér í stórum metnaðarfullum listsýningum á borð við þær sem Listahátíð hefur staðið fyrir – með- al annars vegna niðurskurðar til liststofnana. „Niðurskurður hjá söfnunum hefur haft þær afleiðingar að þau hafa ekki lengur sama möguleika á að koma með stórar erlendar sýn- ingar af hinum alþjóðlega mynd- listarvettvangi til landsins. Sýn- ingar- og tryggingakostnaður getur verið gígantískur. Það er því stöð- ugur þrýstingur á menningarstofn- anir að setja á dagskrá metsölusýn- ingar á kostnað sýninga, viðburða eða tónleika sem kafa dýpra. En þegar þetta gerist þrengist sjón- arhorn okkar á listina smám saman, og það er í sjálfu sér mjög alvarlegt. Mér sýnist þetta hafa gerst, þegar framboðið hefur aukist á síðustu árum hefur breiddin samt alltaf ver- ið að minnka,“ segir Hanna og bend- ir á að nauðsynlegt sé að vinna að skýrari stefnumótun í kjölfar þeirr- ar sprengingar sem orðið hefur í menningarframboði á síðustu árum. Verður aftur tvíæringur Undir lok síðasta árs var tilkynnt að Listahátíð í Reykjavík yrði aft- ur að tvíæringi. Þannig verður há- tíðin haldin næst árið 2018. Hanna telur þetta vera skref í rétta átt til að styrkja hátíðina á ný, bæði listrænt og rekstrarlega, og hefja hana yfir hið daglega flæði menningarvið- burða. „Það er mjög erfitt að gera hátíð af sama umfangi þegar hún er haldin á hverju ári, og það er í raun ekkert samfélag sem getur meðtekið svo risavaxið fyrirbæri á hverju ári.“ En þú álítur sem sagt að hátíðin sé ekki bara barn síns tíma, að hún geti enn leikið mikilvægt hlutverk í íslensku menningarlífi? „Já, en þá þyrfti hún helst að verða sjálfstæðari. Hugmyndin er að Lista- hátíð starfi með öllum menningar- stofnunum í landinu. Það getur ver- ið mjög gefandi og frjótt samstarf, en þegar sverfur að getur það orðið til þess að dagskrá Listahátíðar endur- spegli fyrst og fremst það sem er á dagskrá samstarfsstofnana hennar hverju sinni,“ segir Hanna. „Hlutverk Listahátíðar í stór- um samstarfsverkefnum hefur oft fyrst og fremst verið að fjármagna og kynna. Mér hefur hins vegar þótt mikilvægt að hátíðin sé meiri ger- andi. En hvort sem hún er gerandi, hefur frumkvæði að hlutunum eða er fyrst og fremst í því hlutverki að leiða saman, fjármagna og kynna, hefur fjárhagslegt bolmagn hennar mikið að segja,“ segir hún. Hanna segist telja að hátíðin eigi hins vegar að einbeita sér að nýjum verkum, frumsýningum og alþjóð- legum samstarfsverkefnum sem gera listamönnum kleift að vinna að og sýna stærri verk á hátíðinni. Þá leggur Hanna áherslu á hversu mikilvægt hlutverk hátíðin hafi leik- ið í kynna fyrir Íslendingum erlenda listamenn og menningarstrauma sem þeir hefðu aldrei annars kynnst. „Hún hefur verið svo hug- víkkandi og stækkað sjóndeildar- hringinn svo mikið,“ segir hún. Fjögurra ára ráðningartíma Hönnu sem listræns stjórnanda hátíðarinnar lýkur eftir hátíðina í ár og samkvæmt reglum hátíðarinnar mun starfið verða auglýst. Hún seg- ist hins vegar ekki hafa gert upp við sig hvort hún muni sækja um aft- ur. „Ég er ekki enn búin að gera það upp við mig. En mér þætti mjög áhugavert að stýra tvíæringi,“ segir Hanna. n „Það skiptir svo miklu máli að sjá lífsreynslu sína og upp- lifun endurspeglaðar í menningunni. Inni- og útilýsing Sími: 565 8911 & 867 8911 - www.ledljos.com - ludviksson@ludviksson.com Led sparar 80-92% orku Ledljós Ludviksson ehf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.