Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 63
Helgarblað 13.–16. maí 2016 Lífsstíll 63 … komdu þá við hjá okkur Ertu á leið í flug? Hafnargötu 62, KEflavíK / pöntunarsími 421 4457 Hádegis-tilboð alla daga n Núvitund í golfi og ýmsu öðru n Meira jafnvægi n Fleiri ánægjustundir Á sdís Olsen hefur verið iðin að undanförnu við að kenna Íslendingum mind­ fulness (gjörhygli/núvit­ und). Hún er háskóla­ kennari, fjölmiðlakona og rekur Mindfulness miðstöðina, sem býð­ ur upp á alls konar námskeið, fyrir­ lestra og vinnusmiðjur um efnið, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Við náðum tali af Ásdísi og feng­ um að heyra allan sannleikann um núvitund og hvernig iðkun þess getur auðgað lífið. „Núvitund er eitt þeirra ráða sem fólk er í auknum mæli að nota til að ráða við streitu og hraða nútímans,“ segir Ásdís, „með ástundun styrkjast þau svæði heil­ ans sem hafa að gera með vellíðan og hamingju. Samkvæmt nýjum rannsóknum verða marktækar breytingar á heilastarfseminni eftir aðeins 8 vikur af ástundun. Við getum í raun búið til nýjar tauga­ tengingar og styrkt „hamingju­ svæðin“ í heilanum. Þannig næst meiri yfirvegun og einbeiting, öfl­ ugri sköpun, betra minni og skarp­ ari hugsun.“ Ásdís segir alla geta stundað núvitund og að nokkrar mínútur á dag geti gert gæfumun­ inn fyrir marga. Haus í holu Það nýjasta sem er í boði hjá Ás­ dísi er „mindful“­golf – námskeiðið Haus í holu – fyrir þá sem stunda golf og vilja taka iðkunina á annað stig. „Allir sem stunda þá íþrótt sér til skemmtunar og afþreyingar vita hvað einbeiting og skýr hugur skiptir miklu máli. Ég er nýkomin frá Spáni þar sem ég kenndi „mindful“ golf og er sannfærð að núvitund getur auk­ ið ánægju og árangur golfara til að stunda þessa frábæru íþrótt.“ Það dylst fáum að núvitund er mikið í umræðunni og sumir hafa talað um tískufyrirbæri. „Málið er að núvit­ und virkar. Fyrir marga er þetta svar­ ið við hlutum sem eru okkur til trafala í daglegu lífi, eins og kvíða, streitu og áhyggjum. Við náum hugarró og sjálfsvitund og verðum hæfari til að njóta og upplifa að vera til.“ Líf með meðvitund Er hægt að gera allt í núvitundar­gír – elda, ryksuga og stunda kynlíf? „Já, það er meira varið í allt með með­ vitund. Núvitund býður þessa með­ vitund um það sem er að gerast á meðan það er að gerast. Við fáum tækifæri til að upplifa í hæstu hæð­ um. Ég get vel hugsað mér að vera með hugann annars staðar þegar ég er að ryksuga – að blasta tón­ list og fíla hana. En við viljum síður missa af upplifuninni af kynlífi. Með núvitund lærum við að tengja við skynfærin, við aukum næmi okkar og fáum tækifæri til að njóta til fulls.“ Þeir sem stunda núvitund ná, að sögn Ásdísar, betri tengingu við sjálfa sig og aðra. „Fólk verður flinkara við að lifa í núinu og nálg­ ast sín viðfangsefni út frá forsend­ um sjálfsvinsemdar og jákvæðrar afstöðu. Árangurinn er í rauninni ótrúlega fljótur að skila sér. Sem dæmi um það hef ég verið með stjórnendanámskeið í því sem kallast Mindful Leadership ásamt dr. Þórði Víkingi Friðgeirssyni. Þar mælum við árangur og breytingar. Á aðeins 14 dögum mælist allt að 40 prósent betri árangur á sumum svið­ um, til dæmis við að ná valdi á kvíða og streitu og auka einbeitingu.“ Fleiri ánægjustundir En skyldi Ásdís sjálf alltaf vera í sjúk­ lega góðu jafnvægi? Hún hlær dátt og svarar svo: „Já, ég á miklu fleiri ánægju­ stundir og læt fólk síður fara í taugarn­ ar á mér. Ég tala um líf mitt fyrir og eftir að ég kynntist núvitund. Það er miklu skemmtilegra að lifa núna.“ Fyrir utan núvitundarnámskeiðið Haus í holu, sem Ásdís er með í boði þessa dagana, er ýmislegt annað á döfinni. „Það er svo margt á döfinni að það er spurning hvar skal byrja. Í fyrsta lagi er ég með núvitundar­ námskeið fyrir almenning. Þessi námskeið hafa verið gífurlega vin­ sæl í mörg ár og verða áfram á dag­ skránni. Svo fer meiri og meiri tími í fyrirtækjanámskeiðin okkar Þórðar Víkings. Þar tökum við fyrirtæki og skipulagsheildir fyrir og freistum þess að bæta skipulag, starfsvenjur og árangur í anda núvitundar og nú­ tíma stjórnunarhátta.“ n Ásdís Olsen Brautryðjandi á Íslandi í kennslu núvitundar. Mynd Sigtryggur Ari Stuð á vellinum Ásdís (t.v.) ásamt hressum kylfingum. ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Haus í Holu „Fólk verður flinkara við að lifa í núinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.