Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 34
Helgarblað 13.–16. maí 201634 Fólk Viðtal hlutverk eftir fyrir aðra að grípa. Ég finn á fólki að því finnst við gera margt vel og er sátt við margt sem við höfum talað fyrir. Ég hef fundið jákvæð viðbrögð þegar við höfum talað um að halda framhaldsskólun­ um opnum fyrir fólki yfir 25 ára aldri, þegar við börð umst fyrir því að aldr­ aðir og öryrkjar fengju kjarabætur með sama hætti og launamenn og svo framvegis. Samfylkingunni hefur tekist best þegar hún hefur rætt um framtíðina, um velferðarmál og lífs­ kjaramál venjulegs fólks. Núna skiptir mestu máli fyrir okk­ ur að tala um húsnæðismál, jöfn tækifæri til náms, hagsmuni barna­ fjölskyldna og heilbrigðisþjónustu. Kosningarnar eiga af okkar hálfu að snúast um samfélag þar sem all­ ir sitja við sama borð. Um lífskjör og velferð og þær mikilvægu grund­ vallarbreytingar sem þarf að gera í viðskiptalífi þannig að allir fái tæki­ færi og útvaldir menn hætti að auðgast á viðskiptum með annarra manna fé. Jafnaðarmenn hafa um áratugi verið einu boðberar frjálsrar samkeppni og þess að verðleikar en ekki ættgöfgi eigi að ráða gengi fólks í samfélaginu. Reynsla síðustu miss­ era sýnir okkur svart á hvítu mikil­ vægi þess að halda þeirri baráttu áfram. Við eigum líka að stilla leik­ reglur viðskiptalífsins þannig af að við setjum alvöru verðmætasköpun í öndvegi, ekki bólugróða örfáa einstaklinga á kostnað hinna. Ég held að það sé hollt að það verði umtalsverð endurnýjun í hópi frambjóðenda til Alþingis. Þeir sem bjóða sig fram þurfa að stimpla sig og flokkinn inn með þeim hætti að enginn efist um að þarna sé komin sveit sem sé tilbúin að tala við fólkið í landinu um það sem máli skiptir og fá fylgi alls þorra fólks sem vill breyta samfélaginu og jafna leikinn. Það er óþarfi að skilja allt það fólk eftir fyrir Viðreisn og Bjarta framtíð.“ Plan B alltaf verið til Mig langar til að fara aftur í tímann. Segðu mér í einlægni, hvernig voru samskipti ykkar Jóhönnu Sigurðar- dóttur? Hún ýtti þér út úr ríkisstjórn, var mikil togstreita á milli ykkar? „Í einlægni get ég sagt að sam­ skipti okkar Jóhönnu voru alltaf góð. Hún treysti mér fyrir félagsmála­ ráðuneytinu og þar með glímunni við niðurskurð og atvinnuleysi og flutti mig síðan í efnahags­ og við­ skiptaráðuneytið til að eiga þar við flókin og erfið mál. Við vorum ekki alltaf sammála, sérstaklega ekki undir lokin þegar kom að ólíkri sýn á það hvernig ætti að haga efnahags­ stjórninni. Svo fór ég út úr ríkisstjórn og hún skýrði það þannig að verið væri að fækka ráðherrum. Það fór síðan ekkert framhjá mér þegar ég var í formannsframboði að ég naut ekki stuðnings hennar. Ég tók svo við sem formaður rétt fyrir kosningar og sat ekki í ríkis­ stjórn. Það var ófær staða, enda nýtt­ ist stjórnarsamstarfið flokknum lítið sem ekkert til að leggja upp mál í aðdraganda kosninga. Áherslumál ríkis stjórnarinnar síðustu vikurnar voru þvert á móti til þess fallin að valda vandræðum í baklandinu, eins og gerð fríverslunarsamnings við Kína. Og um sumar umdeildar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar las ég í blöðum, en á sama tíma var ég að leiða kosningabaráttu flokksins og átti að sækja fram. Dæmi um það var ákvörðun um að koma á nýju greiðslufyrirkomulagi varðandi lyf nokkrum dögum eftir kosningar. Í dag eru flestir sammála um að nýja greiðslukerfið hafi verið gott skref, en á þessum tíma skapaði þetta eðli­ lega mikinn ótta meðal viðkvæmasta kjósendahóps okkar, eldri borgara og öryrkja. Við áttum fullt í fangi með að útskýra breytingarnar og fá atkvæði þeirra. Ríkisstjórnin var því að taka ákvarðanir sem nýttust ekki endilega til að auka fylgi við flokkinn.“ Getur ekki verið að Samfylkingin hafi of lengi einblínt á aðild að Evrópusambandinu sem töfralausn? Það var eins og hún væri ekki með Plan B og nú er enginn lengur að tala um þetta helsta áhugamál hennar, aðild að Evrópusambandinu. Það er enginn áhugi á því meðal lands- manna. „Áhuginn er fyrir hendi og það sést á nýju framboði sem leggur mikla áherslu á samninga við ESB, en hann sveiflast í takt við efnahags­ ástandið. Alvöru flokkur getur ekki sveiflast með tíðarandanum. Við höfum alltaf haft Plan B og sem efna­ hagsráðherra lagði ég upp það plan hvernig við næðum efnahagslegum stöðugleika án aðildar að nýjum gjaldmiðli og ég hef engan séð mót­ mæla því með rökum. Það kallar til langframa á meiri aga í ríkisútgjöld­ um, meiri og hraðari niðurgreiðslu opinberra skulda, hærra innlent vaxtastig og þar af leiðandi minna fé til velferðarþjónustu, heilbrigð­ ismála og menntamála. Það er fær leið, en hún mun skaða samkeppnis­ stöðu okkar til langframa. Vandinn við umræðuna er að allir hinir flokk­ arnir hafa ekkert Plan A. Á meðan erum við enn í höftum og aðstöðu­ munurinn milli þeirra sem mega og geta notað aðra gjaldmiðla og þeirra sem geta það ekki fer stöðugt vax­ andi. Ungt fólk greiðir tvöfalt hærri fjármagnskostnað fyrir íbúðakaup en í grannlöndunum og alþjóðlega samkeppnishæf fyrirtæki vaxa utan Íslands. Ef við höfum áhyggjur af landflótta vegna lágra launa, fárra þekkingarstarfa og hás húsnæðis­ kostnaðar getum við ekki neitað að hugsa um einu haldbæru lausnina.“ Óttast um miðjufylgið Aftur til dagsins í dag. Finnst þér fýsilegur kostur að Samfylkingin fari í einhvers konar kosningabandalag við stjórnarandstöðuflokkana? „Mér finnst allavega að þessir flokkar eigi að stilla saman strengi og lofa þjóðinni því að ef þeir fái meirihluta þá muni þeir vinna saman eftir kosningar. Ég óttast hins vegar að miðjufylgið fari aftur til stjórnarflokkanna á meðan við í Samfylkingunni búum ekki til trú­ verðugan valkost. Það er mikið í húfi að Samfylkingin nái vopnum sínum og stöðvi flæðið yfir til stjórnar­ flokkanna og tryggi meirihluta um­ bótasinnaðra afla eftir kosningar.“ Magnús Orri Schram hefur komið með þá hugmynd að leggja Samfylkinguna niður og ný stjórn- málahreyfing verði stofnuð – hvað finnst þér um þá hugmynd? „Ég vil ekki stíga inn í baráttu formannsefna um hugmyndir um leiðina áfram. Ég skil hugmyndina um að fylkja fólki saman og um hana var Samfylkingin stofnuð. Ég hef viljað líta svo á að þetta væri viðvarandi verkefni sem Samfylk­ ingin ætti að leggja höfuðáherslu á alla daga – að samfylkja ávallt með öllum umbótaöflum.“ Ef þú heldur áfram á þingi, finnst þér það þá vera þægileg hugsun að sitja í þingflokki með nýjum for- manni, manneskju sem vildi losna við þig úr þeim stól? „Ég mun ekki finna mig í því hlut­ verki að vera fyrrverandi formað­ ur í þingflokki og grafa undan eftir­ manni mínum. Það fylgir því ábyrgð að vera fyrrverandi formaður og maður þarf að vanda sig í því hlut­ verki. Það eru alltof mörg dæmi um að fyrrverandi formenn stjórnmála­ flokka séu helsti vandi sitjandi for­ manns og óþarfi að bæta á það. Ég sé mig ekki fyrir mér sem eilífan augnakarl á þingi. Ég hef hugmyndir, vil tala og berjast fyrir þeim og er tilbúinn að gera það svo lengi sem ég finn hljómgrunn fyrir því að ég sé að gera gagn. Ég held að framtíðin muni ráðast af mati á því. Svo lengi sem Samfylkingin vill vera jafnaðarmannaflokkur sem tekur sér stöðu í miðju samfélagsins og sættir sig ekki við að afhenda hægri öflunum frumkvæðið og lykil stöðu í samfélaginu þá á ég heima þar.“ En ef hún vill það ekki, gætirðu þá hugsað þér aðrar pólitískar vistar verur, annan flokk? „Samfylkingin á að verða sterkur og fjölmennur jafnaðarmanna­ flokkur þannig að formaður hennar standi ekki frammi fyrir spurning­ um um það hvort hann eigi að fara í aðra flokka vegna þess að fólk sé farið að efast um að Samfylkingin sé alvöru jafnaðarflokkur. Það að ég fái þessa spurningu á að vera flokksfólki áhyggjuefni og hvetja okkur öll til dáða. Samfylkingin verður að sýna að hún sé tilbúin til samstarfs. Annars breytist hún í smáflokk. Ég gekk til liðs við Samfylk­ inguna vegna þess að ég heillaðist af þeirri hugmynd að hún væri alvöru valkostur fyrir allan þann fjölda fólks sem vill ekki aðhyllast einn smáflokkinn umfram annan og vill skapa jákvætt og uppbyggi­ legt samfélag þar sem væru jöfn tækifæri og frjáls samkeppni. Meðan Samfylkingin gegnir þessu hlutverki þá er hún að mæta væntingum mínum.“ n „Egill Helgason skrifaði nýlega pistil og segir að það að ég tali um miðjuna sýni að ég sé ekki jafnaðarmaður. Ég hef aldrei séð jafn steikta útleggingu á nokkrum hlut. Framtíðin „Ég hef hug- myndir, vil tala og berjast fyrir þeim og er tilbúinn að gera það svo lengi sem ég finn hljómgrunn fyrir því að ég sé að gera gagn.“ Eyravegi 23, Selfossi - S: 555 1314 - ha@hannyrdabudin.is Póst-sendum um allt land Allt til hanny rða160 garnt egundir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.