Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 30
Helgarblað 13.–16. maí 2016 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 30 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Aflandseyjan RÚV Fjölmiðlar greindu frá því í vik- unni að Páll Magnússon, fyrr- verandi útvarpsstjóri, hefði fengið starfslokasamning upp á rúmar 22 milljónir króna þegar hann lét af störfum hjá RÚV. Þetta vissu allir enda upplýsti DV um þetta í janúar í fyrra. Hitt sem enginn veit og RÚV heldur leyndarhulu yfir, er hvaða aðrir framkvæmdastjórar fengu millj- óna starfslokasamninga. Þar ríkir leyndarhjúpur aflandseyjanna áfram. Uppgjöf Samfylk- ingarinnar Magnús Orri Schram hefur lagt til að Sam- fylkingin verði lögð niður og nýr flokkur stofn- aður. Magnús Orri hefur, eins og kunnugt er, boðið sig fram til forystu í Samfylkingunni og það hlýtur að teljast einsdæmi að for- mannskandídat leggi til að flokk- urinn sem hann er í framboði fyrir verði hreinlega lagður niður. Uppgjöf Samfylkingarinnar er al- gjör ef þessi málstaður Magnús- ar Orra nær hljómgrunni á næsta landsfundi. En kannski hefur samfylkingarfólk ekkert lengur til að berjast fyrir og er tilbúið í uppgjöf. E inar Kárason ritar grein í helg- arblað DV (6.–9. maí) undir heitinu „Sannleikurinn um höf- und Njálu“ og undirtitill í sviga, „Þetta er einfaldara en margir halda“. Ég veit ekki með sannleikann en málið er fráleitt einfalt. Í sannleika sagt hef ég beðið þess að einhver legði orð í belg en verð víst að gera það sjálfur. Ég sagðist ekki vita með sannleik- ann og átti við að ég hef ekki hug- mynd um hver skrifaði Njálu en Einar er sannfærður um að það hafi verið Sturla Þórðarson lögsögumaður (1224–1280), sá hinn sami og skrif- aði „Sturlungubók“. Í umræddri grein nefnir hann helst máli sínu til stuðn- ings hina þrískiptu uppbyggingu Sturlungubókar og Njálu og ég veit að hann hefur áður bent á ýmislegt smálegt sem sameiginlegt er báðum sögunum og hann nefnir ekki en kallar það hliðstæður og enduróma sem telja má í hundruðum. Ég veit ekki hvort sá fjöldi er réttur. En hver var Sturla og hver er þessi Sturlungubók? Sturlungubók sem Einar nefnir svo er gróft sagt sá hluti Sturlungu sem gerist á árunum frá ca 1220 til loka þjóðveld- isins, 1264. Fræðimenn“ greinir á um hve mikilvirkur rithöfundur Sturla var. Það er hafið yfir vafa að hann skrifaði Landnámabók (Sturlubók) og hon- um hafa verið eignuð Kristnisaga, Ís- lendingasaga (Sturlungubók) og af sumum Hænsna-Þórissaga. Menn hafa deilt um hve mikið hann reit af Sturlungubók. Björn M. Ólsen, einn mesti Sturlungufræðingur okkar í samanlagðri kristni, taldi til dæmis að hann hafi ekkert skrifað af henni eftir Örlygsstaðabardaga og Ásgeir Jakobs- son taldi að ekkert á árunum 1242 til 1252 væri eftir hann. Rökstuðningur beggja er afar sannfærandi og varla fram hjá honum horft. Fleiri hafa skrif- að um hlutdeild hans í verkinu og sýn- ist sitt hverjum. Gleymum því ekki að Sturlunga í heild sinni er varðveitt sem safnrit þar sem steypt er saman nokkrum sam- tímasögum og þar á meðal Sturlungu- bókinni. Efni þeirra er hlutað sundur í tímaröð, sumt fellt niður og einhverju bætt við af ritara. Gleymum því heldur ekki að Sturla var ekki viðriðinn marga af atburðunum sem frá er greint í Sturl- ungubók. Hann var ekki í brennunni á Flugumýri og kom ekkert nálægt hefndinni þótt hann væri á vissan hátt málsaðili. Hafi hann skrifað um þetta allt má hann hafa haft góða heimildar- menn úr innsta kjarna allra fylkinga og ætta. Fleiri en einn og fleiri en tvo. Það er því aðeins Landnámabók (Sturlubók) sem með vissu er rituð af Sturlu Þórðarsyni. Í þeirri bók er kjarninn ættartölur og það er líka tals- vert af ættartölum í Njálu. Það skondna er að sömu ættartölur eru öðruvísi í Njálu en í Landnámabók og ólíklegt að Sturla hafi haft af þeim sitthvora útgáf- una í bókum sínum. Hafi hann skrifað Kristnisögu eru þar líka mótsagnir við kristniþátt Njálu sem bendir til þess að þar fari sitt hvor höfundurinn. Það er hins vegar rétt hjá Einari að það eru hliðstæður og endurómar milli þessara tveggja sagna en það bara á við svo margar sögur. Höfundar Ís- lendingasagna þáðu hver af öðrum og stóðu á öxlum hver annars. Við vitum líka að höfundar á öllum tímum sækja efni til samtímans, það sem þeir þekkja af eigin reynslu eða þekkingar sem þeir hafa aflað sér og höfundur Njálu er engin undantekning. Flugumýrar- brenna og Lönguhlíðarbrenna eru greinilega fyrir myndir höfundarins að Njálsbrennu. Það er hins vegar ekki alls kostar rétt hjá Einari að Njála sé þrískipt. Hún er eiginlega fjórskipt því hún hefst á forleik vestur í Dölum og Njálu- höfundur er ekki kunnugur á þeim slóðum. Á það hafa margir fræðimenn bent, fyrst sjálfur Árni Magnússon sem þar var upprunninn. Sturla Þórðarson var gagnkunnugur í Dölum, bjó þar stærstan part lífs síns og hefði trúlega aldrei gert sig sekan um þær missagnir og staðþekkingarvillur, landfræðilegar og sagnfræðilegar, sem þar koma fram. Þær verða ekki raktar hér. Það má af ofanskráðu sjá að ég er ekki endilega sammála Einari og vona að ég hafi rökstutt að málið er ekkert einfalt. Ég endurtek að ég veit ekkert um sannleikann en hafi Sturla Þórðar- son lögsögumaður skrifað Njálu þá skyldi það fara leynt. n Þetta er vorboði Bubbi Morthens tónlistarmaður sá fyrsta laxinn í Laxá í Kjós í gær. – DV Pólitískur ólgusjór S taðan í íslenskum stjórnmál- um er hreint út sagt illlæsileg. Byrjum á stöðumati á flokk- unum. Framsókn tók á sig brotsjó og for- manninn tók út. Maður fyrir borð. Það er ekki endilega það versta sem gat komið fyrir. Það var farið að kenna þreytu í garð Sigmundar Davíðs. Brotthvarf hans gefur flokknum tæki- færi til endurnýjunar. Fylgið er hins vegar hrunið og flokkurinn stendur frammi fyrir þeirri hættu að fara und- ir lífsmark, sem er fimm prósent. Sjálfstæðisflokkurinn fékk líka á sig brotsjó. Þar tók engan út. Allir hanga á dekkinu, laskaðir og marð- ir og virðast vera að jafna sig. Í viðtali í DV í fyrra sagði formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, að flokkurinn þyrfti að uppfæra sig. Það hefur lítið bólað á því. Enn er þó tæki- færi til þess. Einstaka nátttröll sem hafa steinrunnið í flokknum ættu að þekkja sinn vitjunartíma. En flokk- urinn sækir á í skoðanakönnunum og mælist nú með mest fylgi allra flokka. Samfylkingin er sjúklingur, varla með lífsmarki, svo vitnað sé í orð frá- farandi formanns. Í viðtali í dag við Kolbrúnu Bergþórsdóttur fer Árni Páll yfir stöðuna. Hann segir í raun að flokkurinn sé handónýtur og endur- nýja þurfi upp í rjáfur. Það verður ekki og vængbrotin Samfylking mun ekki hefja sig til flugs. Raunar hefur formannsefni tilkynnt að hann telji nauðsynlegt að leggja flokkinn niður og byrja upp á nýtt. Vinstri græn hafa verið að taka flugið. Þar er einkar geðþekkur og alþýðlegur formaður á fleti og þjóð- in kann að samsama sig Katrínu Jakobsdóttur. VG er einn af þremur flokkum sem er að mælast af þeirri stærðargráðu að skipta máli. Björt framtíð er það ekki lengur Píratar eru ekki lattelepjandi lopatreflar í Reykjavík. Þeir eru Ís- lendingar um allt land sem eru ósátt- ir við stöðuna. Eins og sjá má glögg- lega í fréttaskýringu í DV í dag eru Píratar á siglingu og hafa forystu í öll- um kjördæmum. Sá byr er þó hverf- ull og sjóræningjaskipið gæti hæg- lega setið fast í tempraða beltinu. Það veit þó enginn og ólíkindatólin gætu hæglega fengið það brautar- gengi sem þjóðin er sífellt að lofa. Aðrir og óstofnaðir flokkar gætu gert usla. En eins og staðan er í dag, og sérstaklega ef horft er til skoðana- könnunar Fréttablaðsins sem birtist í gær, þá eru líkur á að tveir af þrem- ur flokkum myndi næstu ríkisstjórn; Sjálfstæðisflokkur, Píratar og Vinstri græn. Ríkisstjórnin mun njóta góðra verka í kosningunum, en áralangur glundroði frá hruni mun verða vatn á myllu breytinga. Átökin um kjósend- ur munu fara fram á miðjunni. Sam- fylkingin brenndi sig á því að fara of langt til vinstri. Árni Páll hefur áttað sig á þessu en það gæti verið of seint að ætla að endurheimta það fylgi. Á móti kemur að margoft hefur sann- ast undanfarnar vikur að vika er sem eilífð í pólitík. n allar gerðir skreytinga Kransar, krossar, hjörtu og kistu- skreytingar Smáralind - S: 578 5075 - www.bjarkarblom.iS Persónuleg og fagleg þjónust a Ég veit ekki hvers vegna hann tók hana frá mér Julia, dóttir Nadezdu Eddu Tarasova, sem var myrt á Akranesi í apríl af sambýlismanni sínum. – mbl.is Nýja starfið leggst vel í mig Lúðvík Geirsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, hefur verið ráðinn hafnarstjóri bæjarins. – Vísir „Píratar eru ekki lattelepjandi lopatreflar í Reykjavík. Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is „Ég er ekki endilega sammála Einari og vona að ég hafi rökstutt að málið er ekkert einfalt. Höfundur Njálu – flókið mál Helgi Indriðason Tannlæknir Kjallari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.