Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 53
Helgarblað 13.–16. maí 2016 Menning 53 Heilunarskóli & ýmis námskeið Sími 517 4290 Erum á Facebook Gleði - Friður - Hamingja Nýjaland nyjaland@gmail.com • www.nyjaland.is Karamella og perur Súkkulaði og ferskjur Vanilla og kókos Bragðgóð grísk jógúrt að vestan Líkamlegir skúlptúrar Berlinde de Bruyckere sýnir í Listasafni Íslands Í Listasafni Íslands verða í fyrsta skipti á Íslandi sýnd verk eftir hina heimsþekktu belgísku listakonu Berlinde de Bruyckere en hún sló í gegn á Feneyjatvíæringnum 2003. Á sýningunni verða þrír skúlptúrar og teikningar frá síðustu fimmtán árum. Í verkum sínum sem vísa á margan hátt aftur í málverk flæmska skólans og þýskra endur- reisnarmálara skapar de Bruyckere afmyndaðar fígúrur úr vaxi, feldi og hárum – ýmist mann- eða dýrslegar. Verurnar eru líkamlegar, viðkvæmar, ljóðrænar en á sama tíma óþægilegar og óhugnanlegar. „Í verkum sínum notar hún til dæmis hrossaskinn sem fellur til við matvælaframleiðslu. Maður kemst ekki þægilega hjá því að horfast í augu við hlutina,“ segir Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík Einn skúlptúranna sem verða settir upp í Listasafni Íslands hefur aldrei áður verið sýndur opin berlega, en hann hafði verið seldur á kaupstefnu árið 2002, skömmu eftir að de Bruyckere kláraði hann. Kaupandinn lét nafns síns ekki getið og því vissi listakonan ekki hver átti verkið fyrr en hún rakst á það kvöld eitt í matarboði ekki alls fyrir löngu. Hátindar Helga San Francisco-ballettinn Hinn heimsþekkti dansari, danshöfundur og -stjórnandi, Helgi Tómasson, snýr aftur til Íslands með San Francisco-ballettinn. Helgi hefur verið listrænn stjórnandi þessa elsta og eins stærsta dansflokks Bandaríkjanna í þrjá áratugi. Á Listahátíð mun ballettinn sýna valda kafla úr mörgum af bestu verkum sínum við meðleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborgarsal Hörpu. Þó að ballettinn hafi þrisvar sinnum sýnt á landinu er þetta í fyrsta skipti sem hann gerir það við lifandi tónlist. Undir stjórn Helga á síðustu þremur áratugum hefur ballettinn hlotið almenna viðurkenn- ingu sem einn fremsti ballettflokkur heims. Hann er þekktur fyrir víðfeðma efnisskrá, óvenjumikla breidd og hæfni dansaranna og listræna sýn sem hefur sett ný viðmið í hinum alþjóðlega ballettheimi. Á efnisskránni verður meðal annars verk eftir Helga sjálfan við tónlist eftir Tchaikovsky. Þá verða sýnd verk eftir breska danshöfundinn Christopher Wheeldon við tónlist eftir Bosso og Vivaldi, og verk eftir Rússann Alexei Ratmansky við tónlist Shostakovich. Í leit að upp- runanum Óperan UR_ eftir Önnu Þorvaldsdóttur UR_, fyrsta ópera Önnu Þorvaldsdóttur tón- skálds verður frumflutt á Íslandi á Listahátíð í Reykjavík. Anna er rísandi stjarna í heimi klassískrar tónlistar og í verkinu býður hún áhorfendum í íhugult ferðalag um óræða veröld í tíma og rúmi þar sem hugleiðingum um leit að uppruna og tengingu við rætur sjálfsins er velt upp. Þorleifur Örn Arnarsson leikstýrir verkinu en uppsetningin hér á landi er unnin í samstarfi við Íslensku óperuna. Verkið er afrakstur tveggja ára vinnu og samstarfs fjölmargra stofnana á Grænlandi, í Noregi, Þýskalandi og á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.