Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 33
Helgarblað 13.–16. maí 2016 Fólk Viðtal 33 Fiskur er okkar fag - Staður með alvöru útsýni Opið allt árið, virka daga, um helgar og á hátíðisdögum Kaffi Duus v/ Smábátahöfnina í Keflavík - Aðeins 5 mínútur frá Leifstöð, lítið við í leiðinni • Sími: 421 7080 • duus@duus.is • Opið frá kl. 10:30 - 23:00 alla daga Allt það besta í íslenskri og indverskri matargerð Ég held að skortur á tiltrú á flokkinn síðustu misseri skýrist allra helst af þessari sundruðu ásýnd. Það gekk mjög vel hjá okkur á fyrri hluta kjörtímabilsins. Við sner­ um hratt við stöðunni og tvöfölduð­ um meðalfylgið í landinu frá því sem það var í þingkosningunum árið áður. Í könnunum í framhaldinu fórum við í 20–23 prósent fylgi á landsvísu. En frá og með síðasta landsfundi súnkaði fylgið og okkur hefur gengið erfiðlega að finna takt­ inn á nýjan leik. Það hefur veikt mig og alveg örugglega dregið úr tiltrú á mér innan flokks, innan þingflokks og annars staðar. Þess vegna var það markmið mitt að koma málum svo fyrir að það gæti farið fram allsherj­ aratkvæðagreiðsla þannig að flokks­ menn fengju tækifæri til þess að kjósa formann beinni kosningu og það gerist núna.“ Hvernig var fyrir þig að koma inn á þingflokksfund og sitja á móti fólki sem þú vissir að vildi losna við þig? „Í mannlegu samfélagi sjáum við alltaf einhverja flokkadrætti. Sam­ starfið í þingflokknum hefur oft gengið með ágætum en það var mér mjög mikið áfall að fá fyrirvaralaust mótframboð á síðasta landsfundi án þess að nokkur umræða hefði verið um það í flokknum að formennska mín væri vandamál.“ Hafði engin umræða um óánægju með þig farið fram í þing- flokknum? „Nei. Hjá okkur var einhver áherslumunur eins og alltaf er í stjórnmálum, en ekkert sem rétt­ lætti fyrirvaralaust mótframboð. Það kom mér í opna skjöldu að sjá forystufólk sem ég hafði fundað með reglulega og aldrei tjáð við mig ágreining standa allt í einu að mót­ framboði gegn mér. Lykillinn að lýðræðislegri fjölda­ hreyfingu er að ræða hlutina opin­ skátt og koma framan að fólki og rökræða. Ömurlegustu tímarnir í gamla Alþýðubandalaginu voru þegar fundir drógust fram á nótt og maður þorði ekki heim að sofa því þeir sem lengst sátu tóku þá fund­ inn yfir og fóru að álykta í allar áttir í nafni hans og berja á félögum sín­ um fjarstöddum. Aðalkostur Sam­ fylkingarinnar var að við ákváðum að standa saman um lausn sem allir gætu sætt sig við og virða ólík sjónar mið. Þessi atburðarás fól í sér fráhvarf frá þessari stefnu og hafði ekki góð áhrif á flokkinn og það held ég að allir hafi séð í eftirleiknum. Það snýst ekkert um mig eða mína persónu, heldur þessi vinnubrögð og virðingarleysi gagnvart öðrum félögum. Flokksmenn úti á landi tóku þessu fyrirvaralausa mótfram­ boði til dæmis mjög illa því þeir voru búnir að ráðstafa tíma sínum miðað við boðaða dagskrá landsfundarins og gátu ekki gert ráðstafanir til að koma á landsfundinn. Þetta fólk upplifði að það hefði verið svipt at­ kvæðisrétti sínum. Það er mikilvægt að við komum í veg fyrir að atburða­ rás eins og þessi endurtaki sig. Hún var engum til góðs.“ Vill vera í Samfylkingunni Skortir Samfylkinguna ekki ein- hverja sérstöðu, er hún ekki að verða of keimlík öðrum flokkum? „Ég held að Samfylkingin hafi mikla sérstöðu, en ekki nýtt hana með nægilega skýrum hætti. Við höfum stefnu sem hefur virkað betur en nokkuð annað síðustu 100 árin og við höfum sýnt einstakan ár­ angur þegar okkur hefur verið treyst fyrir ábyrgðarhlutverki, eins og hér í kjölfar hruns. Samfylkingin stóð að öllum mikilvægustu ákvörðunum og stóð oft ein gegn allra handa lýð­ skrumi og töfralausnum. Ef þú kýst Samfylkinguna ertu því að kjósa fólk með reynslu. Það er okkar að útskýra fyrir fólki að við skiljum þau mistök sem við höfum gert á fyrri tíð og höf­ um lært af þeim. Við eigum líka að byggja á því besta úr glímunni við hrunið, þegar við áttum mikil og ár­ angursrík samskipti og rökræður við verkalýðshreyfinguna, atvinnulífið og við fjölbreyttan hóp fólks.“ Heldurðu að þú gætir átt samleið með Viðreisn? „Það er margt í stefnu þeirra sem er samhljóma stefnu Samfylkingar­ innar, en Viðreisn er ekki jafnaðar­ flokkur. Þrátt fyrir það er í raun meiri munur á stefnu Samfylkingar­ innar og Vinstri grænna, en á stefnu Samfylkingarinnar og Viðreisnar og það er örugglega hægt að eiga gott samstarf og samhljóm með Við­ reisn sem umbótaafli eins og hinum flokkunum sem við störfum með í stjórnarandstöðunni í dag. Það á að efla sjálfstraust Samfylkingarinnar og verða henni hvatning til góðra verka að sjá að Píratar, Björt fram­ tíð og nú Viðreisn tefla fram stefnu sem er að flestu leyti í samhljómi við stefnu Samfylkingarinnar.“ Gætirðu hugsað þér að ganga úr Samfylkingunni og í Viðreisn? „Nei, ég vil vera í Samfylkingunni og ég vil vera í jafnaðarmannaflokki sem hefur metnað til að vera þessi stóri flokkur sem rúmar ólík sjónar­ mið, treystir sér til að byggja sig upp sem fjöldahreyfingu, er tilbúinn að vinna með verkalýðshreyfingunni, tekur sér stöðu í miðju samfélags­ ins og setur sér að vera málsvari ólíkra hópa í samfélaginu. Stóra spurningin sem Samfylkingin þarf að svara skýrt á næsta landsfundi er hvort hún sé tilbúin að vera jafn­ aðarflokkur sem endurreisir sam­ bandið við verkalýðshreyfinguna og umfaðmar aðrar hreyfingar sem vilja breyta samfélaginu til góðs. Það er grafalvarlegt ef ekki er til flokkur sem lítur á það sem hlut­ verk sitt að standa fyrir samfélags­ baráttu með verkalýðshreyfingunni og leggja upp sameiginleg mark­ mið með henni. Ég finn áhuga á því í verkalýðshreyfingunni að til sé alvöru jafnaðarmannaflokkur.“ Steikt útlegging Egils Hefur Samfylkingin ekki færst of mikið til vinstri í stað þess að höfða til miðjunnar? „Egill Helgason skrifaði ný­ lega pistil og segir að það að ég tali um miðjuna sýni að ég sé ekki jafn­ aðarmaður. Ég hef aldrei séð jafn steikta útleggingu á nokkrum hlut. Jafnaðar flokkar leggja sig alltaf fram um að ná miðjufylginu, því ef þeir taka sér stöðu úti á vinstri kanti og skilja miðjufylgið eftir fyrir aðra þá komast þeir ekki til áhrifa. Í skil­ greiningu sænskra jafnaðarmanna á framtíðarflokknum er talað um flokk sem taki sér stöðu í miðju samfé­ lagsins. Ástæðan er einfaldlega sú að ef menn ætla að stjórna landinu og leiða meirihlutastjórn verða þeir að geta átt samtal við ólíka hópa í sam­ félaginu en geta ekki úthrópað þessa eða hina. Víðtækt bandalag um sam­ félagsbætur er forsenda árangurs í efnahagsstefnunni. Ef það hins vegar gerist, eins og hefur gerst núna, að alltof margir á vinstri kanti stjórn­ málanna tala niður samstarf og heil­ brigða rökræðu milli ólíkra hópa, þá skilja þeir eftir stóran hóp fólks sem ekki finnur sig í þeirra hópi. Jafnaðarflokkur eins og Samfylk­ ingin á að styðjast við hugmynda­ fræði en líka að hafa metnað til að tala við fólk á forsendum þess sjálfs. Ef við nálgumst ekki fólk sem ekki kýs okkur í dag, þá komumst við ekkert áfram. Og ef það á að þurfa að sam­ þykkja fyrirfram allt sem við erum sammála um, þá komumst við held­ ur ekkert áfram. Ég hef alla tíð fundið mikinn stuðning við þessi sjónarmið sem ég hef sett fram um frjálslyndan, opinn flokk í miðju samfélagsins innan Samfylkingarinnar. Ég fékk yfirburðakjör í formannskjöri fyrir þessum sjónarmiðum fyrir þrem­ ur árum og skynja að þau eiga enn sterkan hljómgrunn.“ Ert þú búinn að ákveða hvern þú ætlar að kjósa í formannskjöri? „Mér finnst að fráfarandi formaður flokksins eigi að sýna flokksmönnum þá virðingu að skipta sér ekki af því kjöri.“ Finnst þér líklegt að Samfylkingin rétti úr kútnum við það eitt að skipta um formann? „Nei. Viðsnúningurinn þarf líka að snúast um endurnýjun á vinnu­ brögðum og nálgun. Kosning nýs formanns getur verið hluti af því, sem og endurnýjun í forystusveit og þingliði. Ef þessi flokkur hefur metn­ að til þess að vera ekki aukahjól í stjórnmálum heldur leiða ríkisstjórn þá verðum við að geta náð til breiðs hóps fólks með ólíkar skoðanir en sama markmið. Það mun VG ekki gera, það munu Píratar heldur ekki gera til fulls. Þetta þarf Samfylkingin að geta gert og á ekki að skilja þetta Ábyrgð „Ég mun ekki finna mig í því hlutverki að vera fyrrverandi formaður í þingflokki og grafa undan eftirmanni mínum.“ Þörf á endurnýjun „Ég held að það sé hollt að það verði umtalsverð endurnýj- un í hópi frambjóðenda til Alþingis.“ Myndir Sigtryggur Ari „Það kom mér í opna skjöldu að sjá forystufólk sem ég hafði fundað með reglulega og aldrei tjáð við mig ágreining standa allt í einu að mótframboði gegn mér Óbærileg staða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.