Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 54
Helgarblað 13.–16. maí 201654 Menning Glæsibær · Sími: 571 0977 · Opið 10-18 · www.deluxe.is Fjölbreyttar vörur og úrval meðferða Maí tilboð - 20% afsláttur af öllum vax meðferðum “Hér er æðislegt tilboð frá æðislegum stelpum”. Dýrleg lesning Í slensk klassík er kiljuritröð sem Forlagið hefur gefið út á síðustu árum. Eins og heitið ber með sér samanstendur ritröðin af endur- útgáfu á íslenskum öndvegis- verkum. Það ber að fagna þessari útgáfu því mikilvægt er að nýjar kynslóðir hafi greiðan aðgang að því besta sem skrifað hefur verið á íslensku. Sverrir Kristjánsson sagn- fræðingur var sannarlega ritfær maður og það svo mjög að hrein unun er að lesa skrif hans. Sverrir var annar höfunda Íslenskra örlaga- þátta sem komu út á árunum 1964– 1973 en hinn var Tómas Guð- mundsson skáld. Úrval af þáttum Sverris er nú komið út í ritröðinni Íslensk klassík og er það mikið fagnaðarefni því hér er á ferð dýrleg lesning. Það er vel við hæfi að ann- álaður stílisti Guðmundur Andri Thorsson skrifi formála bókarinnar þar sem hann fjallar um Sverri á afar fallegan og næman hátt. Þættirnir í þessari bók eru tíu og Sverrir kemur víða við, segir frá þekktum mönnum eins og Hall- grími Péturssyni, Bólu- Hjálmari og Bjarna Thorarensen en fjallar einnig um óþekktari einstaklinga og áhrifamesti þátturinn er senni- lega sá sem fjallar um örlög niður- setnings á 20. öld. Þættirnir eru frá- bærlega vel stílaðir, frásagnargáfa Sverris er mikil og smitandi og hann hefur einstakt lag á að sviðsetja at- burði og lesa inn í huga persóna þannig að lesandinn trúir því að einmitt þannig hafi þetta verið. Dæmi um þetta er þegar höfundur segir að ugg hafi sett að Ragnheiði Brynjólfsdóttur þegar hún las sálm- inn Um dauðans óvissan tíma eftir Hallgrím Péturs- son í fyrsta sinn og orðin hafi hljóm- að eins og feigðar- spá fyrir eyrum hennar. Glímu Bólu-Hjálmars við drauginn Skottu er lýst á svo magn- aðan hátt að les- andinn getur ekki annað en trúað hverju orði í frá- sögninni meðan hann les, þrátt fyr- ir að allt sé þar með miklum ólíkindum. Þeir sem eru ná- kvæmastir kunna að finna að þeim skáldlegu tilþrifum sem Sverrir sýnir svo oft og halda því fram að þau séu ekki yfirveguð sagnfræði en lík- legt er að allflestir lesendur heillist einmitt sérstaklega af þeim hæfi- lega höfundar að gæða frásögn sína skáldlegri spennu. Í þættinum um Bjarna Thorarensen er sagt frá manni sem var í meira lagi refsiglaður. Sverrir hefur sérstakt lag á að skapa sam- úð með þeim persónum sem hann skrifar um en þessi þáttur sker sig frá öðrum þáttum bókarinnar að því leyti að nær ómögulegt er að hafa samúð með aðalpersónunni svo harðlynd og ofstækisfull er hún. Í þættinum Köld eru ómag- ans kjör þar sem sagt er frá hinum unga Páli Júlíusi og óblíðum örlögum hans er samúð lesand- ans alfarið með hinni ólánsömu aðalpersónu og hætt er við að einhverjir kom- ist við. Örlagaþættir Sverris Kristjánssonar svíkja engan. Það er ekki hægt að mæla nógsamlega með þessari bók. Lesið og njótið. Það er varla hægt að upplifa Íslands- söguna á skemmtilegri hátt en í örlagaþáttum Sverris Kristjáns- sonar. Maður hreinlega uppveðrast og endurnærist. n Stílisti skrifar um stílista „Það er vel við hæfi að annálaður stílisti Guðmundur Andri Thorsson skrifi formála bókarinnar.“ Mynd Sigtryggur Ari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Bækur Örlagaþættir Höfundur: Sverrir Kristjánsson Útgefandi: Forlagið 468 bls. „Örlagaþættir Sverris Kristjáns- sonar svíkja engan. Það er ekki hægt að mæla nógsamlega með þessari bók. Guðrúnartúni 4, 105 reykjavík Sími: 533 3999 www.betraGrip.iS Opið virka daga frá kl. 8–17 gæða dekk á góðu verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.