Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 41
Helgarblað 13.–16. maí 2016 Sport 41 Áfangar 6. júlí 2011 – 16 ára gamall leikur Hjörtur sinn fyrsta deildaleik með Fylki í meistaraflokki. 20. júní 2012 – Skrifar undir atvinnumanna- samning við hollenska stórliðið PSV Eindhoven. 19. ágúst 2013 – Spilar sinn fyrsta deildaleik í atvinnumennsku með varaliði PSV á móti FC Oss í hollensku b- deildinni. 31. janúar 2016 – Leikur sinn fyrsta landsleik gegn Bandaríkjunum í 3-2 tapi. 16. febrúar 2016 – Lánaður til sænska félagsins IFK Gautaborg sem leikur í efstu deild. 2. maí 2016 – Spilar sinn fyrsta leik í Allsvenskan gegn Gefle í 6-2 sigri. 9. maí 2016 – Valinn í landsliðs- hóp Íslands sem fer í fyrsta skipti í lokakeppni Evrópumótsins. Nytjamarkaður Grensásvegi 14, bakhúsi Útsala og auðvitað prúttsala 17. til 21. maí Opið alla dagana frá kl. 11 til 6 síðdegis. og Norðurbrún 2 „Ég ætla mér að verða framtíðarmaður“ V arnarmaðurinn ungi, Hjörtur Hermannsson, sat spenntur við tölv- una og horfði á beina útsendingu frá blaða- mannafundi Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar, til að kom- ast að því hvort hann væri á leiðinni á EM eða ekki. Hann segir í sam- tali við DV að hann hafi upplifað mikla gleði þegar hann sá mynd af sér birtast á skjánum en einnig vott af óraunveruleikatilfinningu. „Ég trúði þessu varla í alvöru.“ Hann hafði þó lítinn tíma til að jafna sig á fréttunum. Þegar nafn hans kom upp voru tíu mínútur þar til hann átti að vera mættur til undirbúnings leiks Gautaborgar og Djurgarden í sænsku úrvals- deildinni – leiks sem hann lék frá fyrstu mínútu og vann. Fékk símtal á föstudeginum Árbæingurinn er yngsti leikmað- urinn sem fer fyrir Íslands hönd á EM í Frakklandi. Hann er fæddur árið 1995 og er tveimur árum yngri en þeir þrír sem næstir eru honum í aldri. Hjörtur segir að hann hafi verið jafn vel búinn undir að fá þær fréttir að hann yrði ekki í hópnum, eins og þær fréttir að hann yrði á meðal þátttakenda. „Ég fékk sím- tal frá Heimi á föstudeginum þar sem við ræddum stöðuna,“ segir Hjörtur en hann er að stíga upp úr nárameiðslum sem hann varð fyr- ir gegn Grikkjum; sem var fyrsti a- landsleikurinn hans í byrjunarliði. Hann fékk ekkert að vita í því sam- tali en segist hafa fundið á sér að möguleikinn væri raunverulegur. Hann segist hafa bundið vonir við að aldurinn hjálpaði honum – að þjálfararnir myndu í aðra röndina horfa til framtíðar við valið á leik- mannahópnum. Á hinn bóginn vissi hann að hann væri að keppa við frábæra knattspyrnumenn. Hjörtur er, ásamt því að vera yngstur, sá leikmaður í hópnum sem hefur leikið fæsta a-lands- leiki. Hjörtur setur það ekki fyrir sig. Hann hafi spilað marga lands- leiki fyrir yngri landsliðin og þar með nokkrum leikmönnum sem eru í EM-hópnum. Hann þekki aðra leikmenn frá tíma sínum í Hollandi, auk þess sem hann hafi í nokkur skipti verið í a-landsliðshópnum. Frá Fylki til PSV „Ég er appelsínugulur í húð og hár,“ segir Hjörtur um æskuárin í boltan- um. Með Fylki æfði hann til 17 ára aldurs, þegar hann samdi við PSV í Hollandi. Þar hefur hann verið síðustu þrjú til fjögur árin. „PSV er frábær klúbbur og það var gott að komast til þeirra og þróa minn leik. Ég er enn samningsbundinn þeim,“ segir Hjörtur sem hefur undan- farin ár leikið með varaliði PSV í næstefstu deild í Hollandi. Það rann upp fyrir honum í haust að eitthvað væri í það enn að hann kæmist í aðallið PSV. Hann vissi af áhuga nokkurra liða og óskaði eft- ir því að fá að fara á lán. Gautaborg varð fyrir valinu en um er að ræða einn stærsta klúbbinn í Svíþjóð – sem er iðulega í baráttu um titilinn. Hjörtur hefur verið í byrjunarliðinu í undanförnum tveimur leikjum en hann meiddist í nára í leik Íslands og Grikklands í mars. Þau meiðsli settu strik í reikninginn en Hjörtur segist hafa fengið að spila alla leik- ina hjá Gautaborg þegar hann hef- ur verið heill heilsu. Hjálmar pabbinn í hópnum Hann er afar ánægður með vista- skiptin og segir gott að komast í deild þar sem gerðar eru kröf- ur til liðsins. „Stuðningsmennirn- ir eru fljótir að láta í sér heyra ef ekki gengur vel.“ Hann segir að hjá liðinu sé mikil samkeppni en félag- ið hafi verið óheppið hvað meiðsli varðar. Hjálmar Jónsson, sem leik- ið hefur með Gautaborg í árar- aðir, hefur verið meiddur en þeir Hjörtur leika báðir sem miðverðir. Þeir náðu nokkrum leikjum saman áður en Hjálmar meiddist. „Hann er búinn að vera í 15 ár hjá Gauta- borg og það er merkilegt, hvar sem er í heiminum. Hann er faðir hóps- ins og þekkir þetta út og inn. Það er gott að leita til hans með spurn- ingar, auk þess sem hann er frábær knattspyrnumaður,“ segir Hjörtur. „Ég hef metnað til þess“ Hann segist ekki gera sér neinar væntingar persónulega um fram- gang á EM. Hann setji alltaf hag liðsins ofar eigin hag. „En ef ég get hjálpað liðinu á vellinum þá væri það frá- bært. Ég tek öllum hlut- verkum sem mér eru ætluð. Við ætlum að skrifa söguna og erum hvergi nærri hættir.“ Hann segist fyrst og fremst vera ánægð- ur með að fá að taka þátt í þessu ævin- týri, enda hafi hann mikinn áhuga á því að verða fastamað- ur í landsliðinu. „Ég hef metnað til þess. Von- andi munum við endurtaka þetta. Þá get ég kannski miðl- að einhverju af þessari reynslu sem ég mun öðl- ast. Ég ætla mér – von- andi – að verða fram- tíðarmaður og þá mun þetta hjálpa.“ n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is n Hjörtur Hermannsson verður yngsti leikmaður Íslands á EM n Leikur með einu besta liði Svíþjóðar Reyndur landsliðsmaður Hjörtur á að baki 55 landsleiki með yngri landsliðum Íslands. „Við ætlum að skrifa söguna og erum hvergi nærri hættir. Í leik með Gautaborg Hjörtur er að ná sér á strik eftir meiðsli sem hann varð fyrir í landsleik. Spenntur Hjörtur tekur hverju því hlutverki sem honum verður falið á EM fagn- andi. n Boleyn Ground kvaddur n Reid í hóp þeirra sem skoruðu kveðjumörkin á frægum leikvöngum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.