Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 2
Helgarblað 13.–16. maí 20162 Fréttir S HELGASON - Steinsmiðja síðan 1953 Opnunartími Mán - fim 9:00 -18:00 Föstudaga 9:00 - 17:00 Laugardaga 10:00 -14:00 Sími: 557 6677 Netfang: shelgason@shelgason.is www.shelgason.is 25% afsláttur af öllum granít legsteinum út maí K affiunnendur hafa ekki farið varhluta af því að verð á kaffihúsum hefur hækkað á undanförnum misserum. Athugun DV leiðir í ljós að verðið á tveimur vinsælum kaffi- drykkjum hjá kaffirisunum tveimur, Kaffitári og Tei og kaffi, hefur hækk- að um allt að 26 prósent á aðeins tveimur árum. Hækkanirnar eru langt umfram verðlagsbreytingar á tímabilinu. Mikil hækkun milli kannana DV gerði ítarlega verðkönnun á fjöl- mörgum kaffihúsum í Reykjavík í lok maí árið 2014 þar sem verð á vin- sælum drykkjum var skoðað. Meðal annars verð á latte og cappuccino hjá Kaffitári og Tei og kaffi. DV endur- tók verðkönnunina í febrúar 2015 þar sem í ljós kom 10–15 prósenta verð- hækkun á drykkjunum tveimur hjá þessum tveimur umsvifamestu kaffi- keðjum landsins. Nú rúmu ári síðar hafa kaffibollarnir enn hækkað í verði. Ríflega 20% hækkun Í maí 2014 kostaði latte 495 krónur hjá Tei og kaffi en kostar í dag 595 krónur. Þetta er hækkun um 20 prósent, eða 100 krónur. Bolli af cappuccino kostaði á sama tíma 475 krónur en 585 krónur í dag og hefur því hækkað um 23 pró- sent, eða 110 krónur. Fyrir tveimur árum kostaði latte 500 krónur hjá Kaffitári en 630 krónur í dag, það gerir hækkun upp á 26 pró- sent eða 130 krónur. Cappuccino kost- aði 470 krónur en er nú á 580 krónur og hefur því hækkað um 23 prósent, eða 110 krónur. Þetta segja þau um hækkanir Forsvarsmenn fyrirtækjanna hafa gef- ið þær skýringar á hækkunum milli áranna 2014 og 2015 að þær megi rekja til hærri rekstrar-, launa- og hrá- efniskostnaðar sem og breytinga sem urðu á virðisaukaskattþrepunum í ársbyrjun 2015. Sem leiddu til að verð til neytenda var hækkað. DV leitaði skýringa hjá keðjunum á hækkunum sem orðið hafa síðan þá. Halldór Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri kaffihúsa hjá Tei og kaffi, segir að verðhækkanir í vor hafi kom- ið til vegna launahækkana í ársbyrjun, auk þess sem verð á aðföngum frá öðr- um fyrirtækjum hafi hækkað vegna kjarasamninganna. Hann bendir einnig á að skömmu eftir könnun DV í maí 2014 hafi hækkun verið í pípunum sem og varð, í júní 2014. Hækkun sem beðið hafði verið með í tvö ár. „Einnig má taka fram að við drógum hækkun okkar vegna virðisaukaskatt- hækkana úr 7% í 11% á nokkrum drykkjum til baka í byrjun árs 2015.“ Sólrún Björk Guðmundsdóttir, markaðs- og rekstrarstjóri Kaffitárs, segir að verð á umræddum kaffidrykkj- um hafi hækkað um fimm prósent í apríl síðastliðnum, frá því sem var í maí 2015. Þá hafi launakostnaður kaffihúsa aukist verulega frá því í janúar í fyrra auk þess sem hækkun á leigu og að- föngum sé aðalástæðan fyrir hækkun á kaffidrykkjum í apríl síðastliðnum. n Kaffibolli hækkað um rúmlega 20% Vinsælir drykkir hækkað langt umfram verðlag hjá risunum tveimur 2014 2016 Te og kaffi Verð í maí 2014 Febrúar 2015 Verð í dag Hækkun frá 2014 Latte 495 kr. 555 kr. 595 kr. 20% Cappuccino 475 kr. 545 kr. 585 kr. 23% Kaffitár Verð í maí 2014 Febrúar 2015 Verð í dag Hækkun frá 2014 Latte 500 kr. 550 kr. 630 kr. 26% Cappuccino 470 kr. 520 kr. 580 kr. 23% Svona hefur verðið hækkaðSigurður Mikael Jónssonmikael@dv.is Vill breyta þingsköpum Forsetaefnið Guðni Th. Jóhann- esson vill að þingsköpum verði breytt þannig að lokað verði fyrir að hægt sé að misnota umræður um fundarstjórn forseta. „Þetta er til í öðrum ríkjum en er misnotað á Íslandi og nær hvergi annars stað- ar. Þess vegna horfir almenningur í landinu á þingið og hugsar „Hvað er þetta fólk að gera?““ Hann seg- ir að minnihlutinn komi í veg fyrir að meirihlutinn ráði með málþófi. „Svona vinnubrögð getum við ekki liðið,“ sagði Guðni í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Hann telur að málið sé þess eðlis að forseti geti beitt sér með beinum hætti til að fá þessu breytt. Svipað og fyrir hrun Meira er brotið á réttindum launa- fólks núna en fyrir einum til tveim- ur áratugum. Þetta er mat Gissurar Péturssonar, forstjóra Vinnumála- stofnunar. Hann var gestur í morgunútvarpi Rásar 2 á fimmtu- dag og sagði að verstu dæmin væri að finna þegar útlendir atvinnu- rekendur réðu samlanda sína í vinnu. Hann sagði að aðstæður nú væru svipaðar og á árunum fyrir hrun. Gífurleg eftirspurn væri eftir fólki. „Hugsanlega standa menn frammi fyrir einhverjum verksamn- ingum sem þeir eru búnir að skuld- binda sig til að vinna en fá ekki fólk og þá er farin stysta leið.“ Hvatinn til að fara á svig við lög og reglur sé ef til vill meiri en hann var áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.