Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Side 32
Helgarblað 13.–16. maí 201632 Fólk Viðtal Mekka íssins Erum í miðbæ Hveragerðis Ís í vél, 4 tegundir | Kúluís Pinnaís | Krap | Bragðarefur Ísfrappó | Sælgæti | Franskar Samlokur | Gos | Snakk Bland í poka | Pylsur | Kaffi Opnunartími mán-fim 10 - 21 / fös 10 - 22 lau 12 - 22 og sun 12 - 21 Breiðamörk 10, Hveragerði Árni Páll Árnason lætur senn af formennsku í Samfylkingunni. Í viðtali ræðir hann um stöðu Samfylkingarinnar og hina mikilvægu baráttu um miðju- fylgið og lýsir því hvernig honum finnst að jafnaðarmannaflokkur eigi að vera. Óbærileg staða Á rni Páll Árnason hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs sem for­ maður Samfylkingarinnar, en hann hafði áður lýst yfir framboði. Ákvörðun hans kom því á óvart. Framtíð hans innan Sam­ fylkingarinnar er óráðin og hann íhugar stöðu sína. Árni er fyrst spurður hvort hann ætli að vera áfram í Samfylkingunni og hvort hann ætli að bjóða sig fram til þings fyrir flokkinn. „Ég hætti ekki að vera jafnaðar­ maður. Svo lengi sem Samfylk­ ingin talar fyrir jafnaðarstefnu þá er hún minn flokkur,“ segir Árni Páll. „Næstu skref ætla ég að hugsa í rólegheitum í sumar. Ég er með fullt af hugmyndum og mig langar til að finna þeim farveg. Ef það er eftirspurn eftir því í kjördæmi mínu þá get ég vel hugsað mér að gefa kost á mér aftur.“ Hættirðu við formannsfram­ boðið vegna þess að þú taldi víst að þú myndir tapa? „Nei. Ég vissi að ég gæti tapað en ég sannfærðist um það á þessum vikum sem ég kannaði stöðuna að ég gæti líka unnið. Ég hafði lengi verið tilbúinn að tapa en ég var ekki tilbúinn að vinna ef áfram yrði erfitt að fá starfsfrið. Mér leið mjög illa sem formaður flokksins allt frá síðasta landsfundi og fram á vetur þegar ég sendi flokksmönn­ um bréf þar sem ég fjallaði opin­ skátt um það sem mér fyndist að Samfylkingin yrði að gera ætlaði hún að ná árangri. En þá sagði ég líka að ég gæti ekki hugsað mér að halda áfram ef ekkert myndi breyt­ ast. Eftir að ég sendi bréfið var eins og létt væri blýkápu af herðum mér. Mér fannst ég aftur geta um frjálst höfuð strokið í þessu embætti og geta sagt það sem mér bjó í brjósti. En þegar ég dró framboð mitt til baka þá var það vegna þess að ég vildi ekki ganga aftur inn í það hlut­ verk að bera ábyrgð á sundruðum hópi. Þá var betri tilhugsun að stíga til hliðar og leyfa öðrum að spreyta sig á því að ná aftur samstöðunni og laða fylgið aftur til flokksins.“ Virðingarleysi við félaga Er einhver í þingflokki Samfylk­ ingarinnar sem þú hefur getað treyst eða treystir þér? Nefndu mér ein­ hvern. „Ég ætla ekki að gefa félögum mínum einkunn, en það hefur ekki farið framhjá neinum að ásýnd flokksins hefur ekki verið samhent. Ég á einhverja sök á því og ætla ekki að kasta ábyrgðinni alfarið á aðra. En frá síðasta landsfundi var staða mín algjörlega óbærileg og það hafði áhrif jafnt innan þingflokks­ ins sem almennt innan flokksins. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.