Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 36
Helgarblað 13.–16. maí 201636 Fólk Viðtal Fótbolti er bara lífið, ég þekki ekkert annað,“ segir Gary Martin sem er búinn að vera atvinnumaður í fótbolta síðan hann var 16 ára gamall. Líklega líf sem mörg ung, fótboltasjúk íslensk ungmenni gætu hugsað sér. Gary er núna 25 ára og hefur spilað á Íslandi síðustu sex árin. Ragnheiður Eiríksdóttir, blaðakona DV, settist niður með Gary á kaffihúsi í miðborginni og varð mikils vísari um feril hans, fótboltann, já og ást hans á villiköttum. „Hrokinn var vandamál“ G ary er fæddur og uppalinn í smábænum Darlington í Durham-sýslu, norðar- lega á Englandi. Þar bjó hann ásamt foreldrum og systkinum þar til fótboltaferill- inn hófst hjá Middlesbrough þegar hann varð 16 ára. „Markmið mitt var alltaf að lifa á fótbolta og komast eins hátt og hægt er. Þegar ég var að alast upp voru milljón aðrir strákar með nákvæmlega sama draum. En ég var heppinn og komst inn í ung- liðaprógramm hjá Middlesbrough, sem þýddi líka að ég hélt ekki áfram í skóla.“ Velgengni og hroki Gary segist hafa verið hrokafullur á þessum árum. „Mér gekk vel og kannski steig mér það dálítið til höfuðs. Lífið í Middlesbrough var rólegt og ekki mikið fjör, en heima í Darlington voru vinir mínir. Þeir hegðuðu sér ekki mjög gáfulega, djömmuðu að minnsta kosti mikið, nokkuð sem ég gat ekki leyft mér vegna boltans. Ég þurfti að passa að vera alltaf í toppformi. En þegar ég kom heim að hitta þá var freistandi að skreppa á klúbbana. Það fréttist og ég fékk viðvörun. Svo gerðist það aftur, þá voru mér settir afarkostir.“ Þessi hegðun var óásættanleg að mati stjórnenda fótboltaliðsins og Gary fékk val um að hætta í ung- liðaprógramminu, eða flytja til Middlesbrough, þar sem hægt væri að hafa betra auga með honum. „Ég fór í vist til Wendy sem var rit- ari félagsins. Hún var ótrúlega góð við mig, ég var með herbergi hjá henni og hún eldaði ofan í mig og passaði upp á mig. Ef ég hefði ekki gert þetta hefði ég aldrei komið til Íslands, svo ég er henni ótrúlega þakklátur. Það er erfiðast í heimi að segja nei við vini sína. En ég gat ekki leyft mér það sama og þeir, gat ekki hangið á barnum með þeim. Wendy var besta manneskja sem ég hefði getað lent hjá.“ Wendy kom til bjargar Gary bjó í tvö ár hjá Wendy, en hann fékk framlengdan samning við félagið og var ári lengur í ung- liðaprógramminu. „Eftir það hafði ég ekkert val, ég varð að komast áfram í fótboltanum. Jafnaldrar mínir voru komnir langt fram úr mér í námi og ég átti eiginlega ekki afturkvæmt – ég varð að fá vinnu við fótbolta.“ Þegar þarna var komið sögu var búið að skipta um yfir- stjórn hjá félaginu og Gary átti erfitt uppdráttar. „Hrokinn var vanda- mál hjá mér. Ég hagaði mér illa í leik og foreldrar mínir hefðu ekki orðið ánægðir með hegðun mína. Þarna var ég lánaður til Ungverja- lands og skömmu seinna var ég svo heppinn að fá tilboð frá ÍA á Ís- landi.“ Þegar tilboðið barst var Gary 19 ára, atvinnulaus og peninga- laus. Hann hafði farið til reynslu til Hartleypool, en loforð um samning gengu ekki eftir. Smá misskilningur í upphafi Gary var því fljótur að þekkjast boð- ið og flutti til Íslands sumarið 2010. „Mér fannst þetta svo frábær staður, enda kom ég hingað í fyrsta sinn að sumri og hafði ekki minnstu hug- mynd um hvernig veturinn væri á þessari eyju lengst norður í hafi. Seinna komst ég að því hvað vet- urinn reynir á geðheilsuna, en núna lít ég bara á það sem hluta vinnunnar.“ Hann sér þó ekki eftir því að hafa ákveðið að ganga til liðs við ÍA, og hlær þegar hann útskýrir fyrir blaðakonu að hann hafi aðeins misskilið leiktíma fyrirkomulagið í upphafi. „Ég hélt að tímabilið byrj- aði í janúar, eins og úti, og lagði mig brjálæðislega fram í öllum leikjun- um sem liðið spilaði hvort sem það voru æfingaleikir eða æfingamót. Hérna var ég algjörlega óþekktur og þurfti að sanna mig. Ég kom sem sagt inn með látum og skor- aði 30 mörk í 24 fyrstu leikjunum mínum á Íslandi. Ég hélt að hver einasti leikur hefði þýðingu og tók allt mjög alvarlega.“ Þetta varð að vonum til þess að fólk fór að taka eftir þessum mikla markaskorara sem allt í einu var mættur upp á Skaga. „Það var fínt á Akranesi en mig langaði lengra, í sterk lið eins og KR eða FH. Ég var lánaður til Danmerkur en það gekk ekki vel. Ég var ungur og hrokafull- ur og hafði skorað mörk í hverjum einasta leik á Íslandi. Ég hélt að það yrði eins að spila úti, en það var það alls ekki. Það er gott og nauðsyn- legt að hafa sjálfstraust í boltanum en hrokinn getur eyðilagt fyrir manni.“ Um mitt sumar 2012 var Gary seldur til KR. Þar spilaði hann fyrstu tvö árin undir stjórn Rúnars Kristinssonar þjálfara. „Það var langbesta tímabilið mitt til þessa. Mér fannst frábært að vinna með Rúnari, enda vann ég með honum tvo titla, og bæði silfur- og gullskó.“ Stóra KR-málið Fótboltaáhugafólk hefur velt vöng- um yfir því hvað gerðist eiginlega þegar Rúnar hætti sem þjálfari KR og Bjarni Guðjónsson tók við í október 2014. „Hann hraktist eigin- lega frá KR. Af hverju var hann ekki notaður meira, hann sem var alltaf að skora?“ sagði fótbolta fróður vinur blaðamanns þegar fréttist að viðtal við Gary væri á döfinni. „Bjarni er einn besti leikmaður sem ég hef spilað á móti, en mér kom alls ekki saman við hann sem þjálfara. Hann gaf mér ekki ábyrgð- ina sem ég vildi og trúði ekki nægi- lega á mig. Við erum báðir sterkir persónuleikar og áttum bara ekki skap saman. Ég var búinn að sanna mig rækilega, en hann sá hlutina öðruvísi en ég.“ Gary meiddist alvarlega á hné snemma á leik- tímabilinu 2015 í leik KR á móti Fylki, þann 21. maí, og varð það ekki til að bæta stöðu hans hjá Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is „Jafnaldrar mínir voru komnir langt fram úr mér í námi og ég átti eiginlega ekki afturkvæmt Kattavinur Markaskoraranum líður mjög vel á Íslandi. Sérmerktu persónulegu gjafavörurnar ALLT MERKILEGT GarðatorG 3, Garðabæ - S: 555 3569 - Sala@alltmerkileGt.iS - alltmerkileGt.iS - Sala@alltmerkileGt.iS Pantaðu í netversluninni Hægt er að fá bæði sent heim eða sækja í nýju versluninni okkar! Allt merkilegt 10 árA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.