Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 6
Helgarblað 13.–16. maí 20166 Fréttir Plankaparket Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Þýsk gæði! A uka þarf eigið fé Spari- sjóðs Suður-Þingeyinga um nálægt 200 milljón- ir króna fyrir árslok 2018 svo sjóðurinn uppfylli auknar kröfur Fjármálaeftirlitsins (FME) um eiginfjárhlutfall. Stjórn sparisjóðsins var á aðalfundi í síð- ustu viku veitt heimild til að auka stofnfé hans um 140 milljónir. Vona stjórnendur sjóðsins að stofnfjár- höfum fjölgi en einnig að núver- andi eigendur hans leggi því til aukið fé. Gangi það ekki eftir þurfi sparisjóðurinn mögulega að taka víkjandi lán. „Ef þetta gengur eftir þá nær það langleiðina upp í þessar 200 milljónir en auðvitað höfum við það ekki í hendi að héraðsbúar séu reiðubúnir að leggja í þetta 140 milljónir. Það er ekki eins og fólk sé með milljónir undir koddanum,“ segir Ari Teitsson, stjórnarformað- ur Sparisjóðs Suður-Þingeyinga, í samtali við DV. Gagnrýnir „hörku“ FME Samkvæmt nýbirtum ársreikningi sparisjóðsins barst stjórnendum hans bréf FME, þann 1. mars síð- astliðinn, um ákvörðun stofnunar- innar um álagningu eiginfjárauka á fjármálafyrirtæki. Samkvæmt henni þarf eiginfjárhlutfall sjóðs- ins að hækka næstu ár þannig það nemi 18,7% frá 1. janúar 2019. Það var 13,2% í árslok 2015. „Við ákváðum því á aðalfundi fé- lagsins, sem haldinn var 2. maí, að auka stofnféð verulega. Við von- umst til þess að fá nýja stofnfjár- aðila að sjóðnum. Það eru þegar um 250 stofnfjáraðilar en við viljum fjölga þeim verulega og svo treyst- um við á að þeir sem eru fyrir sjái sér hag í að efla og styrkja sjóðinn. Við höfum nú undanfarin ár greitt þokkalega vexti af stofnfé eða eðli- lega ávöxtun,“ segir Ari. Aðspurður hvort honum þyki líklegt að sjóðnum takist að safna alls um 200 milljónum bendir Ari á að sjóðnum sé einnig heimilt að taka víkjandi lán sem hægt sé að nota upp í eiginfjárkröfuna. „Við höfum aldrei þurft að nýta þá heimild. Við gerum nú ráð fyr- ir að það verði einhver hagnaður á hverju ári en ef okkur tekst ekki á næstu þremur árum að ná þessari aukningu þá er þessi möguleiki og varnagli fyrir hendi. Ég hef fulla trú á að okkur takist að leysa þetta mál með samstilltu átaki heimamanna. Það breytir ekki því að það er harka í þessu hjá FME og ekki gætt þess meðalhófs sem ætlast er til af lög- gjafanum.“ Skoðaði sparisjóðinn Ari svarar aðspurður að ekki sé hægt að rökstyðja auknar eiginfjár- kröfur með vísun í þá staðreynd að Sparisjóður Vestmannaeyja og AFL Sparisjóður, tveir stærstu spari- sjóðir landsins á þeim tíma, hurfu af sjónarsviðinu á síðasta ári þegar í ljós kom að þeir þurftu á verulegu eiginfjárframlagi að halda. FME hafi í vetur skoðað lánasafn Spari- sjóðs Suður-Þingeyinga og í kjölfar- ið gert alvarlegar athugasemdir við tæplega 1% þess. „Að auki voru gerðar athugasemdir við tryggingar á ákveðnum lánum sem í heildina námu um 1–2% af útlánasafninu. Við svoleiðis aðstæður virðist ekki þörf fyrir 18,7% eigið fé. Svo eru all- ir bankar og sparisjóðir að borga í tryggingasjóð innstæðueigenda, sem á að tryggja innstæður ef illa fer. Í honum eru 20 milljarðar króna í dag. Sparisjóður Suður-Þing- eyinga er búinn að borga í hann 100 milljónir og ef þannig færi að sjóðurinn reyndist ekki eiga fyr- ir innstæðum þá yrði skaðinn fyrst og fremst þeirra sem eiga hann og reka. Síðan eru gerðar mjög mikl- ar kröfur um tryggingar fyrir öllum lánum. Þarna eru þrír öryggisventl- ar sem eru allir mjög harkaleg- ir og tilkomnir af hruninu og svo eru menn hissa á því að vextir séu háir á Íslandi og rekstur þungur hjá fjármálafyrirtækjum. Það þarf mik- ið átak svo að fyrirtæki geti aukið eigið fé sitt um þriðjung á þremur árum,“ segir Ari. n n Sparisjóður Suður-Þingeyinga fjárþurfi n Leitar til eigenda vegna kröfu FME Sparisjóðurinn þarf að finna um 200 milljónir Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Húsavík Stofnfé Sparisjóðs Suður-Þingeyinga er 66,9 milljónir króna og er í eigu 251 aðila. Stjórnarformaðurinn Ari Teitsson segir aðalfund Sparisjóðs Suður-Þingeyinga hafa heimilað stofnfjáraukningu upp á 140 milljónir króna. „Það er ekki eins og fólk sé með milljónir undir koddanum. Lífríki Mývatns í hættu „Bleikjan hangir á bláþræði“ B leikjan hangir á bláþræði en síðustu áratugina hafa verið um 1.000 veiðanlegar bleikjur í vatninu, sem er mjög lítið, og stofninn er að mestu friðaður,“ sagði dr. Árni Einarsson, líffræðingur og forstöðumaður Náttúrurannsóknar- stöðvarinnar við Mývatn, í viðtali við Akureyri vikublað. Árni segir að ástæður þess megi rekja til einkenni ofauðgunar. Birtan nær ekki lengur nægilega langt ofan í vatnið og blá- grænar bakteríur taka yfir. „Það er ekki of seint að snúa þessari þróun við,“ útskýrði Árni. „Það hafa menn gert í öðrum lönd- um, venjulega með því að hindra flæði næringarefna, einkum fosfórs, í vötnin frá byggð og landbúnaði.“ Þá getur kúluskíturinn, sem er horfinn úr vatninu, komið aftur ef birtuskilyrðin batni, að sögn Árna. Yngvi Ragnar Kristjánsson, odd- viti Skútustaðahrepps, sagði Akur- eyri vikublaði frá fundi umhverf- is- og samgöngunefndar Alþingis sem fundaði um málefni Mývatns á mánudaginn. Samkvæmt reglugerð um verndun Mývatns og Laxár frá árinu 2012 á Skútustaðahreppur að koma upp öflugu hreinsikerfi. Yngvi Ragnar sagði fundinn upplýsandi og býst hann við því að ríkisvaldið komi til móts við sveitarfélagið við gerð kerfisins. n ingosig@dv.is Mývatn Bleikjan hefur verið að mestu friðuð í Mývatni. Vill leggja flokkinn niður Magnús Orri Schram, sem býð- ur sig fram til formanns Sam- fylkingarinnar, leggur til að flokkurinn verði lagður niður og stofnuð verði ný hreyfing sem stefnir saman fólki frá miðju til vinstri. Vandræði Samfylkingar- innar séu það mikil að kominn sé tími á grundvallarbreytingu, en sem kunnugt er hefur flokknum gengið illa í skoð- anakönnunum og er fylgi hans komið undir 10 prósent. Í grein í Fréttablaðinu segir hann að Samfylkingin þurfi að taka verulegum breytingum á næstu vikum til að geta gegnt hlutverki sínu sem valkostur jafnaðarfólks í kosningunum í haust. Hann segir að til að hreyfing jafnaðarfólks „geti þró- ast í takt við tímann verðum við að vera tilbúin að byrja upp á nýtt“. Magnús segir að það sé það sem hann vilji að Samfylk- ingin geri. „Ég vil að við stefnum að því að stofna nýja, nútíma- lega stjórnmálahreyfingu. Sem formaður Samfylkingarinnar mun ég hefja samtal við aðra stjórnmálaflokka og fólk utan flokka, um mótun nýrrar hreyf- ingar með áherslu á auðlind- ir í almannaþágu, umhverfis- vernd, nýja stjórnarskrá, jöfn tækifæri, öflugt velferðarkerfi og samkeppni í heilbrigðu at- vinnulífi. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.