Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 17
Helgarblað 13.–16. maí 2016 Umræða Stjórnmál 17 Er skipulagið í lagi...? Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Brettarekkar Gey mslu - og dekk jahi llur Mikil burðargeta Einfalt í uppsetningu KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00 Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609 N iðurstöðurnar eru unnar úr samantekt úr Þjóðarpúlsi Gallup á tímabilinu 28. janúar til 28. apríl. Um ræðir netkönnun þar sem úr- takið samanstóð af einstaklingum búsettum á öllu landinu, 18 ára og eldri, sem voru valdir af handahófi úr viðhorfahópi Gallup. Fjöldi svarenda var 9.163. Á það ber að líta að á ofangreindu tímabili hefur margt gerst. Upplýsingar úr Panama-skjölunum voru opinberaðar sem á endanum urðu til þess að Sigmundur Davíð Gunn- laugsson sagði af sér sem forsætisráðherra og ný ríkisstjórn var mynduð án hans þátttöku. Kannanir undanfarinna vikna sýna sömuleiðis að fylgið hefur verið á hreyfingu. Sjálfstæðisflokkurinn og VG hafa bætt við sig fylgi á síð- ustu vikum á meðan fylgi Pírata og Framsóknar hefur farið minnkandi. Mikill fjöldi svarenda gefur hins vegar nokkuð nákvæma mynd af stöðu mála. Um könnunina Viðreisn Viðreisn Viðreisn Viðreisn Viðreisn Viðreisn Norðvesturkjördæmi Stjórnarflokkarnir sækja jafnan mikið fylgi í Norðvestur­ kjördæmi – útgerðarbæina á Snæfellsnesi og Vestfjörðum og landbúnaðarhéröðin í Skagafirði og Borgarfirði. Píratar gera sig líklega til að gera strandhögg í þessum gamalgrónu vígjum og fengju ríflega fjórðung atkvæða. Þeir fengju tvo kjördæmakjörna þingmenn á meðan Framsókn tapaði jafnmörgum. Björt framtíð og Viðreisn mælast varla í þessu kjördæmi. Norðausturkjördæmi Framsókn tapar miklu í kjördæmi formannsins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar en er þrátt fyrir það næst stærsti flokkurinn í kjördæminu. Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega fimm prósentustig frá kosningum. Píratar sópa þessu fylgi að sér. VG mælist sem fyrr sterkt í þessum landshluta. Samfylkingin tapaði miklu fylgi í kjördæminu árið 2013 og það stefnir í enn verri útkomu nú. Suðurkjördæmi Píratar halda áfram að höggva í gamalgróin vígi stjórnar­ flokkanna í Suðurkjördæmi. Þriðjungs fylgi í kjördæminu myndi skila þeim fjórum kjör­ dæmakjörnum þingmönnum á kostnað Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Líkt og í Norðvesturkjördæmi sækir VG þingmann á kostnað Samfylkingarinnar sem næði ekki inn kjördæmabundnum þingmönnum á landsbyggðinni. Suðvesturkjördæmi Það er óhætt að tala um tveggja turna tal í Kraganum. Píratar mælast með þriðjungs fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn 28,9 prósent í heimakjördæmi for­ mannsins, Bjarna Benediktssonar. Flokkarnir myndu skipta á milli sín fjórum kjördæmakjörnum þingmönnum. Framsókn myndi tapa vel rúmlega helmingi síns fylgis. Samfylkingin hrapar þarna eins og annars staðar á meðan VG bætir lítillega við sig. Reykjavík suður Reykjavík suður er sterkasta vígi Pírata þar sem fylgið slagar hátt í 40 prósent. Það gæfi þeim hvorki meira né minna en fimm kjördæmakjörna þingmenn. Framsóknarflokkurinn fær engan kjördæmakjörinn þingmann í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, en fallið þar er álíka hátt þar sem hann fer úr tæplega 17 prósentum í tæplega sex. Samfylkingin nær ekki tveggja stafa tölu í Reykjavík suður. Reykjavík norður Yfirburðir Pírata í Reykjavík norður eru talsverðir þar sem þeir hafa rúmlega 13 prósentustiga forskot á næsta flokk, Sjálfstæðisflokkinn. Kjördæmið er „sterkasta“ vígi Samfylkingarinnar og það eina þar sem fylgið mælist í tveggja stafa tölu. Björt framtíð, sem á ræt­ ur sínar að rekja til Besta flokksins sem lagði Reykjavík undir sig, hefur samkvæmt þessu misst alla tengingu við ræturnar því fylgið í báðum Reykjavíkurkjördæmum mælist undir fjórum prósentum. Fyrri súla: Kosningar 2013 Seinni súla: Fylgi nú *Tölur eru í prósentum 4,6 1,2 35,2 24,7 12,2 8,5 3,1 0,921,7 23,3 9,8 11,8 26,6 6,5 4 34,6 22,6 10,6 15,8 3 0,720,7 17,9 6,6 17,4 29,9 4,5 2,8 34,5 28,3 10,2 5,9 4,7 0,918,4 23,3 7,9 9,5 33,8 9,2 4,6 21,5 30,7 13,6 7,9 5 2,3 8,6 28,9 9,2 9,6 33,6 10,7 3,7 16,8 26,8 14,2 12,1 6,2 1,8 5,9 23,6 9,4 12,6 39,6 10,2 3,6 16,4 23,4 14,3 15,7 6,9 1,8 5,2 22,6 11,9 15,2 36 Um tölurnar: Fjöldi þingmanna tekur eingöngu til kjördæmakjörinna þingmanna, ekki jöfnunarþingmanna. Marktækur munur er á fylgi allra flokka í RV-kjördæmunum. Í SV-kjördæmi er ekki marktækur munur á Framsóknarflokki, Samfylkingu og Vinstri grænum. Í NV-kjördæmi er ekki marktækur munur á Framsókn, Sjálfstæðisflokki og Pírötum annars vegar og Samfylkingu og Vinstri grænum hins vegar. Í NA-kjördæmi er ekki marktækur munur á Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki annars vegar og Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum hins vegar. Í S-kjördæmi er ekki marktækur munur á Samfylkingu og VG. Allar túlkanir á greiningu Gallup eru Eyjunnar. Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Ég fór í laseraðgerð hjá Sjónlagi í lok maí 2015. Keypti mér Thealoz dropana eftir aðgerðina og var mjög ánægð, ákvað samt að prufa að kaupa mér ódýrari dropa og fann rosalega mikinn mun á gæðum. Þessir ódýrari voru bara ekki að gera neitt fyrir mig og þurfti ég að nota mikið meira magn. Mælti með dropunum við tengdamömmu og er hún alsæl með Thealoz dropana. Elín Björk Ragnarsdóttir Þurrkur í augum? Thealoz augndropar Fæst í öllum helstu apótekum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.