Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Side 37
Helgarblað 13.–16. maí 2016 Fólk Viðtal 37 Á betri stað Gary Martin upplifði meiri ró og slökun en hann hafði áður gert, þegar hann varð í fyrsta skipti fyrir meiðslum. Það var í maí í fyrra. myndir sigtryggur ar„Þegar ég hitti Milos, þjálfara liðsins, vissi hann meira um mig en ég sjálfur. liðinu. „Ég man að ég sparkaði í boltann, og fann eitthvað gefa sig í hnénu. Ég ætlaði að hlaupa þetta af mér, eins og maður gerir oft- ast í leik, en það var alls ekki rétt ákvörðun. Ég komst í færi til að skora en gat ekki skotið, þá lagðist ég niður því hnéð var að drepa mig. Ég hafði aldrei áður lent í meiðsl- um og þetta var mikið reiðarslag, ég trúði þessu ekki. Tímasetn- ingin var líka ömurleg, leiktímabil- ið nýbyrjað og ég þurfti að sanna mig fyrir nýjum þjálfara. Það liðu næstum tveir mánuðir þar til ég var búinn að jafna mig og kominn í keppnisform. Á þessum tíma lærði ég þó meira um sjálfan mig og um fót- bolta en nokkru sinni áður. Ég fór í mikla lægð, enda snýst allt mitt líf um fótbolta og allt í einu gat ég ekki spilað. Flestir leikmenn á Íslandi eru í vinnu líka, og fyrir mörgum er vinnan númer eitt. Þetta er það sem gerir fótboltann á Íslandi svo frá- bæran, menn hafa eitthvað annað líka og þú þarft eitthvað annað.“ Lífið er meira en fótbolti Gary vissi hreinlega ekki hvað hann átti að gera. Núna talar hann samt um meiðslin af fallegu þakk- læti. „Ég fékk ekki að spila og ég er vanur að vilja spila hvern einasta leik og verð ómögulegur ef ég fæ ekki að gera það. Þetta ástand kom út í þunglyndi og ég upplifði lægsta punkt lífs míns. Að vakna með til- finningu um að ég myndi aldrei spila aftur var skelfilegt. Kærastan mín þurfti að þola mig gegnum þetta tímabil sem var alls ekki auð- velt. Eftir að hafa spilað 100 leiki í röð og setið kannski þrisvar á bekknum var ömurlegt að geta ekki verið með. Ég varð að einbeita mér að batanum en þegar upp er staðið náði ég meiri slökun og ró í hugann á þessum tíma en ég man eftir að hafa nokkru sinni upplifað. Það er svo miklu meira en fótbolti í lífinu.“ nýir tímar – nýtt lið Gary er nýgenginn til liðs við Víking. Sú ákvörðun var honum alls ekki erfið. „Ég var alveg rólegur í fyrra hjá KR, enda var ég samn- ingsbundinn, þó svo að ég fengi ekki mikið að spila. Í lok ársins sett- ist ég niður til að skoða málin og þegar ég heyrði af áhuga Víkings vissi ég strax að ég vildi fara. Þegar ég hitti Milos, þjálfara liðsins, vissi hann meira um mig en ég sjálfur og planið hans fyrir liðið var mjög áhugavert. Þegar ég skrifaði undir fékk ég mjög sterkt á tilfinninguna að þótt ég hefði talað við öll hin SÉRSMÍÐAÐIR ÍSLENSKIR GLUGGAR Gluggagerðin | Súðarvogi 3-5 | 104 Reykjavík | Sími 566 6630 | gluggagerdin.is Fallegir að innan sem utan Vandaðir gluggar sem hannaðir eru til að þola íslenska veðráttu Gluggagerðin framleiðir fyrsta flokks tréglugga og hurðir þar sem saman fer fallegt útlit, góð ending og vandaður frágangur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.