Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 38
Helgarblað 13.–16. maí 201638 Fólk Viðtal Það er fleira en fótboltinn sem bindur Gary við Ísland. Hann er trúlofaður Guð­ rúnu Dögg Rúnarsdóttur og þau ætla að ganga í hjónaband á næsta ári. Barneignir eru á dagskrá, en núna eru það heimilis­ kettirnir sem eiga hug unga parsins. Hann segir meira að segja að kettirnir séu ein ástæða þess að hann verði tregur til að yfirgefa Ísland í bráð. „Við eigum tvo ketti sem komu úr Kattholti og svo björguðum við einum villiketti. Hann fékk að borða hjá okkur í hálft ár, en við máttum ekki snerta hann. Þetta var stór köttur, borðaði mikið, og leit alltaf út eins og hann hefði verið í slag, líklega réð hann yfir köttunum í hverfinu. Hann var alveg brjálaður, alltaf urrandi, greip matinn sem við skildum eftir handa honum og þaut svo burt. Eina nóttina, þegar stormur var við það að skella á, kom hann inn um gluggann okkar og lagðist örmagna á gólfið. Það var greinilegt að hann var algjörlega búinn að vera. Þetta var í fyrsta sinn sem við snertum hann og við sáum að það blæddi úr einum fæti. Við fórum með hann á dýraspítala og útlitið var svart. Hann var svo svakalega villtur að dýralæknirinn sá ekki annan kost í stöðunni en að svæfa hann. Við gátum ekki hugsað okkur það og greiddum um 200 þúsund krónur fyrir meðferðina sem hann þurfti. Þegar við komum heim fékk hann sérherbergi fyrir sig, þar jafnaði hann sig og við læddumst inn með mat handa honum. Smám saman byrjaði hann að treysta okkur, fór að þola snertingu, lærði að leika sér og lærði að mala. Baldur er besti köttur í heimi og uppáhaldið mitt. Að bjarga honum er það besta sem ég hef gert í lífinu. Það kostaði sitt en ég sé svo sannarlega ekki eftir peningunum. Þetta er samt allt kærustunni minni að þakka, enginn nema hún hefði látið sér detta þetta í hug. Hún er frábær og hefur kennt mér mikið – ég hefði ekki gert þetta fyrir þremur árum.“ 2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG SKIPTU UM GLER Í SUMAR Nú í maí er tilvalið að nýta tækifærið og endurnýja gamlar rúður því við bjóðum 30-40% afslátt. Kíktu í heimsókn í Mörkina og skoðaðu okkar fjölbreytta vöruúrval. Við hlökkum til að taka á móti þér og veita góða þjónustu. GLERBORG Mörkinni 4 565 0000 glerborg@glerborg.is glerborg.is Við erum sérfræðingar í gluggum og gleri VORTILBOÐ ÚT MAÍ 30-40% AFSLÁTTUR Kötturinn Baldur Villikötturinn sem Gary og Guðrún björguðu liðin hefði Víkingur alltaf orðið fyrir valinu. Ég hefði getað verið áfram hjá KR, en við Bjarni virkuðum bara ekki saman og þetta var rétti tíminn til að komast burtu. Staðan er þó allt önn- ur núna fyrir Gary sem leikmann. Víking- ur er ekki topplið eins og KR, þar sem gert er ráð fyrir sigri í hverj- um leik. „Hjá KR ertu einn af mörgum, þar eru kannski 12– 13 mjög góðir leikmenn hverju sinni, en ekki nema 5–6 hjá Víkingi. Margir leikmenn Víkings eru vanmetnir að mínu mati og fólk gerir sér ekki endilega grein fyrir styrknum sem er möguleg- ur. Enginn býst við því að Víkingur vinni alla leiki og það er eiginlega betra. Leicester sýndi okkur nýlega að það er allt hægt og Víkingur gæti komið á óvart.“ Trú og væntingar Gary tekur hlutverk sitt sem leið- togi í liðinu alvarlega. „Ég er reynd- ur leikmaður og mér hefur gengið vel og félagar mínir líta upp til mín. Þeir keyptu mig og ábyrgð mín er mikil. Þess vegna set ég mikla pressu á sjálfan mig. Ef Víkingur kemst í topp 3 og mín spilamennska hjálpar er ég sáttur. Ég þarf ekki að vinna gullskóinn.“ Það er greinilegt að Gary lítur björtum augum á framtíðina, þó að síðasta ár hafi verið erfitt fyrir hann. „Ég trúi því að árangur snúist að miklu leyti um trú og væntingar. Ég meiddist í fyrrasumar og gerði þess vegna ráð fyrir að leiktímabil- ið yrði slæmt, það rættist auðvitað. Ég var ekki hamingjusamur í fyrra, en staðan er öll önnur núna.“ Alvöru naglar á Íslandi En skyldi hugurinn ekkert leita út fyrir strendur Íslands, eins og al- gengt er hjá fótboltahetjum? Er Ís- land nógu mikið útland fyrir Gary Martin? „Mér líður mjög vel í atvinnu- mennsku hér. Liðsfélagar mínir eru jarðbundnir og auðmjúkir. Hér er algeng- ast að menn vinni sína vinnu frá 9–5 og mæti svo á æfingu. Þetta eru alvöru naglar og ég ber mikla virðingu fyrir þeim. Á Englandi er kannski æfing á morgnana, svo er farið heim og hangið og fæst- ir mennta sig. Þar snýst málið um peninga og atvinnumenn líta oft niður á aðra. Hér eru venjulegir og harðduglegir gæjar að spila og ég fíla það miklu betur. Það getur al- veg verið að ég fari út, ef rétta til- boðið býðst á réttum tíma. En ég mun ekki fara bara til að fara. Ég er 25 ára í dag, í betra formi en nokkru sinni fyrr, og á kannski tíu ár eftir í fótbolta. Mig langar að vinna titla og fara svo út þegar tíminn er réttur. Svo vil ég læra eitthvað og ætla að byrja á íslenskunni næsta vetur.“ n „Hér eru venju- legir og harð- duglegir gæjar að spila og ég fíla það miklu betur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.