Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 52
Helgarblað 13.–16. maí 201652 Menning Flex og beinbrot Götudans frá Brooklyn og Manchester Í opnunarsviðsverki Listahátíðar í Reykjavík munu átján FlexN-dansarar frá Brooklyn í New York og Manchester á Englandi koma saman og sýna danstakta sem aldrei fyrr hafa sést á Íslandi – þeir sveigja kroppinn, beygja, renna, stoppa og beinbrjóta. FlexN-dansstíllinn er kraftmikill götudans sem á rætur að rekja til ýmissa ólíkra dansstíla. Hann þróaðist meðal annars upp úr „bruk-up“ stílnum sem varð til í danssölum Jamaíku á tíunda ára- tugnum. Í honum vinna dansara með ýmsar afkáralegar hreyfingar sem skapa nánast líkamlegar sjónhverfingar – engu er líkara en þeir brjóti og beygi bein, fari í og úr lið, þegar þeir dansa. Reggie Roc, sem er helsti brautryðjandi dansstefnunnar og maðurinn á bak við opnunarsýningu Listahátíðar segir FlexN hins vegar vera meira en dansstíl. „Flexing er meira en dans, það er kúltúr,“ hefur hann sagt. Á undanförnum árum hefur hann í auknum mæli velt fyrir sér hvernig dansinn getur verið valdeflandi þegar hann gefur dönsurunum færi á að segja sögur, tjá tilfinningar, upplifun og aðstæður sínar. „Við fórum fyrst að skilja fyrir alvöru hvernig hægt er að tala í gegnum dansinn eftir atvik í Flórída árið 2012 þegar ungur svartur maður að nafni Trayvon Martin var skotinn til bana. Við sköpuðum það sem varð í raun dans gegn ofbeldi. Við höfum ekki háværa rödd í litla hverfinu okkar Brooklyn, en við getum átt í samskiptum og mótmælt í gegnum dansinn,“ sagði Reggie. „Við reynum að endurspegla allt það sem við erum að hugsa um þessa stundina í sýningunni.“ Eftir að hafa sett upp sýningu með leikstjóranum Peter Sellars var Reggie Roc fenginn til að koma til að halda dansverkstæði og sýningu með götudönsurum í Manchester á listahátíð borgarinnar. Þar varð hópurinn sem kemur fram í Brim-húsinu til. Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500 Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526 www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is IVECO Da ily 4x4 - tilbúinn í hvað se m er! Konur djassa Terri Lyne Carrington og sjö manna djassband í Hörpu Lokaviðburður Listahátíðar verða tónleikar djasstrommuleikarans, söngkonunnar og lagasmiðsins Terri Lyne Carrington í Hörpu. Carrington er einhver besti djasstrommuleikari heims og hefur starfað með stórstjörnum á borð við Herbie Hancock, Wayne Shorter, Stan Getz og Dianne Reeves. Carrington hefur hlotið þrenn Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína, þau fyrstu hlaut hún árið 2012 fyrir plötuna The Mosaic Project, en á henni léku einungis konur – sem þykir mjög óvenjulegt í hinum karllæga heimi djasstónlistarinnar. Ári seinna var hún svo fyrsta konan til að hljóta Grammy-verðlaunin fyrir djassplötu án söngs. Tónleikarnir í Hörpu verða djassaðir en með R‘n‘B ívafi, því í fyrra kom út önnur platan í Mosaic Project-röðinni, hin R‘n‘B skotna Love and Soul. Á meðal listamanna sem leika með Carrington í Hörpu eru söngkonan Lizz Wright og Elena Pinderhughes, ein efnilegasta djassflautuleikkona heims um þessar mundir. Beinbrjótandi götudans og tilraunakennd hámenning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.