Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Síða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Síða 52
Helgarblað 13.–16. maí 201652 Menning Flex og beinbrot Götudans frá Brooklyn og Manchester Í opnunarsviðsverki Listahátíðar í Reykjavík munu átján FlexN-dansarar frá Brooklyn í New York og Manchester á Englandi koma saman og sýna danstakta sem aldrei fyrr hafa sést á Íslandi – þeir sveigja kroppinn, beygja, renna, stoppa og beinbrjóta. FlexN-dansstíllinn er kraftmikill götudans sem á rætur að rekja til ýmissa ólíkra dansstíla. Hann þróaðist meðal annars upp úr „bruk-up“ stílnum sem varð til í danssölum Jamaíku á tíunda ára- tugnum. Í honum vinna dansara með ýmsar afkáralegar hreyfingar sem skapa nánast líkamlegar sjónhverfingar – engu er líkara en þeir brjóti og beygi bein, fari í og úr lið, þegar þeir dansa. Reggie Roc, sem er helsti brautryðjandi dansstefnunnar og maðurinn á bak við opnunarsýningu Listahátíðar segir FlexN hins vegar vera meira en dansstíl. „Flexing er meira en dans, það er kúltúr,“ hefur hann sagt. Á undanförnum árum hefur hann í auknum mæli velt fyrir sér hvernig dansinn getur verið valdeflandi þegar hann gefur dönsurunum færi á að segja sögur, tjá tilfinningar, upplifun og aðstæður sínar. „Við fórum fyrst að skilja fyrir alvöru hvernig hægt er að tala í gegnum dansinn eftir atvik í Flórída árið 2012 þegar ungur svartur maður að nafni Trayvon Martin var skotinn til bana. Við sköpuðum það sem varð í raun dans gegn ofbeldi. Við höfum ekki háværa rödd í litla hverfinu okkar Brooklyn, en við getum átt í samskiptum og mótmælt í gegnum dansinn,“ sagði Reggie. „Við reynum að endurspegla allt það sem við erum að hugsa um þessa stundina í sýningunni.“ Eftir að hafa sett upp sýningu með leikstjóranum Peter Sellars var Reggie Roc fenginn til að koma til að halda dansverkstæði og sýningu með götudönsurum í Manchester á listahátíð borgarinnar. Þar varð hópurinn sem kemur fram í Brim-húsinu til. Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500 Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526 www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is IVECO Da ily 4x4 - tilbúinn í hvað se m er! Konur djassa Terri Lyne Carrington og sjö manna djassband í Hörpu Lokaviðburður Listahátíðar verða tónleikar djasstrommuleikarans, söngkonunnar og lagasmiðsins Terri Lyne Carrington í Hörpu. Carrington er einhver besti djasstrommuleikari heims og hefur starfað með stórstjörnum á borð við Herbie Hancock, Wayne Shorter, Stan Getz og Dianne Reeves. Carrington hefur hlotið þrenn Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína, þau fyrstu hlaut hún árið 2012 fyrir plötuna The Mosaic Project, en á henni léku einungis konur – sem þykir mjög óvenjulegt í hinum karllæga heimi djasstónlistarinnar. Ári seinna var hún svo fyrsta konan til að hljóta Grammy-verðlaunin fyrir djassplötu án söngs. Tónleikarnir í Hörpu verða djassaðir en með R‘n‘B ívafi, því í fyrra kom út önnur platan í Mosaic Project-röðinni, hin R‘n‘B skotna Love and Soul. Á meðal listamanna sem leika með Carrington í Hörpu eru söngkonan Lizz Wright og Elena Pinderhughes, ein efnilegasta djassflautuleikkona heims um þessar mundir. Beinbrjótandi götudans og tilraunakennd hámenning

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.