Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Page 2
Helgarblað 14.–17. október 20162 Fréttir
Atvinna í boði á einum
skemmtilegasta
vinnustað landsins
Á markaðsdeild DV er í
boði starf fyrir góðan og
harðduglegan starfsmann.
Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera
skemmtilegur, jákvæður, harðduglegur,
samviskusamur, heiðarlegur, ábyrgur,
úrlausnamiðaður, hafa áhuga á
sölumennsku og markaðsmálum.
Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði
fyrir góðan og duglegan sölumann.
Umsóknir sendist á steinn@dv.is
Þ
etta er nánast einsdæmi.
Sem betur fer ganga vinn-
ingarnir yfirleitt út hjá
okkur. Ég man eftir einu
svona tilviki á síðustu þrjá-
tíu árum,“ segir Guðbjörg Hólm hjá
Íslenskri getspá. Þann 24. október
í fyrra var dreginn út margfaldur
pottur í Lottó að upphæð 22.567.260
króna. Vinningsins hefur ekki enn
verið vitjað með réttmætum hætti
og því mun hann fyrnast eftir rúma
viku.
Það þýðir að upphæðin mun
renna til eigenda Íslenskrar getspár,
Íþrótta- og Ólympíusambands Ís-
lands, Ungmennafélags Íslands og
Öryrkjabandalags Íslands. „Það
er sama regla hjá okkur og öllum
öðrum happadrættum. Vinnings-
hafar hafa eitt ár til þess að vitja
vinninga,“ segir Guðbjörg.
Auglýstu eftir vinningshafa
Vinningsmiðinn var keyptur milli
klukkan 16 og 17 föstudaginn 23.
október og var um að ræða 10 raða
sjálfvalsmiða ásamt jóker. Tölurnar
sem komu upp voru 3, 6, 10, 34 og
37. Óhætt er að fullyrða að um tals-
verða búbót væri að ræða fyrir vinn-
ingshafann enda eru vinningar í
Lottóinu skattfrjálsir. Íslensk getspá
auglýsti af krafti eftir vinnings-
hafanum og meðal annars birt-
ist grein á DV þann 17. desember
2015 þar sem lýst var eftir mögu-
legum kaupanda. Aðeins einn
einstaklingur steig fram en sá hafði
ekki miðann í sinni vörslu.
Glataður miði –
glataður vinningur
Samkvæmt heimildum DV var kona
ein sannfærð um að hafa keypt
vinningsmiðann en síðar glatað
honum. Hún hafði samband við Ís-
lenska getspá í örvæntingarfullri
tilraun til þess að vitja vinningsins.
Von konunnar hefur eflaust stað-
ið til þess að hægt væri að tímasetja
nákvæmlega kaupin með korta-
færslu hennar eða skoða upptökur
úr eftirlitsmyndavélum á bensín-
stöðinni.
Allt kom fyrir ekki því reglur Ís-
lenskrar getspár eru skýrar. „ Miðinn
er forsenda fyrir því að fá vinn-
inginn greiddan. Því miður er glat-
aður miði, glataður vinningur,“
segir Guðbjörg. Hinn meinti vinn-
ingshafi þarf að bíta í það súra epli
en getur huggað sig við að vera sá
einstaklingur sem líklega er einn
stærsti styrktaraðili íslensks íþrótta-
lífs. Þangað rennur peningurinn ef
vinningsins er ekki vitjað. n
Ef þú veist meira um málið, les-
andi góður, þá mátt þú endilega hafa
samband við DV í síma 512-7000
eða í tölvupósti frettaskot@dv.is
Týndur 22 milljóna
lottóvinningsmiði
n Kona segist hafa unnið en glataði miðanum n Fyrnist eftir rúma viku
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
3 6 10 34 37
N1 Ártúnshöfða Hér var vinn-
ingsmiðinn keyptur milli klukkan
16–17 þann 23. október 2015.
Hannes
sloppinn
Dómsuppsaga í máli sérstaks sak-
sóknara gegn Hannesi Smárasyni
var lesin upp í Hæstarétti Íslands í
gær, fimmtudag. Niðurstaðan var
sú að málið var látið niður falla
en áður hafði Hannes verið sýkn-
aður af ákæru um fjárdrátt í hér-
aðsdómi í febrúar í fyrra. Megin-
ástæðu niðurfellingarinnar má
rekja til þess að málið tók alltof
langan tíma.
Hannes var ákærður fyrir að
hafa 25. apríl 2005 fært nær 2,8
milljarða króna af reikningi FL
Group og inn á sérstakan reikn-
ing KB banka í Lúxemborg án vit-
undar og samþykkis stjórnar FL
Group. Hannes var þá stjórnarfor-
maður FL Group. Sérstakur sak-
sóknari taldi hæfilegt að Hannes
fengi tvö til þrjú ár í fangelsi.
Óánægja í Valhöll
Deilur milli framkvæmdastjóra og starfsmanna
H
luti starfsmanna Sjálfstæðis-
flokksins í Valhöll er óánægður
með stjórnunarhætti yfir-
stjórnar flokksins og hefur það
valdið því að starfsmenn hafa sagt upp
störfum sínum. Eru samstarfsörð-
ugleikarnir sagðir vera við Þórð Þórar-
insson, framkvæmdastjóra flokksins.
Í það minnsta tveir starfsmenn
Sjálfstæðisflokksins hafa sagt upp
störfum vegna óánægju með sam-
starfið við Þórð. Samkvæmt heim-
ildum DV er ástæðan sú að mein-
ingarmunur hafi verið á því hvernig
starfi skrifstofu flokksins sé best hátt-
að. Aldrei hafi verið tekið samtal um
hvernig hægt væri að laga hlutina og
andrúmsloftið, þrátt fyrir fyrirheit þar
um. Staðan nú sé vond fyrir flokkinn,
í ljósi þess að stutt er til kosninga og
kosningabaráttan í fullum gangi.
Ritari Sjálfstæðisflokksins, Áslaug
Arna Sigurbjörnsdóttir, ber samkvæmt
samþykktum flokksins ábyrgð á innra
starfi flokksins. Í samtali við DV segist
Áslaug Arna alls ekki kannast við
þessar lýsingar. „Ég hef aldrei heyrt
neitt um óánægju með störf Þórðar,
hvorki hjá starfsmönnum sem eru að
hætta eða þeim sem eru starfandi. Ég
er mjög ánægð sjálf með störf Þórðar
og hef ekki heyrt af neinni óánægju.“
Þórður sagðist í samtali við DV ekki
kannast við ósætti en vildi ekki tjá
sig frekar um starfsmannamál. n
freyr@eyjan.is
Ókindin var
hámeri
Ófrýnilegur hákarl kom í botntroll
Örfiriseyjar RE4 á dögunum. Sitt
sýndist hverjum um hvaða tegund
er að ræða en skepnunni svipaði
óneitanlega til hákarla sem gert hafa
garðinn frægan í mannætukvik-
myndum frá Hollywood. Hákarl-
inn reyndist þó vera sauðmeinlaus
þrátt fyrir að vera vissulega frændi
hvítháfanna alræmdu. „Þetta er nú
bara hámeri,“ sagði Jónbjörn Páls-
son, fiskifræðingur hjá Hafrann-
sóknastofnun. Að sögn Jónbjörns
var tegundin nokkuð algeng við
strendur landsins á árum áður.
Tegundin er hins vegar ofveidd um
allan heim og er á válista. „Þetta
þótti góður matfiskur og í dag er
bann á verslun milli landa með
tegundina,“ segir Jónbjörn.
N1 Ártúnshöfða
Hér var vinnings-
miðinn keyptur milli
klukkan 16–17 þann
23. október 2015.
Vinningstölurnar: