Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Page 33
Helgarblað 14.–17. október 2016 Fólk Viðtal 25
rökkuð niður, hún var gjörsamlega
jörðuð. En ég gafst samt ekki upp.
Það var eitthvað sem sagði mér að
halda áfram. Ég vann ýmis störf,
fór til dæmis á sjóinn og var kokkur
á loðnubátum, – ég hef aldrei verið
latur til vinnu. Og ég hafði alltaf
tónlistina með. Og svo árið 1985 þá
gerist það. Þá kemur þessi bomba.“
Einhver staðar heyrði ég að Can't
Walk Away hefði orðið til í fangelsi?
Já, það fæddist í gæsluvarðhalds-
klefa númer sex á Skólavörðustígn-
um. Þar var ég í mánuð. Þetta var
mörgum árum áður en platan kom
út. Ég var að vinna sem kokkur á
fragtskipi og var beðinn um að taka
pakka með ákveðnum efnum með
mér heim. Ekki sterk efni samt. Þetta
átti að vera „easy money“ og græðgin
auðvitað varð manni að falli. Svo er
maður bara böstaður og settur inn,
þeir héldu að ég væri aðal díler lands-
ins. Sem ég var náttúr lega ekki,“ segir
Hebbi sem eyddi jafnframt nokkrum
mánuðum í netavinnu á Kvíabryggju
fyrir fyrsta og eina skiptið sem hann
gerðist brotlegur við lög.
Það reynist mönnum þó sjaldnast
auðvelt að sitja inni. „Frelsissvipting er
aldrei góð. En í dag sé ég að þetta var
góður skóli, að vera í gæsluvarðhaldi.
Ég lærði að tefla og drakk í mig bækur,
las nánast eina bók á dag. Ég samdi á
gítarinn og samdi þetta lag sem ég átti
síðan í farteskinu í mörg ár. Ég hefði
ekki viljað fara á mis við þetta.“
Heimsfrægð á Íslandi
Aftur að árinu 1985. Sólóplatan hans
Hebba, Dawn of the Revolution
kemur út og slær í gegn. Hann hafði
lagt allt undir til að gefa plötuna út
og það skilaði sér. Skyndilega þekkja
allir lagið Can't Walk Away sem rýk-
ur upp vinsældalistann.
„Það var auðvelt að slá í gegn
1985, miklu auðveldara en í dag. Það
var bara Rás 1 og Rás 2 og svo RÚV.
Þú komst í Skonrokk þáttinn á RÚV
og daginn eftir vissi öll þjóðin hver
þú varst.
Ég var duglegur að „prómótera
sjálfan mig, spilaði í félags-
miðstöðvunum og böll-
um og svo bara gerist það
að platan, lagið og mynd-
bandið við lagið slær í gegn.
Þarna stimplaði ég mig inn,
síminn stoppaði ekki og það
var gigg eftir gigg. Þetta var
eins og að vera inn í stormi.
Ég tók öllu og ég var þakklát-
ur fyrir að hafa svona mikið
að gera.“
Rúmlega tíu árum síðar
sló lagið aftur í gegn. „Þá var
lagið gefið út á geisladiski og
mig minnir að einhver út-
varpsstöð, FM957 held ég,
hafi farið að spila lagið sem
kynningarlag í útvarpsþætti
og í kjölfarið hafi síminn ekki
stoppað hjá þeim; allir vildu
fá að vita hvaða lag þetta væri
eiginlega og hver það væri
sem söng það. Ég er fastur
liður á 85-balli Menntaskól-
ans við Sund, svo fóru hin-
ir menntaskólarnir að taka
það upp. Núna er ég búinn
að syngja í meira og minna
öllum menntaskólum höfuð-
borgarsvæðisins síðustu ár.“
Djöfullegur sjúkdómur
Undir lok tíunda áratugarins kynnt-
ist Hebbi kókaíni. Það reyndust ekki
gæfurík kynni og hann missti brátt
tökin. Neyslan tók yfir, frá árinu 2000
til 2007.
„Ég er auðvitað alkóhólisti en hef
aldrei verið brennivínsmaður, bara
svona að sulla. En svo kynntist ég
kókaíninu og þá var eins og heimur-
inn loksins funkeraði. Í fyrsta skiptið
hugsaði ég bara „Jess, þetta er mál-
ið!“ Svo dróst maður inn í þenn-
an félagsskap. Ég var farinn að fara
í undirheimana á Íslandi og það er
ógeðslegur heimur.“
Í nokkur skipti komu upp atvik
þar sem Hebbi fékk ástæðu til að
opna augun og hugsa: „Hvað er ég
eiginlega komin í?“ Í eitt skipti réðst
vinur hans á hann. Besti vinur hans.
Hann minnist þess einnig að hafa
verið í partíi í einu af dópbælum
bæjarins. Í næsta herbergi lá ung
stúlka. Seinna fékk hann að vita að
stúlkan hefði legið látin í herberginu
allan tímann, og enginn gert neitt.
„Þú verður svo afskaplega
veruleikafirrtur. Þér finnst þetta allt
í lagi, þú ert bara aðeins að fá þér.
Þessi sjúkdómur er þannig að hann
telur manni trú um að maður sé ekki
með hann. Fyrst er þetta bara um
helgar, svo bætast við mánudagar og
þriðjudagar. Að lokum getur þú ekki
lifað daginn af án þess að fá þér í nef-
ið. Þú færð þér og ert klár í daginn.
Allt fer að snúast um neysluna.
Einn daginn gerðist það síðan
að ég fékk einhvers konar „moment
of clarity“ eins og ég segi. Ég vakn-
aði einn daginn og hugsaði „Þetta
gengur ekki.“ Svo einfalt var það. Ég
hringdi á Vog og pantaði pláss. Á
næsta ári verð ég búinn að vera edrú
í tíu ár.“
Herbert hefur tekið til í rústum
fortíðarinnar. „Þessi djöfullegi sjúk-
dómur skaðar alla í kringum þig.
Seinna þegar ég tók níunda spor-
ið hitti ég alla sem ég hafði skaðað
þegar ég var í neyslu. Ég þurfti að
biðja fjölskyldu mína fyrirgefningar,
fyrrverandi konuna mína, og börnin
sem ég hafði sært djúpt.“
Sannsöguleg og
heiðarleg heimildamynd
Hebbi hefur komið víða við í gegn-
um árin. Hann hefur unnið hjá
Landsbankanum, rekið ísbúð í Sví-
þjóð, unnið hjá Rafmagnsveitunni
auk þess að hafa verið bókasölu-
maður í 30 ár og leiða má líkur að
því að hann hafi bankað á dyrnar á
hverju einasta heimili á landinu. En
alltaf var hann með annan fótinn
í tónlistinni og afköstin eru mikil.
„Ég tók þá ákvörðun eftir hrunið að
ég ætlaði mér að lifa af tónlistinni,
og það hefur tekist.“
Hebbi hefur komist í gegnum
hindranir lífsins með óbilandi já-
kvæðni og æðruleysi. Fyrir fimm
árum nálguðust hann tveir kvik-
myndagerðarmenn, Friðrik Grétars-
son og Ómar Sverrisson. Þeir vildu
gera heimildamynd um manninn
sem þekkir poppbransann út og inn
og segja frá lífi hans og ferli, sigrum
og ósigrum. Og Hebbi sló til, og það
sem meira er, gaf framleiðendum
leyfi til að leggjast í rannsóknarvinnu
og tala við samferðamenn hans og
vini til að fá að kynnast Herberti
Guðmundssyni.
Útkoman er heimildamyndin
Can't Walk Away sem verður frum-
sýnd þann 15. október næstkomandi,
eftir fimm ára meðgöngu. Sjálfur mun
Hebbi ekki sjá myndina fyrr er á for-
sýningunni. Eftirvæntingin er mikil.
„Ég veit bara að hún er sannsögu-
leg og heiðarleg. Þetta saman mun
virka til góðs,“ segir hann.
„Ég vona að fólk hafi fengið góða
tilfinningu í brjóstið þegar það geng-
ur út úr bíóinu. Þrátt fyrir allt sem ég
hef gengið í gegnum þá er einhver
þráður, birta, gleði og jákvæðni sem
hefur hjálpað mér í gegnum þetta.
Vegna þess að allt sem þú einblínir á,
það vex. Ég vona að það smiti út frá
sér.“ n
„Ég var farinn að
fara í undirheim-
ana á Íslandi og það er
ógeðslegur heimur.
Stórstjarna
Hebbi náði hátindi
ferils síns um
miðbik níunda
áratugarins.
Lifir fyrir
tónlistina
Herbert hefur
verið afkasta-
mikill í íslensku
tónlistarlífi.
Upplifði blómaskeið rokksins Ferillinn hófst í skólahljómsveit í Laugalækjarskóla.
granda
granda
Í takt við tímann
• Við erum flutningsmiðlun og sjáum um að koma vörum milli landa.
• Við byggjum á víðtækri reynslu úr flutningaheiminum.
frakt flutningsmiðlun / sundagörðum 2 , 104 reykjaVík / sími: 520 1450