Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Blaðsíða 8
Helgarblað 14.–17. október 20168 Fréttir Einu eggin á neytendamarkaði með löggilda vottun Lífrænu hænurnar hjá Nesbúeggjum • Fá lífrænt fóður • Fá mikið pláss • Njóta útiveru nesbu.is NESBÚ EGG Lóðarskuld kísilvers safnar dráttarvöxtum n Geysir Capital skuldar Reykjaneshöfn 162 milljónir n Benda á höfnina R eykjaneshöfn hefur ekki enn fengið greiddar 162 milljónir króna af kaup­ verði lóðarinnar undir kísil­ ver United Silicon í Helgu­ vík. Dráttarvextir vegna vanskilanna nema nú um átján milljónum króna. Höfnin seldi lóðina árið 2012 og á eigandi hennar, einkahlutafélagið Geysir Capital, enn eftir að ganga frá tveimur síðustu greiðslunum. Önnur þeirra nemur 100 milljónum króna og var á gjalddaga í byrjun nóvember í fyrra og fór í innheimtu hjá lögfræðingi hafnarinnar um síðustu áramót. Stjórnarformaður Geysis Capital hefur sagt tafir á hafnarframkvæmdum í Helguvík ástæðu þess að félagið hefur haldið eftir greiðslum. Seld á 362 milljónir Geysir Capital eignaðist lóðina Stakksbraut 9 í Helguvík árið 2014 þegar félagið keypti hana af Stakks­ braut 9 ehf. Reykjaneshöfn, sem er í eigu Reykjanesbæjar, seldi Stakks­ braut 9 lóðina árið 2012 á 362 millj­ ónir króna en félagið rann inn í United Silicon (Sameinað Sílíkon hf.) nokkrum mánuðum eftir að Geysir Capital gekk frá kaupunum. Kaupverðinu var, eins og kom fram í DV í febrúar síðastliðnum, skipt í fjórar greiðslur og hefur Geysir Capital, sem er í eigu hollenska fé­ lagsins USI Holding BV, greitt tvær þeirra eða alls 200 milljónir króna. Þriðja greiðslan átti eins og áður segir að berast höfninni í nóvember í fyrra en sú fjórða í apríl síðastliðn­ um. Auðun Helgason, stjórnarfor­ maður Geysis Capital, sagði í að­ sendri grein í Víkurfréttum í ágúst að vanskilin mætti rekja til tafar á hafnarframkvæmdum Reykjanes­ hafnar í Helguvík. „Ekki mun standa á greiðslu frá félaginu þegar töfinni léttir. Þess má geta að United Silicon hf. greiðir hafnargjöld til Reykjaneshafnar sam­ kvæmt gjaldskrá hafnarinnar, sem er mun hærri en hjá til dæmis Faxaflóa­ höfnum og Hafnarfjarðarhöfn,“ sagði Auðun í greininni. „Okkur er alveg sama“ Auðun er einnig stjórnarmaður í United Silicon og félögunum Kísill Ísland hf. og Kísill III slhf. sem eiga 99% af hlutafé kísilversins. Hann tók við stjórnarformennsku Geysis Capital í apríl en í stjórninni situr einnig Magnús Ólafur Garðarsson, starfandi stjórnarmaður í United Silicon og fyrrverandi forstjóri fyrir­ tækisins. Magnús sagði í samtali við DV í ágúst 2015, þremur mánuðum áður en þriðja greiðslan var á gjald­ daga, að hafnaraðstaðan væri „fín eins og hún er“. Tilefnið var minn­ isblað sem hafði þá verið lagt fram í bæjarráði Reykjanesbæjar og fjall­ aði um umsókn sveitarfélagsins um 2,3 milljarða króna ríkisstyrk vegna hafnarframkvæmda í Helguvík. Var þar bent á að Reykjaneshöfn þyrfti aðstoðina svo fyrirtækið gæti upp­ fyllt skuldbindingar sínar vegna kísil vers United Silicon. „Okkur er alveg sama enda þurf­ um við ekki á þessari stækkun að halda næstu árin þar sem hafnarað­ staðan er fín eins og hún er,“ sagði Magnús. Aðspurður svaraði hann að höfnin ætti að duga til ársins 2019 þegar framleiðslugeta verk­ smiðjunnar myndi aukast með öðr­ um málmbræðsluofni. „Hins vegar er alveg rétt að þegar við stækkum verksmiðjuna og fáum ofn númer tvö þá höfum við samið um að hafnarkanturinn verði lengd­ ur til vesturs en eins og ég segi þá liggur svo sem ekkert á því fyrir okk­ ur,“ sagði Magnús í samtali við DV í ágúst í fyrra. Ekki náðist í Auðun Helgason við vinnslu fréttarinnar. Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti en að stað­ festa að höfninni hefði enn ekki borist milljónirnar 162. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Kísilverið Framleiðsla United Silicon í Helguvík ætti að hefjast fyrir áramót. Gangsetningu verksmiðjunnar hefur seinkað en hún var áætluð í júní síðastliðnum. Mynd SiGtryGGur Ari Stjórnarformaðurinn Auðun Helgason staðfesti í grein í Víkurfréttum að vanskilin megi rekja til óánægju eigenda kísilversins og lóðarinnar með stöðu hafnarmannvirkja í Helguvík. Hluthafi Magnús Garðarsson, starfandi stjórnarmaður United Silicon og hluthafi í kísilverinu, situr einnig í stjórn Geysis Capital.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.