Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Side 18
Helgarblað 14.–17. október 2016
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7000
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
18 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Veðja á Ísland
K
aup bandaríska eignastýr
ingarfyrirtækisins Pt Capital á
stórum meirihluta í fjarskipta
félaginu Nova, sem tilkynnt
var um í lok síðustu viku, sæta tals
verðum tíðindum. Erlent fyrirtæki,
sem ýmsir þekktir og rótgrónir fjár
festingarsjóðir standa að baki, leið
ir kaup á stóru óskráðu félagi hér á
landi sem hefur einungis tekjur í ís
lenskum krónum. Þetta eru nýmæli í
íslensku viðskiptalífi. Eftirhrunsárin
hafa einkennst af því að kaupenda
hópar að flestum stærstu fyrirtækjum
landsins hafa fyrst og fremst saman
staðið af lífeyrissjóðum.
Fjárfestingu Pt Capital í
íslensku atvinnulífi ber
því að fagna en áður hafa
smásölurisarnir Costco
og H&M tilkynnt að þeir
muni opna verslanir hér á
landi á næsta ári.
Ekki þarf þó að koma á
óvart að erlendir fjárfestar
séu farnir að horfa í sívaxandi mæli til
Íslands. Allir helstu hagvísar benda til
þess að það sé bjart framundan í ís
lensku efnahagslífi á komandi árum.
Það er við þessar aðstæður sem Al
þingi samþykkti fyrr í vikunni lang
þráð frumvarp sem opnar verulega á
fjármagnsviðskipti heimila og fyrir
tækja til og frá landinu. Þrátt fyrir að
verið sé að taka afgerandi skref í að
opna Ísland á ný gagnvart útlöndum
– átta árum eftir að fjármagnshöftin
voru fyrst kynnt til sögunnar – þá eru
hverfandi líkur á því að þær aðgerð
ir eigi eftir leiða til gengislækkunar
krónunnar eða ógna með einhverjum
hætti fjármálastöðugleika. Þvert á
móti má búast við frekari gengisstyrk
ingu enda er ekkert lát á gríðarmiklu
innstreymi gjaldeyris til landsins.
Nýjasta rit Seðlabanka Íslands
um fjármálastöðugleika undirstrikar
rækilega þá hagfelldu efnahagsþróun
sem hefur átt sér stað á undanförn
um árum. Ólíkt því sem gerðist í að
draganda fjármálaáfallsins 2008, þar
sem hagvöxturinn var knúinn áfram
af erlendri skuldsetningu sem engin
innstæða var fyrir, þá stafar hann
núna einkum af vexti í útflutnings
tekjum og stórbættum efnahag heim
ila og fyrirtækja. Stærstu tímamótin
felast hins vegar ekki síst í því að sök
um viðvarandi viðskiptaafgangs og
aðgerða stjórnvalda gagnvart slitabú
um gömlu bankanna að Ísland mun
vera komið í þá stöðu áður en árið er
liðið að verða lánardrottinn gagnvart
útlöndum. Erlend staða þjóðarbúsins
hefur því ekki verið betri í meira en
hálfa öld – og útlit fyrir að hún muni
batna enn frekar á næstu árum.
Fyrirtæki og heimili hafa nýtt
sér hinar hagstæðu aðstæður til að
minnka skuldsetningu og bæta eigin
fjárstöðu sína til muna. Fram kemur í
riti Seðlabankans að vegna þessa séu
heimili og fyrirtæki í betri stöðu til að
mæta mögulegum efnahagsáföllum
en þau hafa verið um langt skeið. Það
sem hefur haldið áfram að styðja við
þessa þróun er að vísitala kaupmátt
ar hefur hækkað um 10% síðustu tólf
mánuði ásamt viðvarandi hagvexti og
sterkara gengi krónunnar. Staðan er
því núna orðin sú að skuldir íslenskra
heimila eru næst lægstar á Norður
löndunum sem hlutfall af ráðstöf
unartekjum – aðeins Finnland er með
lægra hlutfall – og eru skuldir Dana til
að mynda helmingi hærri á þennan
mælikvarða. Skuldir íslenska ríkis
ins, sem mælast núna aðeins 50% af
landsframleiðslu, fara sömuleiðis ört
lækkandi og raunhæft er að stefna að
því að greiða þær allar upp áður en
langt um líður.
Erlendir fjárfestar gera sér vel
grein fyrir þessari stöðu enda er
þróun efnahagsmála hér á landi mun
betri en í okkar helstu viðskiptalönd
um. Og eins og nýleg dæmi sýna eru
þeir reiðubúnir að veðja peningum
sínum á efnahagshorfur Íslands. n
Þegar ég geng hér út við lok þingfundar
geri ég það í auðmýkt og lotningu
Vilhjálmur Bjarnason í síðustu ræðu sinni á Alþingi. – Alþingi
Ofurtrú á eigið ágæti
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmað
ur Pírata, greindi frá því á miðviku
daginn að óformlegar þreifingar
hafi átt sér stað milli Pírata og Við
reisnar um mögulegt ríkisstjórnar
samstarf að afloknum kosningum.
Sperrtu margir eyrun við þessi tíð
indi og ekki að undra. Þar ræðast
annars vegar við flokkur sem á þrjá
sitjandi þingmenn og hins vegar
flokkur sem er aðeins nokkurra
mánaða gamall og á enga þing
menn. Skoðanakannanir hafa
vissulega sýnt að flokkarnir báðir
gætu náð þokkalegasta árangri í
komandi kosningum. Þess skal
þó getið að fylgi Pírata hefur dal
að verulega síðustu vikur og mæl
ingar á fylgi Viðreisnar eru afar
misvísandi. Sumir myndu segja að
viðræður um ríkisstjórnarsamstarf
við slíkar aðstæður bæru vitni um
ofurtrú á sjálfum sér.
Bakslag hjá
Þjóðfylkingunni
Bakslag er komið í framboð Ís
lensku þjóðfylkingarinnar eftir
að Gústaf Níelsson og Gunnlaug
ur Ingvarsson sem skipuðu efstu
sæti á lista flokksins hafa dregið
framboð sitt til baka. Þeir segja að
formaður flokksins, Helgi Helga
son, hafi ekki sýnt áhuga á að
veita málefnum flokksins brautar
gengi. Talandi um áhugaleysi þá
sýna skoðanakannanir að áhugi
almennings á flokknum er í lág
marki. Fáir munu því sýta það
ef Þjóðfylkingin verður ekki val
kostur í komandi kosningum.
Guðrúnartúni 4,
105 reykjavík
Sími: 533 3999
www.betraGrip.iS
Opið
virka
daga frá
kl. 8–17
gæða
dekk á
góðu
verði
Það er mikill kærleikur
í svona köku
Bjarni Benediktsson bakar köku í kosningamyndbandi. – Facebook
Við höfum rekið verslunina
á sömu kennitölu í 41 ár
Eyjólfur Pálsson, stofnandi Epal. – DV
Myndin Allt blautt Stórrigningar hafa gengið yfir landið og varað í á annan sólarhring. Þessi hópur ferðalanga lét veðrið ekki aftra sér frá skoðunarferðum í miðborginni.
mynd SiGtryGGur Ari
Leiðari
Hörður Ægisson
hordur@dv.is
„Erlent fyrirtæki,
sem ýmsir þekktir
og rótgrónir fjárfestingar-
sjóðir standa að baki,
leiðir kaup á stóru
óskráðu félagi hér á landi
sem hefur einungis tekjur
í íslenskum krónum.