Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Blaðsíða 30
Helgarblað 14.–17. október 201622 Fólk Viðtal ég á fyrsta hláturinn hennar á mynd­ bandsupptöku,“ heldur Jakob áfram. Hann kveðst hafa verið staðráðinn í að byggja upp framtíð með litlu stúlk unni, móðurinni og drengjun­ um þeirra tveimur. „Undir lokin var hún farin að kalla mig pabba. Ég held að með tímanum hafi þetta orðið þannig að vegna þess að tengslin á milli mín og hennar urðu svo sterk þá var þetta faðernismál ekki að naga mig í sífellu.“ Þurfti að fara á bak við móðurina Jakob segir efasemdir sínar um fað­ erni stúlkunnar þó aldrei hafa horf­ ið. Ég komst að að ýmsu í lok febrúar sem hafði áhrif á gang mála og eitt af því voru efasemdir sjálfrar móður­ innar um að ég væri faðirinn,“ segir hann. Hann ákvað að taka til sinna ráða og fá skorið úr um sannleikann. Það var í mars á þessu ári. Hann kveðst hafa neyðst til að fara á bak við móðurina þegar hann lét senda munnvatnssýni úr sér og dótturinni til Danmerkur. „Ég hef rætt þetta við hana og beðið hana fyrirgefningar á að hafa farið á bak við hana,“ segir hann og bætir við að það hafi þó ekki komið annað til greina en að framkvæma prófið án hennar vitundar. „Ég taldi fullvíst að ég myndi ekki fá hennar sam­ þykki.“ Bréfið Í mars kom svo bréfið. „ Auðvitað þorði ég ekki að vera viss um að fá jákvæða niðurstöðu. En áfallið var samt gríðarlegt. Það var á níu mánaða afmælisdeginum hennar sem ég fékk tölvupóst frá Danmörku. Ég var á leiðinni í vinnuna og leit á tölvupóstinn í símanum. Einhverra hluta vegna opnaði ég ekki póstinn heldur dreif mig í vinnuna og ákvað að lesa hann þar,“ segir Jakob. Hjart­ að tók þónokkur aukaslög áður en hann las innihaldið. Í bréfinu stóð meðal annars: „Í þessi tilviki er hvorugur af x litningum hennar sambærilegur við x litninga þína. Er því niðurstaðan sú að þú getur ekki verið líffræðileg­ ur faðir hennar.“ „Það tók sinn tíma að rýna í niðurstöðurnar, allar þessar tölur sem komu með, og ná heildar­ myndinni,“ segir hann. „En það sem ég gat séð var eitthvað um að það væru of margar breytur í DNA litlu stelpunnar sem væru frábrugðnar mínum.“ Mikil átök Þennan sama dag hittist svo á að Jakob átti tíma hjá sálfræðingi. Hann sagði honum allt af létta. Sál­ fræðingurinn ráðlagði honum að segja móðurinni strax frá niður­ stöðunum. Þarna var stutt í páska. „Ég ætlaði að halda þessu leyndu yfir páskana þar sem við ætluðum með foreldrum hennar upp í sumar­ bústað yfir hátíðina. En svo gat ég það einfaldlega ekki og í bústaðnum sagði ég henni allt sem ég hafði komist að. „Ég var auðvitað ótrúlega sár og sorgmæddur. Það var eins og allt það líf sem maður var búinn að vera að byggja upp væri hrunið.“ Jakob kveðst ekki hafa séð sér annað fært en að slíta sambandinu til að geta náð áttum. „Ég hafði ekki í nein hús að venda þannig að mér fannst eðlilegt að hún flytti til for­ eldra sinna. Það endaði hins vegar á því að ég flutti sjálfur út. Hann segir ýmislegt hafa gengið á næstu vikurnar og átökin hafi verið mikil. Viðbrögð móðurinnar hafi í fyrstu verið þau að undrast á reiði hans en því næst að sýna djúpa iðrun. Sú iðr­ un hafi horfið síðar. Jakob kveðst hafa hitt litlu stúlk­ una í síðasta skipti eitt kvöld í lok apríl. „Þegar hún sá mig teygði hún út hendurnar og sagði „pabba!“ „Það sveið að heyra það,“ segir hann en bætir við að óhjákvæmilega hafi hann litið á hana öðrum augum, vit­ andi að hann væri ekki blóðtengdur henni. „Það var mjög skrýtið og auð­ vitað hegðaði ég mér ómeðvitað allt öðruvísi í kringum hana vitandi hvar ég var staddur gagnvart henni líffræðilega séð. Þegar maður ert búinn að vera þátttakandi í lífi barns frá því það fæddist þá er þetta ein­ faldlega gríðarlega snúin staða. Ég upplifði ákveðna fjarlægð en vildi og reyndi að brúa þessa fjarlægð.“ Gífurlegur söknuður Niðurstöður danska DNA­prófsins þóttu ekki marktækar fyrir dómi og þurfti því að framkvæma nýtt próf á Landspítalanum. Íslenska lífsýnar­ annsóknin gaf sömu niðurstöður. Í kjölfarið var ógilding faðernis viður­ kennd hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Í niðurstöðu héraðsdóms frá 17. júlí 2016 segir beinum orðum: „Við samanburð hafi komið í ljós að þau erfðamörk, sem rannsökuð voru og stefnandi hafði tekið að erfðum frá föður, reyndust ekki öll fyrir hendi í erfðaefni stefnda. Sam­ kvæmt niðurstöðu álitsgerðarinnar útilokast stefndi frá því að geta verið faðir stefnanda.“ Jakob er því ekki lengur skráður á pappírum sem faðir stúlkunnar. Hann á ekkert tilkall til hennar þó svo að hún hafi lagalega séð verið dóttir hans fyrstu níu mánuðina. Eina leiðin til að fá að umgangast hana er í gegnum móður hennar. Jakob á ekki í neinum samskiptum við sína fyrrverandi og treystir sér ekki til þess. Það sama gildir um móðurfjölskyldu stúlkunnar. Það er því ekki auðvelt að nálgast fréttir af henni. En ef til vill er það fyrir bestu. „Mér hefur verið ráðlagt af mín­ um nánustu að slíta mig frá þessu öllu, sem þýðir þá líka að slíta öll tengsl við stelpuna, því fyrr því betra á meðan hún er svona ung. En það er erfitt að verða ekki hugs­ að til hennar og ég upplifi gífurlegan söknuð í hvert skipti sem hugurinn leitar þangað. Ég er líka ennþá með myndir af henni á símanum mín­ um. Það eitt að sjá eða heyra í litlu barni hefur orðið til þess að ég verð að setjast niður og anda djúpt.“ Hann segir líðan sína hafa skán­ að örlítið frá því í byrjun sumars. Það geti þó verið stutt í kökkinn í hálsin­ um þegar málið ber á góma. „Það finna mjög margir til með manni varðandi þetta mál en ég held að fáir geri sér samt virkilega grein fyrir áfallinu sem fylgir þessu öllu. Þetta eru auðvitað mikilvægustu mánuðirnir upp á tengslamyndun, þessir fyrstu mánuðir,“ segir hann og bætir við að hann sakni lítilla hluta, eins og að sitja og svæfa litlu stelpuna. „Það hefur hjálpað mér mikið að hitta sálfræðing sem ég hef geng­ ið til síðan í byrjun ársins. Ég vinn mig hægt og rólega í gegnum tilfinn­ ingarnar. Það er ótrúlega mikilvægt að leita sér hjálpar, enda hefur það opnað augun fyrir ýmsum hlutum sem ég var blindur á á sínum tíma.“ Mikilvægt að feðra barn rétt Jakob segir ömurlegt þegar móðir „velur sér“ barnsföður eftir hentug­ leika, með öðrum orðum rangfeðri barn sitt vísvitandi. Þannig verði menn feður án þess að fá nokkurn tímann að vita af því – og sömuleið­ is fái börn aldrei að vita um líffræði­ legan uppruna sinn. Í sumum tilvik­ um séu þó ástæður fyrir því að ekki sé barni fyrir bestu að þekkja föður sinn. Og vissulega eru til feður sem eiga hreint ekki að fá að umgangast börnin sín, til að mynda vegna of­ beldishegðunar. „Fleiri verðandi mæður þurfa að átta sig á að það er betra að feðra barn rétt, heldur en að velja sjálf úr þeim sem koma til greina. Þetta er ákveðið vald sem þær hafa og mér finnst þetta atriði oft gleymast í um­ ræðunni um jafnrétti kynjanna. Það er eins og það sé enn of mikið feimn­ ismál fyrir kvenfólk þegar fleiri en einn koma til greina sem faðirinn. Verðandi faðir á ekki að þurfa að berjast fyrir því með kjafti og klóm að fá faðernispróf,“ segir hann. „Ég held bara að það sé alltof al­ gengt að foreldrar taki sinn eigin hag fram fyrir hag barnsins. Ekki bara þegar kemur að faðernismálum heldur einnig forsjármálum og um­ gegnismálum.“ Faðir í eitt ár Hann kveðst þrátt fyrir allt ekki vera reiður út í fyrrverandi sambýliskonu sína. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir að við áttum bæði mjög erfitt. En það hvernig mál þróuðust olli því hvernig við tókumst á við þessa erfið leika og við gerðum bæði mis­ tök í því tilliti. Ég get kannski bara þakkað fyrir að þetta hafi komið í ljós snemma. Ég frétti til dæmis af einu máli þar sem þetta kom ekki í ljós fyrr en barnið var orðið 16 ára. Ég fékk alla­ vega að vera faðir yndislegrar, lítillar stelpu í næstum eitt ár,“ segir hann því næst um leið og hann uppljóstrar hvernig hann hélt þrátt fyrir allt upp á afmæli litlu stúlkunnar í júní síð­ astliðnum – á sinn eigin hátt. „Daginn sem hún fæddist vorum við fyrst send heim af spítalanum, konan var með hríðir, og okkur sagt að koma aftur seinna um daginn. Það var glampandi sól og við fórum og fengum okkur ís í ísbúðinni Val­ dísi. Þannig að daginn sem hún varð eins árs fór ég þangað og fékk mér ís. Það var mín leið til að halda upp á daginn.“ n „Ég held að það sé alltof algengt að foreldrar taki sinn eigin hag fram fyrir hag barnsins. Eitt prósent Íslendinga rangfeðrað Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, lét hafa eftir sér í sjónvarsþætti Hringbrautar í fyrra að minna en eitt prósent barna á Íslandi væri rangfeðrað en því hefur verið haldið fram að rangfeðrun hér á landi sé mun algengari en svo. Sagði hann niðurstöð- urnar vera reistar á þremur kynslóðum Íslendinga á liðnum áratugum. Á Íslandi gildir svokölluð faðernisregla eða „pater-est“-reglan sem byggist á því að svo sterkar líkur séu á því að barnið sé getið við samfarir konunnar við eiginmann sinn að gengið er út frá því sem reglu. Börn sem fæðast í hjúskap foreldra verða þannig sjálfkrafa börn eiginmanns eða sambýlismanns. Samkvæmt barnalögum frá árinu 2003 er líffaðir barnsins einfaldlega réttlaus ef kona kennir barnið öðrum manni en kynföður þess, og sá maður gengst við því. Barnið getur sjálft höfðað véfengingarmál en það gerist ekki fyrr en eftir að það hefur alist upp án þess að kynnast lífföður sínum. Sé barn feðrað sambýlismanni eða eiginmanni móðurinnar og í ljós kemur að ekki eru blóðtengsl á milli, þarf móðirin að höfða faðernismál fyrir hönd barnsins ef það er ekki orðið sjálfráða. Við gerð síðustu barnalaga var í fyrsta sinn opnað á þann rétt karla að höfða faðernismál, telji þeir sig vera föður barns. Sumargjöfin í ár! Þráðlausu Touch heyrnartólin á Hópkaup.is. Hægt að tengja við síma, ipad og öll bluetooth tæki. Einnig er hægt að svara í símann með þeim. Fæst á .is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.