Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Page 36
Helgarblað 14.–17. október 201632 Sport Hentar vel í matargerð, ofan á brauð, til að poppa popp, í baksturinn, í þeytinginn, á húðina eða til inntöku. Að skora eða skora ekki n Marklínutæknin hefur enn ekki rutt sér til rúms í öllum keppnum n Ísland græddi á því M arklínutækni hefur ekki verið tekin upp í öllum keppnum, svo sem í undankeppnum stórmóta og á Spáni. Íslendingar nutu góðs af því að tæknin hefur ekki verið tekin upp í undakeppni HM, þegar Ragnari Sigurðssyni var dæmt mark gegn Finnum sem réð úrslitum. Boltinn fór ekki yfir línuna fyrr en Alfreð Finnbogason sparkaði honum úr höndum finnska mark- mannsins. Þetta svíður Finnum, sem von er. Íslendingar græddu tvö dýrmæt stig á atvikinu, sem er hreint ekki einsdæmi í knattspyrnusögunni. Á hverju keppnistímabili eru talin mörk sem aldrei voru skoruð. Stund- um eru skoruð mörk á hinn bóginn ekki talin. Hér eru tekin saman nokk- ur nýleg dæmi um dæmd mörk sem ýmist áttu ekki að standa eða atvik þar sem dómararnir sáu ekki að bolt- inn fór yfir línuna. Með fylgir líka eitt umdeildasta atvik sögunnar í þess- um efnum. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Frank Lampard gegn Þjóðverjum 8-liða úrslit á HM 2010 Englendingar voru 2-1 undir gegn Þjóðverjum og stutt var til hálfleiks. Lampard skaut þá boltanum yfir Manuel Neuer. Boltinn hafnaði í slánni og lenti svo augljóslega vel inni í markinu. Neuer greip boltann eftir að hann hafði skoppað og spyrnti honum rakleiðis út. Englendingar vissu vart hvert þeir ætluðu þegar dómarinn lét leikinn halda áfram. Þjóðverjar unnu 4-1 en eftir leikinn talaði Sepp Blatter, forseti FIFA, um að tími væri kominn til að taka upp marklínutækni. Andy Carroll á móti Chelsea Bikarúrslit 2012 Liverpool og Chelsea áttust við í fjörugum bikarúrslitaleik FA Cup. Staðan var 2-1 á 84. mínútu þegar Carroll skallaði fyrirgjöf að marki. Petr Cech varði boltann sem virtist vera kominn allur inn fyrir línuna. Um það má þó deila. Phil Dowd ráðfærði sig við aðstoðar- dómarann Andrew Garratt og þeir ákváðu að dæma ekki mark. Chelsea vann leikinn 2-1. Marko Devic gegn Englendingum Riðlakeppni EM 2012 John Terry hélt að hann hefði náð að bjarga á línu í leik Englands og Úkraínu á EM 2012. Það sem verra var að dómararnir héldu það líka og dæmdu ekki mark, en það var Marko Devic sem skaut. Myndbandsupptökur sýndu að boltinn var inni. Aftur rumskaði Blatter og sagði að nú væri marklínutækni orðin nauðsynleg. England vann leikinn 1-0. Geoff Hurst á móti Vestur-Þjóðverjum Úrslitaleikur HM 1966 Þetta er líklega þekktasta dæmi sögunnar þegar kemur að svona álitamálum. Englendingurinn Geoff Hurst skaut í slá, í stöðunni 2-2 í úrslitaleik HM. Boltinn skaust þaðan beint niður og hafnaði á línunni. Eftir að hafa ráðfært sig við fjórða dómarann ákvað dómarinn að dæma mark. Englendingar unnu 4-2 að lokum og urðu heimsmeistarar. Clint Hill á móti Bolton Enska úrvalsdeildin 2011–2012 QPR var nálægt því að falla vorið 2012. Hefði þetta atvik verið rétt dæmt hefði kannski ekki munað jafn mjóu og raun bar vitni. Clint Hill skallaði hornspyrnu Joey Barton vel inn í mark Bolton en dómarinn dæmdi ekki mark. Bolton vann leikinn 2-1 en kald- hæðni örlaganna hagaði því þannig að það var að lokum Bolton sem féll, en ekki QPR. Freddie Sears á móti Bristol City Championship 2009 Markið sem Sears skoraði á móti Bristol verður lengi í minnum haft. Hann þrumaði boltanum í markið án þess að nokkur kæmi vörnum við. Allir leikmenn Crystal Palace fögnuðu og varnarmennirnir hengdu haus. Svo vildi til að boltinn fór inn í markið, í stoð bak við netið og skaust út aftur. Sá eini sem sá ekki markið var dómarinn, sem lét leikinn halda áfram. Til að bæta gráu ofan á svart stal Bristol City sigrinum með marki á lokamínútu leiksins. Sulley Muntari á móti Juventus Seria A 2012 Skrautlegt atvik átti sér stað í leik Juventus og AC Milan 2012. Eftir hornspyrnu Milan barst boltinn fyrir markið þar sem leikmaður Milan skallaði að marki. Buffon varði vel í markinu. Boltinn barst að höfði Muntari sem skallaði boltann í markið. Buffon varði en auljóst var þegar atvikið var endursýnt að boltinn var vel inni í markinu. Leikmenn Milan fögnuðu en Juventus brunaði í sókn. Minnstu munaði að þeir skoruðu um hæl. Roy Carroll gegn Tottenham Enska úrvalsdeildin í janúar 2005 Roy Carroll var ekki alltaf í uppáhaldi hjá stuðn- ingsmönnum United. Hann þótti mistækur. Hann gerði glórulaus mistök í leik gegn Tottenham fyrir 11 árum. Pedro Mendes reyndi þá að skora frá miðju, þar sem hann sá að Carroll var framarlega í teignum. Carroll ætlaði að grípa boltann en missti hann úr höndunum, yfir öxlina og vel inn í markið. Hann henti sér á eftir boltanum og grýtti honum út – og lét eins og ekkert hefði í skorist. Þrátt fyrir að boltinn hafi farið langleiðina í netið var leiknum áfram haldið og leikmenn Tottenham mótmæltu kröftuglega. Carroll fór frá United um vorið en er reyndar enn að spila í dag. Hann spilar í norðurírsku deildinni, 39 ára gamall. Ísland skoraði - samt ekki Þrátt fyrir þessa mynd sýna aðrar betri að boltinn fór ekki inn fyrir línuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.