Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Blaðsíða 14
Helgarblað 14.–17. október 201614 Fréttir Skráðu þig í Bed&Breakfast klúbbinn okkar og fáðu betri kjör s: 426 5000 — booking@bbkefairport.is — bbkeflavik.com Ertu á leið í flug? Við geymum bílinn frítt, keyrum þig á flugvöllinn og sækjum þig við heimkomu Reyfarakennt útgerðarævintýri við strendur Afríku endaði illa n Flúði land með skipin undan ásælni heimamanna n Skipin kyrrsett á Las Palmas og fyrirtækið Þ etta gekk mjög vel en þegar skipin voru kyrrsett í eitt til eitt og hálft ár á Las Palmas út af fölskum reikningum þá gat þetta ekki farið öðru- vísi,“ segir Björgvin Ólafsson, skipa- miðlari og athafnamaður, um örlög félagsins Hákarll ehf., sem úrskurð- að var gjaldþrota í nóvember 2015. Skiptum lauk á þrotabúi félagsins þann 21. september síðastliðinn án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur sem námu rúmum 1,1 millj- arði króna. Hákarll ehf. hét áður Bp skip Afríka ehf. og var í eigu Björg- vins. Í gegnum félagið átti hann og rak þrjú skip sem stunduðu veiðar undan ströndum Vestur-Sahara og landvinnslu þar og í Marokkó. Var hann með 800 manns í vinnu þegar best lét. Veiðar Íslendinga og íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á svæðinu hafa áður verið til umfjöllunar í DV en nýting fjölmargra erlendra þjóða á auðlindum landsvæðisins Vestur- Sahara sunnan Marokkó er umdeild. Hefur verið talað um rányrkju í þeim efnum. Björgvin vísar því á bug að um rányrkju hafi verið að ræða. Á grunni Sæblóms Sem fyrr segir hét félagið lengst af Bp skip Afríka ehf. en það var stofnað árið 2009 utan um veiðarnar í Afríku. Saga félagsins tvinnast saman við endalok félagsins Sæblóm ehf., sem áður hafði verið í eigu fasteignafé- lagsins Nýsis þar til það félag lenti í vandræðum. Björgvin tók að sögn við rekstrinum. Sæblóm átti franskt dótturfélag, Fleur de Mer, sem rak fjögur frystihús í Vestur-Sahara og Marokkó auk skipanna þriggja. Sæ- blóm var tekið til gjaldþrotaskipta í febrúar 2010 en kröfur í búið námu 470 milljónum króna. Björgvin hélt áfram veiðum og vinnslu á makríl og sardínu með Bp skip Afríka ehf. Í árslok strandaði eitt skipanna, Que Sera Sera, í sandfjöru við Marokkó og eyðilagðist. Eftir voru tvö skip. Vildu stela skipum „Þetta var allt eðlilegt og komið á helvíti góðan skrið. Það var búinn að vera taprekstur þarna í langan tíma þegar ég tók við þessu,“ segir Björgvin í samtali við DV. Hann segir að þegar búið var að snúa rekstrinum við og farinn að koma hagnaður af þá hafi ákveðnir aðilar á Vestur-Sahara farið að ásælast reksturinn. „Þetta hefði líklega aldrei skeð hefði ég haldið áfram að tapa. Þeir eru ágætir meðan þú kemur þarna niður eftir og tapar og þeir fá sitt borgað. Þá eru þeir sallarólegir og þú getur gert það sem þú vilt. En um leið og þú ferð að fá einhvern pening þá gefa þeir þér engan séns á að vinna upp tapið sem þú ert búinn að hafa. Svoleiðis er þjóðfélagið þarna. Þeir sáu gull einhvers staðar úti í horni og vildu fá allt sjálfir,“ segir Björgvin. Hann segir þessa aðila hafa viljað komast inn í reksturinn og í lögleysu hins hernumda svæðis hafi það kost- að mikil vandræði. Flúði land „Svona er þetta bara þarna í þessum heimshluta. Engin lög og regla. Ég gerði kannski vitleysu með að hleypa þeim ekki inn í þetta með mér en ég ætlaði að ná út tapinu sem orðið hafði þarna áður en ég færi að hleypa einhverjum öðrum inn. En svona er bara lífið.“ Að sögn Björgvins gengu menn hart fram. „Þeir ætluðu eiginlega bara að stela skipunum,“ rifjar hann upp. Úr varð að hann ákvað að flýja Afríku með skipin tvö og endaði í höfn á Kanaríeyjum. „Þeir hefði lík- lega stolið þeim hefði ég ekki náð þeim til Las Palmas.“ Kyrrsettir á Kanarí Þar biðu hans þó frekari vandamál. Skipin voru kyrrsett að hans sögn á grundvelli falsaðra reikninga sem tók langan tíma að leysa úr. „Við lentum í málaferlum úti á Kanarí. Þeir kyrrsettu skipin út frá fölskum reikningum frá Marokkó, þar sem réttarkerfið er bara þannig að sá sem getur borgað dómaranum mest nær sínu fram. Á Las Palmas var hægt að kyrrsetja skipin gegn tryggingu. Þarna lá fyrir krafa upp á 2–3 milljónir evra. Ég var þverari en „Þeir ætluðu eiginlega bara að stela skipunum Skipið sem strandaði Myndin sýnir skipið Que Sera Sera í Marsa í Marokkó þann 22. apríl 2012. Skipið strandaði í árslok 2009. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.