Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Blaðsíða 34
Helgarblað 14.–17. október 201626 Skrýtið Sakamál
20% þakklætisafsláttur
af slökun út október
Þökkum þær
frábæru viðtökur
sem SLÖKUN hefur
fengið á Íslandi.
Mamma veit best, Heilsuhúsin, Lyfja, Apótek Hafnarfjarðar, Apótek Mos, Apótek Ólafsvíkur, Árbæjarapótek, Borgar Apótek, Heilsutorg
Blómaval, Farmasía, Fjarðakaup, Garðsapótek, Heilsuver, Lyfjaval, Lyfsala Vopnarfirði, Lyfsala Hólmavík, Lyfsalinn Glæsibæ, Siglufjarðar Apótek,
Hraunbergsapótek, Rima Apótek, Reykjavíkur Apótek, Apótek Vesturlands, Apótek Garðabæjar, Lyf og heilsa, Apótekarinn og Apótekið.
B
retinn John Treanor hitti
Joönnu Dennehy árið 1997.
John var þá 21 árs og Joanna
15 ára og bjó hún hjá for
eldrum sínum í St. Albans
í Hertfordshire. Skötuhjúin settust
að í Luton í Bedfordshire og fluttu til
Milton Keyes árið 2001. Þar bjuggu
þau í fjögur ár en fluttu þá til Wis
bech, rólegs bæjar í Cambridge
shire. Þar leigðu þau íbúð af bæjar
félaginu, unnu hvorugt þegar þarna
var komið sögu en fleyttu sér áfram
á bótum Joönnu. Reyndar fór drjúg
ur skerfur bótanna einnig í áfengi og
eiturlyf fyrir Joönnu. Þau eignuðust
tvö börn.
John flýr
En allt er breytingum háð og snemma
árs 2009 var ekki snefill eftir af ungu
konunni sem John hafði orðið
ástfanginn af. Joanna sem hafði alið
með sér þann draum að verða lög
fræðingur var með öllu horfin á vit
drykkju og dópneyslu og víða á lík
ama hennar mátti sjá ör eftir áverka
sem hún hafði sjálf veitt sér.
„Ég vissi að ég yrði að koma mér
í burtu þegar hún dró sex tomma
rýting úr hnéháu stígvéli sínu og
lét hann vaða í teppið, augun köld
og tóm,“ sagði John um kornið sem
fyllti mælinn.
Innan skamms hafði hann flutt,
ásamt dætrunum tveimur, og settist
að í órafjarlægð frá Joönnu.
Heimsókn frá lögreglu
Leið nú tíminn. John ruglaði
reytum með annarri konu sem gekk
dætrum hans í móðurstað og for
tíðin virtist sem slæmur draumur.
En Adam var ekki lengi í paradís.
Fjórum árum eftir að hann yfirgaf
Joönnu fékk John heimsókn frá lög
reglunni; Joanna var grunuð um að
hafa myrt þrjá menn.
Upp úr miðjum nóvember, 2013,
kom Joanna öllum á óvart í Old
Baileydómsalnum í London. Vafn
ingalaust játaði hún sig seka um
að hafa myrt þrjá menn og fleygt
líkum þeirra í skurði. Flestir við
staddra höfðu reiknað með að hún
neitaði sök en hún bætti um betur
og viðurkenndi einnig að hafa reynt
að myrða tvo menn að auki.
Skýlaus játning
Verjendur hennar báðu um frestun
til að kanna til hlítar hvort hún vildi
í raun játa sök. Öllum slíkum tillög
um vísaði Joanna til föðurhúsanna:
„Ég er búin að játa mig seka, og það
stendur.“
Verjandi hennar var þó ekki til
búinn til að gefa eftir og ámálgaði
möguleikann á frestun enn frekar,
en Joanna greip fram í fyrir honum
og sagði: „Ég ætla ekki að koma
aftur hingað til þess eins að endur
taka það sem ég hef þegar sagt.“
Dómarinn var á sama máli og
Joanna og sá ekki ástæðu til að
draga málið á langinn: „Hún hefur
sjálfviljug lýst sig seka um nokkur
ákæruatriði. Ef til þess skyldi koma
að það breyttist eitthvað mun ég
íhuga frestun – en ef ekki þá stend
ur játningin.“
Stungnir til bana
Fórnarlömb Joönnu voru Kevin
Lee, 48 ára fasteignabraskari,
og sambýlingar Joönnu; Lukasz
Slaboszewski, 31 árs, og John
Chapman, 56 ára.
Kevin var myrtur 29. mars 2013
og fannst lík hans daginn eftir í
skurði í Petersborough. Hann hafði
verið stunginn í bringuna. Lukasz
Slaboszewski var stunginn í hjartað
og John Chapman í bringuna og
hálsinn. Lík þeirra fundust 3. apríl,
einnig í skurði í Petersborough.
Joanna viðurkenndi að hafa
reynt að myrða Robin Bereza og
John Rogers, en þeir sluppu með
skrekkinn.
Joanna var handtekin 2. apríl,
2013, og játaði sekt sína 18. nóvem
ber sama ár.
Þannig er nú það. n
Dóp, Drykkja og Dráp
n Joanna missti tök á eigin lífi n Aðrir misstu einfaldlega lífið
„Hún
dró sex
tomma rýting
úr hnéháu stíg-
véli sínu og lét
hann vaða í
teppið, augun
köld og tóm.
Kevin Lee, Lukasz Slaboszewski
og John Chapman Joanna beitti kuta
á öll sín fórnarlömb.
John Treanor og
Joanna Dennehy
Áður en allt fór
fjandans til.